HS Veitur hafa keypt hlutabréf af eigendum fyrir þrjá milljarða á tveimur árum

hs_veitur.jpg
Auglýsing

Ákveðið hefur verið að HS Veitur kaupi hluta­bréfa af eig­endum sínum fyrir hálfan millj­arð króna. Þetta verður lagt fyrir á hlut­hafa­fundi sem haldin verður 19. febr­úar næst­kom­andi. Verði greiðslan sam­þykkt mun Reykja­nes­bær fá 250,5 millj­ónir króna út, HSV Eign­ar­halds­fé­lag slhf, sem er í eigu Heið­ars Guð­jóns­sonar og tengdra aðila, fær 171,9 millj­ónir króna, Hafn­ar­fjarð­ar­bær fær 77 millj­ónir og Sand­gerð­is­bær 500 þús­und krón­ur. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Ár er síðan að eig­endur HS Veitna fóru þessa sömu leið, að láta fyr­ir­tækið kaupa af sér hluta­bréf og lækka hlutafé fyr­ir­tæk­is­ins í stað­inn. Í fyrra var upp­hæðin hins vegar hærri, eða 2,5 millj­arðar króna, og HS Veitur tók lán til að greiða hana út. Með því að lækka hlutafé sam­hliða kaupum af hlut­höfum félags­ins í stað þess að greiða út arð koma hlut­hafar HS Veitna sér undan skatt­greiðslum vegna arð­greiðslna, en ef ­bók­fært verð hluta­bréfa er hærra eða það sama og sölu­verðið verður ekki til skatt­skyldur sölu­hagn­að­ur. Af arð­greiðslum þarf hins vegar að greiða 20 pró­senta fjár­magnstekju­skatt. 

Á tveimur árum hafa skatt­greið­endur því orðið af 500 millj­ónum króna vegna þess að hlut­hafar HS Veitna ákváðu að fara þessa leið í stað þess að greiða sér út arð.

Auglýsing

Gáfu út skulda­bréf í fyrra

Stjórn HS Veitna keypti hlutafé að nafn­virði 262,1 milljón króna í fyrra fyrir tvo millj­arða króna. Sam­hliða var hlutafé fært nið­ur. Gengið var frá gjörn­ingnum á aðal­fundi félags­ins í mars 2015. Ef millj­arð­arnir tveir hefðu verið teknir út úr HS Veitum sem arð­greiðsla, ættu skatt­greiðslur því að nema um 400 millj­ónum króna. 

Til að fjár­magna hluta­bréfa­kaupin í fyrra gaf HS Veitur út skulda­bréfa­flokk upp á 2,5 millj­arða króna að nafn­virði. Í Frétta­blað­inu í dag er haft eftir Júl­íusi Jóns­syni, for­stjóra HS Veitna, að ekki þurfi frek­ari skuld­setn­ingu til að standa að hluta­bréfa­kaup­unum í ár. 

Reykja­nes­bær á um helm­ings­hlut í HS Veitum og tók um millj­arð af fénu til sín í fyrra. Í ár rennur 250,5 millj­ónir króna til sveita­fé­lags­ins. Hafn­ar­fjarð­ar­bær á fimmtán pró­senta hlut og fékk 300 millj­ónir króna í fyrra. Í ár fær hann um 77 millj­ónir króna. 

34 pró­sent í HS Veitum er í eigu HSV ehf., einka­hluta­fé­lags í eigu Heið­ars Más Guð­jóns­sonar fjár­fest­is, líf­eyr­is­sjóða og fleiri, og fékk félagið um 600 millj­ónir króna í sinn hlut árið 2015. Í ár fær það 171,9 millj­ónir króna. Félagið keypti hlut­inn í HS Veitum árið 2014 á 3,1 millj­arða króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None