Blaðamannaverðlaun: Kjarninn tilnefndur fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins

Kredit kort Borgun
Auglýsing

Blaða­manna­fé­lag Íslands hefur kynnt tólf til­nefn­ingar til blaða­manna­verð­laun­anna 2015, sem afhent verða 5. mars næst­kom­andi. Veitt eru verð­laun í fjórum flokk­um, fyrir við­tal árs­ins, umfjöllun árs­ins, rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins og loks eru veitt blaða­manna­verð­laun árs­ins.

Blaða­mennska Kjarn­ans er til­nefnd í einum flokki að þessu sinni. Magnús Hall­dórs­son, blaða­mað­ur, er til­nefndur fyrir rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins, vegna umfjöll­unar um sölu Lands­bank­ans á eign­ar­hlutum í Borg­un.

Til­nefn­ing­arnar eru eft­ir­far­andi.

Auglýsing

Við­tal árs­ins 2015

Helgi Bjarna­son, Morg­un­blað­inu. Fyrir við­tal við ­Þröst Leó Gunn­ars­son um sjó­slysið úti af Aðal­vík í júlí í fyrra­sum­ar. Þrest­i ­Leó tókst fyrir snar­ræði að bjarga tveimur félögum sínum en sá þriðji fórst. ­Björg­un­ar­tæki brugð­ust ger­sam­lega og fær Helgi ein­stæðar lýs­ingar Þrastar Leó á hug­ar­á­standi þre­menn­ing­anna á meðan þeir biðu björg­un­ar.

Reynir Trausta­son, Stund­inni. Fyrir við­tal við Ást­u Krist­ínu Andr­és­dóttur hjúkr­un­ar­fræð­ing sem sökuð var um mann­dráp af gáleysi. ­Reynir gerir lífs­hlaupi Ástu Krist­ínar góð skil og fær við­mæl­anda til að tala mjög opin­skátt um hvernig þessi atburður hefur markað líf henn­ar, hvernig hún­ hefur barist við kvíða og reynt að við­halda lífs­vilj­an­um.

Snærós Sindra­dótt­ir, Frétta­blað­inu. Fyrir við­tal við Einar Zepp­elin Hild­ar­son, ungan mann, sem á að baki afar erf­iða lífs­reynslu. Einar segir á ein­lægan hátt frá örlaga­deg­inum þegar mamma hans varð systur hans að bana en sjálfur slapp hann slas­aður frá hild­ar­leikn­um. Snærós seg­ir á­hrifa­mikla sögu manns og dregur fram mikla þraut­seigju, góða mann­kosti og kær­leika.

Umfjöllun árs­ins 2015

Gísli Ein­ars­son, Ingólfur Bjarni Sig­fús­son, Karl ­Sig­tryggs­son og Ragnar Santos, frétta­stofu RÚV.  Fyrir umfjöllun um flótta­manna­vand­ann sem ­geisar í Evr­ópu. Með inn­lendu sjón­ar­horni á björg­un­ar­störf áhafnar Týs á Mið­jarð­ar­hafi og við­tölum við fórn­ar­lömb á ver­gangi í Ung­verja­landi og Líbanon ­fengu lands­menn mik­ils­verða inn­sýn inn í erf­iða ferð flótta­manna í leit að ­ör­yggi.

Helgi Selj­an, Kast­ljós RÚV.  Fyrir umfjöllun um nauðg­an­ir, áreitni og of­beldi gagn­vart þroska­höml­uðum kon­um. Ljóstrað var upp um sinnu­leysi yfir­valda ­sem héldu ekki hlífi­skildi yfir kon­un­um, settu ekki reglur um umönnun þeirra og huns­uðu kvart­an­ir. Af virð­ingu og með áhrifa­ríkum hætti var saga kvenn­anna sögð og sjón­ar­miði þeirra komið á fram­færi.

Krist­jana Björg Guð­brands­dóttir og Vikt­or­í­a Her­manns­dótt­ir, Frétta­blað­inu. Fyrir ítar­lega umfjöllun um man­sal þar sem fjallað var um umfang og ein­kenni mansals á Íslandi og bresti í aðgerð­ar­á­ætl­un ­stjórn­valda. Frétta­skýr­inga­röð þeirra varp­aði ljósi á vax­andi mansals­vanda hér á landi þar sem ein­stak­lingar eru mis­not­aðir í kyn­ferð­is­legum til­gangi, til­ nauð­ung­ar­vinnu eða í glæp­a­starf­semi.

Blaða­manna­verð­laun árs­ins 2015

Hörður Ægis­son, DV. Fyrir skýra og greina­góða umfjöllun um slitabú fölln­u ­bankana, vog­un­ar­sjóð­ina sem þá keyptu sem og útgöngu­samn­inga þeirra við íslensk ­stjórn­völd. Hörður hefur upp­lýst stöðu mála af djúpri þekk­ingu og nákvæmni í máli sem hefur rík áhrif á þjóð­ar­bú­ið.

Ingi­björg Kjart­ans­dótt­ir, Stund­inni. Fyrir fjöl­breytta og mik­il­væga umfjöllun um kyn­bundið ofbeldi. Í fjöl­mörgum greinum gaf Ingi­björg þolendum kyn­bund­ins ofbeldis og kyn­ferðisbrota vett­vang að tjá sig um sína upp­lifun af brot­un­um, upp­lýsti um hve víða í sam­fé­lag­in­u þessi brot er að finna og hversu erfitt er fyrir fórn­ar­lömb að leita rétt­læt­is ­vegna þeirra

Sunna Ósk Loga­dótt­ir, Morg­un­blað­ið/mbl.­is. Fyrir áhrifa­mikla um­fjöllun um heim­sókn sína til Líbanon þar sem hún ræddi við sýr­lenska flótta­menn og starfs­menn flótta­manna­búða til að kynna sér aðstæður þeirra flótta­manna sem veitt hafði verið hæli á Íslandi.

Rann­sókn­ar­blaða­mennska árs­ins 2015

Ingi Freyr Vil­hjálms­son, Stund­inni. Fyrir afhjúp­and­i um­fjöllun sína um fjár­hags­leg tengsl Ill­uga Gunn­ars­sonar mennta­mála­ráð­herra og ­eign­ar­halds­fé­lags hans OG Capi­tal við fyr­ir­tækið Orka Energy. Í ljós komu veru­legir hags­muna­á­rekstrar vegna sam­starfs­samn­ings íslenskra og kín­verskra ­stjórn­valda í orku­málum sem Orka Energy var aðili að og ráð­herr­ann rit­að­i und­ir.

Kol­beinn Tumi Daða­son  365 miðl­um. Fyr­ir  upp­ljóstrandi umfjöllun um óánægju lög­reglu­manna með störf lög­reglu­full­trúa í fíkni­efna­deild og alvar­leg­ar á­sak­anir sam­starfs­fé­laga hans vegna gruns um tengsl hans við fíkni­efna­heim­inn. ­Upp­haf umfjöll­un­ar­innar var tál­beitu­að­gerð við Hótel Frón sem  fór út um þúf­ur.

Magnús Hall­dórs­son Kjarn­an­um. Fyrir ítar­lega umfjöllun um sölu á hlutum Lands­bank­ans í Borgun í lok­uðu sölu­ferli og vís­bend­ingar um að hlutur Lands­bank­ans hafi ver­ið ­seldur á und­ir­verði m.a. í ljósi aðgreiðslna og því hafi ekki verið gætt að hags­munum eig­enda sem er almenn­ingur í land­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None