Íslenskir háskólar fjársveltir miðað við nágrannalöndin

Háskóla Íslands vantar að minnsta kosti 60 prósent meira fjármagn til að ná meðaltali OECD. Ísland er eina landið sem ver meiri fjármunum í hvern grunnskólanemanda en háskólanemanda. „Ískyggilegar tölur" segir prófessor.

Háskóla Íslands vantar um 60 prósent meira fjármagn til að ná meðaltali OECD ríkjanna.
Háskóla Íslands vantar um 60 prósent meira fjármagn til að ná meðaltali OECD ríkjanna.
Auglýsing

Fjár­fram­lög íslenskra stjórn­valda til háskóla er mun lægra heldur en á sam­an­burð­ar­lönd­un­um. Íslensk stjórn­völd verja innan við tveimur pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu í vís­inda­rann­sóknir og þróun á háskóla­sviði. Háskóla Íslands vantar að minnsta kosti 60 pró­sent meira fjár­magn til að ná með­al­tali OECD. Um 130 pró­sent vantar til að ná með­al­tali fjár­fram­lags hinna Norð­ur­land­anna til rann­sókna og þró­un­ar. 

Mark­miðum ekki náð

Fjár­veit­ingar rík­is­ins til háskóla 2014 voru rúmir 16 millj­arðar króna. Vís­inda- og tækni­ráð, sem starfar undir for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og hefur það hlut­verk að efla vís­inda­rann­sókn­ir, vís­inda­menntun og tækni­þróun í land­inu, mót­aði stefnu fyrir árin 2014 til 2016 þar sem mark­miðið var að verja þremur pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu í vís­inda­rann­sóknir og þróun. Eins og áður seg­ir, er hlut­fallið samt sem áður innan við tvö pró­sent. 

Magnús Karl Magn­ús­son, deild­ar­for­seti lækna­deildar og pró­fessor í lyfja- og eit­ur­efna­fræði við Háskóla Íslands, hélt erindi um fjár­veit­ingar til háskóla í hádeg­inu í dag. Hann segir töl­urnar ískyggi­leg­ar. 

Auglýsing

„Hlut­fallið er lægra en við héld­um. Á árunum 1999 til 2010 juku Norð­ur­landa­þjóð­irnar fjár­magn til háskóla per hvern stúd­ent um 38 til 118 pró­sent, á meðan Íslend­ingar á sama tíma juku um 7,7 pró­sent. Með­al­tal OECD jókst á sama tíma um 46 pró­sent,” segir Magn­ús. „Með öðrum orð­um, við erum að fljóta sof­andi að feigðar­ósi.” 

Alvar­legar afleið­ingar að fjársvelta kerfið

Magnús segir Ísland eina OECD ríkið sem eyði meiri fjár­munum í grunn­skóla­nem­endur en háskóla­nem­end­ur. Að fjársvelta háskóla­kerfið geti haft alvar­legar afleið­ing­ar. 

„Ný­liðun innan skól­anna er allt of lítil og þannig sköpum við ekki tæki­færi fyrir okkar best mennt­aða vís­inda­fólk sem er til­búið að starfa hvar sem er í heim­in­um,” segir hann. „Fjár­magn til rann­sókna er af mjög skornum skammti.” Um sé að ræða stór­kost­legt hags­muna­mál fyrir fram­tíð íslenskrar þjóð­ar. Engin þjóð hafi náð að halda í við sam­keppni eða auka vel­ferð án mennt­un­ar.

„Ég held að þetta sé stærsta mál sem þarf að takast á við næsta ára­tug­inn hér á Íslandi. Það hefur eng­inn póli­tískur flokkur tekið mála­flokk­inn í for­gang, því mið­ur. Háskóla­fólk hefur líka þagað alltof leng­i,” segir Magn­ús. 

Mátt­lausir stjórn­mála­menn

Á síð­asta ári voru heild­ar­tekjur Háskóla Ísland um 17 millj­arðar og þar af voru beinar fjár­veit­ingar um 11,8 millj­arð­ar. Til að ná Norð­ur­lönd­unum þyrfti HÍ að afla sér um 38,5 millj­arða í tekjur og þar af þyrfti föst fjár­veit­ing að vera rúm­lega 26 millj­arðar í stað 11,8 í dag. 

„Vöxtur háskóla um allan heim er gíf­ur­leg­ur,” segir Magn­ús. „Skýr­ingar á þeim vexti er ekki að finna í fjölgun nem­enda, enda eru þessar tölur allar leið­réttar fyrir fjölda nema á hák­sól­a­stigi.  Þarna er um að ræða stór­auknar fjár­fest­ingar í háskóla­stig­inu, bæði til að auka gæði náms og stór­auka rann­sóknir og nýsköpun þess­ara lyk­il­stofnan í sam­fé­lag­in­u.”

Menntun virð­ist vera lít­ils metin í íslensku sam­fé­lagi, að mati Magn­úsar og segir hann háskóla­menntun og aðra starfs­menntun virð­ist sitja þar sér­stak­lega á hak­an­um. 

„Það er ekk­ert póli­tískt afl sem setur mennta, vís­inda og nýsjköp­un­ar­mál á odd­inn sem er mjög sér­kenni­legt. Ekki síst má nefna að hás­kól­fólk hefur setið og þagað um sinn mik­il­væga mála­flokk alltof lengi. Þessu þarf að breyta.”

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None