Meirihluti á móti sölu léttvíns í matvörubúðum

bjor12.jpg
Auglýsing

Tæp­lega 35% Íslend­inga eru hlynnt því að leyfa sölu létt­víns í mat­vöru­versl­unum en 52% eru á móti því. Rúm­lega 37% segj­ast hlynnt sölu bjórs í búð­um, en ríf­lega helm­ingur er á móti. Þetta kemur fram í nýrri könnun Mask­ínu, sem segir and­stöð­una við sölu bæði létt­víns og bjórs hafa auk­ist frá því í árs­lok 2014, þegar um 39% voru því hlynnt að létt­vín væri selt í mat­vöru­búðum en tæp­lega 45% á móti því. Þá voru rösk­lega 40% hlynnt sölu bjórs í mat­vöru­búðum en 45% á mót­i. 

Mik­ill munur er á við­horfum fólks eftir aldri, en meðal þeirra sem eru 25 ára og yngri eru næstum 71% fylgj­andi því að vín sé selt í búð­um, en innan við 16% þeirra sem eru 55 ára og eldri. And­staðan er líka meiri utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Sömu sögu er að segja um sölu bjór­s. 

Yfir­gnæf­andi meiri­hluti er and­vígur því að selja sterkt áfengi í mat­vöru­versl­un­um, en 71% eru á móti því. 

Auglýsing

Ein­ungis er meiri­hluti fyrir sölu létt­víns meðal kjós­enda Bjartrar fram­tíð­ar, en mest and­staða er meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins, Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

807 manns svör­uðu könnun Mask­ínu.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None