Landsvirkjun hagnaðist um 10,8 milljarða króna - Tekjur minnkuðu milli ára

Eigið Landsvirkjunar nam 260 milljörðum króna í lok árs í fyrra.

rafmagnslínur í hvalfirði
Auglýsing

„Af­koma árs­ins var góð í krefj­andi umhverf­i,“ segir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, um afkomu fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra. Í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu segir að hagn­aður fyrir óinn­leysta fjár­magnsliði hafi verið 16,7 millj­arðar króna en að teknu til­liti til þeirra nam hann 10,8 millj­örðum króna (84 millj­ónum Banda­ríkja­dala). Um var að ræða metár í raf­orku­sölu hjá fyr­ir­tæk­inu, en seldar voru 13,9 tera­vatt­stund­ir.

Tekjur minnk­uðu um 17 millj­ónir Banda­ríkja­dala milli ára, og spilar lækkun á álverði þar inn í. Heild­ar­tekjur sam­stæðu Lands­virkj­unar námu 421,5 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur rúm­lega 54 millj­örðum króna. Árið 2014 námu tekj­urnar rúm­lega 438 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða rúm­lega 56 millj­örðum króna.

Rekstr­ar­hagn­að­ar­hlut­fall (EBITDA hlut­fall) hækk­aði á milli ára, þótt álverð hafi farið lækk­andi að und­an­förnu og „mikil óvissa hafi ríkt á mörk­uð­u­m“, að því er segir í frétta­til­kynn­ing­u. 

Auglýsing

Hörður segir að fyr­ir­tækið vinni, innan þess svig­rúms sem það hef­ur, að því að svara þess­ari auk­inni eft­ir­spurn eftir orku. Nú standa yfir fram­kvæmdir við bygg­ingu jarð­varma­virkj­unar á Þeista­reykjum og nú á vor­mán­uðum munu hefj­ast fram­kvæmdir við stækkun Búr­fells­virkj­un­ar.Eigið fé Lands­virkj­unar í árs­lok 2015 nam 1.916,6 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða lið­lega 255 millj­örðum króna, en eigið fé var 1.704,7 millj­ónir Banda­ríkja­dala í árs­lok 2014 sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi, og leggur stjórn félags­ins til að hagn­aður árs­ins verði færður til hækk­unar á eigin fé, að því er segir í skýrslu stjórnar í árs­reikn­ingiHeild­ar­skuldir fyr­ir­tæk­is­ins námu tæp­lega tveimur millj­örðum Banda­ríkjdala í árs­lok, eða sem nemur 254 millj­örðum króna. Frá árinu 2009 hafa skuldir lækkað um 107 millj­arða króna.

Stjórn­ ­fé­lags­ins mun á aðal­fundi gera til­lögu um arð­greiðslu til eig­enda, en vísar að öðru leyti til skýr­inga í árs­reikn­ingn­um og eig­in­fjár­yf­ir­lits varð­andi breyt­ingar á eig­in­fjár­reikn­ing­um. 

Ríkið er eig­andi Lands­virkj­un­ar, og sé miðað við eigið fé er það nú stærsta fyr­ir­tæki í eigu rík­is­ins. Lands­bank­inn er með svipað eigið fé, um 250 millj­arða króna miðað við síð­asta birta upp­gjör.Hand­bært fé í árs­lok nam 142,1 milljón Banda­ríkja­dala, eða um 20 millj­örðum króna, og óádregin lán 360,8 millj­ónum Banda­ríkja­döl­um, eða rétt um 45 millj­örðum króna. Lausafé og óádregin lán í árs­lok ­námu því 503,0 millj­ón­um, eða um 65 millj­örðum króna. 

Lands­virkjun tók lán upp á 108,5 millj­ónir Banda­ríkja­dala á árinu og greiddi fyr­ir­tækið niður skuldir um 333 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 43 millj­örðum króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None