Segir stjórnendur Borgunar ekki kunna að skammast sín

Kredit kort Borgun
Auglýsing

Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla, segir að stjórnendur Borgunar kunni ekki að skammast sín vegna kaupa þeirra á hlut í fyrirtækinu af Landsbankanum. Skömm þeirra virðist hins vegar vera mikil. Svo virðist sem þeir hafi séð tækifæri til þess að hafa mikil verðmæti af almenningi og tekið það. Ég er ekki dómbær á það hvort það sem þeir gerðu sé ólöglegt. En það lítur alla veg út fyrir að vera siðlaust. Eða var það ekki hlutverk þeirra sem stjórnenda Borgunar að upplýsa eiganda Borgunar (þ.e. Landsbankann) sem þeir voru að vinna fyrir um raunverulegt verðmæti fyrirtækisins? En hvernig gat það samrýmst því að þeir sjálfir væru að semja við Landsbankann um að kaupa hlutinn? Á ensku kallast þetta conflict of interest. Nú bera þeir fyrir sig að hafa selt helming af því sem þeir keyptu áður en tilkynnt var um söluna á Visa Europe. Fróðlegt væri að vita á hvaða verði sú sala fór fram." Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Jóns á Facebook.


Auglýsing

Mikil harka er hlaupið í hið svokallaða Borgunarmál. Það snýst um kaup Eignarhaldsfélagsins Borgunar, sem var í eigu stjórnenda Borgunar og meðfjárfesta þeirra, á 31,2 prósent hlut í fyrirtækinu á 2,2 milljarða króna í nóvember 2014. Salan fór fram bakvið luktar dyr og öðrum gafst ekki tækifæri til að bjóða í hlutinn. Síðar hefur komið í ljós að valréttur vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe tryggir Borgun milljarðahagnað sem ekki var tekinn með í reikninginn þegar hlutur ríkisbankans var seldur. Nýlegt verðmat sem KPMG vann á Borgun metur fyrirtækið á allt að 26 milljarða króna. Heildarvirði þess samkvæmt kynningum sem fóru fram í aðdraganda sölu á hlut Landsbankans var sjö milljarðar króna.

Jón Steinsson.Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í Kastljósi í gær að hann hefði ekki íhugað að segja af sér vegna sölu bankans á hlut sínum í Borgun. Hann sagði einnig að það sé til skoðunar að kæra stjórnendur Borgunar, sem keyptu hlutinn, vegna sölunnar og að Fjármálaeftirlitið sé einnig að fara yfir málið. Þá sé einnig til skoðunar að rifta sölunni á hlutnum ef það sé mögulegt. Steinþór sagði að honum þyki það sérstakt að stjórnendur Borgunar hafi ekki upplýst hann og Landsbankafólk um hvers virði valréttur fyrirtækisins vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe gæti verið þegar stjórnendurnir kynntu stöðu Borgunar fyrir Landsbankanum þegar salan fór fram. 

Í yfirlýsingu frá Borgun, sem send var út í kjölfar viðtalsins, kom fram að stjórn Borgunar geri alvarlegar athugasemdir við framgöngu Steinþórs í fjölmiðlum. Segir í yfirlýsingunni að Steinþór hafi „ítrekað farið með dylgjur og óbeinar ásakanir um óheiðarleika og illan ásetning stjórnenda Borgunar“ sem standist enga skoðun. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None