Stjórnendur Íslandsbanka fá enga kaupauka

Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.
Auglýsing

Engir kaupaukar voru greiddir eða sam­þykktir til starfs­manna Ís­lands­banka við flutn­ing á eign­ar­haldi hans til rík­is­ins. Auk þess var ekki ­samið um neinn rétt til kaupa á hluta­bréfum í bank­an­um. Þetta kemur fram í svari Íslands­banka við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, lagði fram fyr­ir­spurn til Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, á Al­þingi í dag þar sem hún spurð­ist fyrir um mögu­lega kaupauka hjá Ís­lands­banka. Kjarn­inn beindi í kjöl­farið fyr­ir­spurn um málið til Íslands­banka. Í svari bank­ans segir að ekki hafi verið „greiddir eða sam­þykktir kaupaukar eða rétt­ur til kaupa á hluta­bréfum eða öðrum verð­mætum í Íslands­banka við flutn­ing á eign­ar­haldi hans til rík­is­ins.”

Auglýsing

Bank­inn kom­inn í fang rík­is­ins

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sendi frá sér til­kynn­ing­u 20. októ­ber í fyrra um að íslenska ríkið væri að fara að eign­ast annan banka, Íslands­banka, að öllu leyti. Fyrir átti ríkið Lands­bank­ann. Þetta var nið­ur­staða funda sem ráð­gjafar stærstu kröfu­hafa Glitn­is, þáver­andi eig­anda 95 pró­sent hlutar í Ís­lands­banka, og fram­kvæmda­hópur um losun fjár­magns­hafta áttu á tíma­bil­inu 25. sept­em­ber til 13. októ­ber vegna breyt­inga á stöð­ug­leika­fram­lagi kröfu­haf­anna. Til­gang­ur af­hend­ingu bank­ans var að slitabú Glitnis gæti mætt stöð­ug­leika­skil­yrð­u­m ­stjórn­valda og gæti í kjöl­farið fengið und­an­þágu frá fjár­magns­höft­um.

Í kjöl­far nauða­samn­ings­sam­þykktar var Íslands­banki loks afhentur rík­inu í jan­ú­ar ­síð­ast­liðn­um. Eign­ar­hald bank­ans er sem stendur hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu en mun brátt fær­ast til Banka­sýslu rík­is­ins.

Sagðir hafa farið fram á kaupauka í fyrra

Fyrst eftir að ­samd­ist um greiðslu slita­bús Glitnis á stöð­ug­leika­fram­lögum til rík­is­ins ­sum­arið 2015 átti hins vegar ekki að afhenda bank­ann rík­inu. Þvert á móti vor­u ­miklar þreif­ingar í gangi í fyrra um að selja bank­ann til erlendra aðila. Við­ræð­ur­ við nokkra hópa stöðu  yfir um nokk­urra ­mán­aða skeið og þeir sem sýndu mestan áhuga komu ann­ars vegar frá löndum við Persaflóa í Mið-Aust­ur­löndum og hins vegar frá Kína. Sam­kvæmt heim­ild­um Kjarn­ans var um að ræða risa­stór fyr­ir­tæki sem eiga þegar hluti í alþjóð­leg­um ­bönk­um. Ein­hverjir hópanna rit­uðu undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup á bank­anum í febr­úar 2015.

Í júlí 2015 greind­i Morg­un­blaðið frá því að Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, fram­kvæmda­stjór­ar og stjórn­ar­menn hefðu farið fram á kaupauka í tengslum við nauða­samn­inga og ­mögu­lega sölu bank­ans. Í umfjöll­un ­blaðs­ins kom fram að stjórn­end­urnir hefðu viljað fá allt að eitt pró­sent hlut í bank­an­um, sem yrði um tveggja millj­arða króna virði miðað við bók­fært eigið fé Ís­lands­banka. Stjórn­endur Íslands­banka hafa ætið neitað þess­ari frétt Morg­un­blaðs­ins. Nú er ljóst að stjórn­end­urnir fá enga kaupauka við eig­enda­skipt­i á bank­an­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None