Tíu hugmyndir valdar í lokakeppni Gulleggsins 2016

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni á Íslandi, fer fram í níunda sinn. 100 manna rýnihópur valdi 10 hugmyndir úr 200 umsóknum.

Úr vinnusmiðju fyrir Gulleggið. Alls bárust um 200 hugmyndir í Gulleggið í ár.
Úr vinnusmiðju fyrir Gulleggið. Alls bárust um 200 hugmyndir í Gulleggið í ár.
Auglýsing

Tíu við­skipta­hug­myndir hafa verið valdar í úrslita­keppni Gul­leggs­ins í ár. 100 manna rýni­hópur skipuð konum til jafns við karla valdi úr um 200 umsókn­um. Tíu stiga­hæstu hug­mynd­irnar taka þátt í loka­keppn­inni. Þar kennir ýmissa grasa, allt frá þýð­ing­ar­lausnum, netsál­fræði­þjón­ustu til líf­rænna húð­vara og ferða­þjón­ustu. Til­kynnt verður um úrslit laug­ar­dag­inn 12. mars á loka­hófi í Háskól­anum í Reykja­vík.

Almenn­ingi gefst tæki­færi á að velja sitt upp­á­halds verk­efni á vef Kjarn­ans í aðdrag­anda loka­hófs­ins.

Í keppn­ina bár­ust um 200 hug­myndir og við­skipta­á­ætl­anir sem hafa sótt vinnu­smiðjur und­an­farna mán­uði þar sem teymin hafa hlotið leið­sögn og fræðslu til að móta hug­mynd­irnar svo þær stand­ist raun­hæfar og vand­aðar áætl­an­ir. Keppnin er haldin á vegum Icelandic Startups í sam­starfi við sam­starfs­há­skól­ana Háskól­ann í Reykja­vík, Háskóla Íslands og Lista­há­skóla Íslands.

Auglýsing

Gul­leggið er stærsta frum­kvöðla­keppni lands­ins og er haldin ár hvert. Aldrei hefur hlut­fall kvenna verið jafn hátt meðal umsókna í keppn­ina. 40 pró­sent hug­mynd­anna sem bár­ust Gul­legg­inu í ár voru skip­aðar kven­kyns leið­toga. Að und­an­förnu hefur verið gert nokkuð átak til að hvetja konur til þátt­töku í nýsköp­un, meðal ann­ars með verk­efni Vinnu­mála­stofn­unar og Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Í hópi tíu stiga­hæstu hug­mynd­anna eru 35 pró­sent kon­ur. Aðeins eitt teymi er ein­göngu skipað konum en fjögur eru ein­göngu skipuð körl­um. Helm­ingur tey­manna eru hins vegar skipuð blöndu af konum og körl­um.

Sé litið til háskól­anna þá eru flestir þátt­tak­endur í loka­keppni Gul­leggs­ins í ár í námi í Háskól­anum í Reykja­vík eða tæpur helm­ing­ur. Fimmt­ungur er í námi í Háskóla Íslands en tæp­lega 30 pró­sent þátt­tak­enda eru ekki tengdir háskóla.

Þetta er í níunda sinn sem Gul­leggið er haldið en sam­tals hafa um 2.200 hug­myndir borist í keppn­ina. Þar á meðal eru hug­myndir sem orðið hafa að fyr­ir­tækjum sem njóta vel­gengni. Má þar nefna Meniga, Radi­ant Games og Pink Iceland. 

Hug­mynd­irnar 10 sem keppa til úrslita í Gul­legg­inu 2016

  • Arkvit - Þróar þýð­ing­ar­ar­lausn sem not­ast við nýja algóritma sem ná 50% betri árangri en aðrar þýð­ing­ar­vélar

  • Gagn­leg Hugsun - Gagn­leg­hugs­un.is býður upp á sál­fræði­þjón­ustu á net­inu

  • Hring­borð - Hring­borð er app sem hvetur fólk til að hjálp­ast að í háskóla­námi

  • Icelandic Lava Show - Lif­andi rauð­gló­andi hraun­sýn­ing

  • Líf­vera – Meniga heils­unn­ar 

  • Pay Ana­lyt­ics - Hug­bún­aður sem lág­markar kostnað við að útrýma kyn­bundnum launa­mun

  • Platome líf­tækni –Að­ferð sem styður við fram­farir í stofn­frumu­rann­sóknum og lækn­is­fræði með blóð­flögum

  • Shortcut – Áfanga­staður þinn - Einum smelli nær

  • Tip­ster – Fyrir þá sem vilja hagn­ast á íþrótta­veð­málum

  • Zeto – Líf­rænar húð­vörur úr þara­þykkni

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None