Samfylkingin þarf að finna sér sinn Sigmund Davíð. Einhvern sem er ekki nú þegar með mjög sterk tengsl við flokkinn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kviku vikunnar, en umsjónarmenn hlaðvarpsins í þessari viku eru Þórður Snær Júlíusson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Þau ræddu um afskaplega skökk kynjahlutföll í stjórnunarstöðum í íslensku fjármálakerfi, það að karlar eru körlum bestir og fjármálakerfið mun líklega ekki breytast af sjálfsdáðum. Það virðist svo ekki vera meirihluti fyrir sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum og Borgunarmálið hefur haft áhrif á málið.
Þá var rætt um nýjustu vendingar hjá Samfylkingunni, þá staðreynd að Reykjavík er minnst eftirsótta höfuðborg Norðurlandanna og breytingar á stjórnarskránni, sem kynntar verða seinna í dag. Jafnframt var komið inn á áhugaverða umræðu sem átti sér stað um afnám verðtryggingarinnar á þingi í gær. Einn framsóknarmaður tók þátt í umræðunni.
Hlusta má á hlaðvarpið hér að neðan.