Menntakerfið sem undirbýr okkur ekki fyrir komandi samfélagsbreytingar

Auglýsing

Í fyrri pistli gerð ég grein fyrir sýn minni um þær miklu sam­fé­lags­breyt­ingar sem munu eiga sér stað á næstu 15-30 árum í heim­in­um. Í stuttu máli fjall­aði greinin um hvernig áður óséður hraði í tækni­þróun mun hafa áhrif á störf. Ákveðin störf munu hverfa en önnur koma í stað­inn.

Ég velti því fyrir mér hvernig heim­ur­inn, Ísland þar með talið, er und­ir­búið fyrir þessar breyt­ing­ar. Sann­ar­lega mun þró­unin taka mið af þeirri þekk­ingu sem er aðgengi­leg hverju sinni. Tæknin er hins vegar þess eðlis að fáir ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki geta haft stór­kost­leg áhrif fyrir til­stilli tækn­innar og inter­nets­ins sem dreifi­leið­ar. Spurn­ingin er því: Hvernig getur Ísland sem þjóð verið virkur þátt­tak­andi í þessum breyt­ing­um?

Auglýsing

Þekk­ing­ar­sköpun fer fram í skóla­kerf­inu og fyr­ir­tækj­um. Í stórum dráttum er skóla­kerfið und­an­fari hennar í fyr­ir­tækj­um. Þekk­ing­ar­myndun á Íslandi er hins vegar í ákveð­inni hættu, sér­stak­lega ef við horfum á stóru mynd­ina og berum okkur saman við önnur lönd.

Ísland er með lægra mennt­un­ar­hlut­fall en æski­legt er

Ein­ungis 33% Íslend­inga  á aldr­inum 25-64 ára hafa lokið fram­halds­skóla­prófi og 25% hafa lokið háskóla­prófi (diploma eða BA/BS). Við erum tals­verðir eft­ir­bát­ar OECD landa hvað varðar útskrift úr fram­halds­skóla (40%) en erum rétt yfir með­al­tali hvað háskóla­menntun varðar (24%).  Stóra áhyggju­efnið er klár­lega brott­fall úr fram­halds­skól­um. Eitt rétt skref, að mínu mati, var að stytta námið í 3 ár. Sam­hliða því þarf að sinna fjöl­breyttum þörfum þeirra sem hefja fram­halds­skóla, því eitt­hvað er aug­ljós­lega ekki að virka. Sér­stakar áhyggjur hef ég af körlum, bæði á fram­halds­skóla- og háskóla­stigi, en hlut­fall þeirra er tals­vert hærra en kvenna sem lýkur ekki námi, brott­fall íslenskra karla er rúm­lega30%* í fram­halds­skóla– og 59% í háskóla­námi. Þjóð­fé­lags­legum áhrifum mik­ils brott­falls nem­enda þarf vart að lýsa. Ein skýrsla segir kostnað sam­fé­lags­ins við einn brott­fall­inn nem­enda úr fram­halds­skóla nema 14 millj­ón­um.

Ein­ungis 54% Íslend­inga sem hefja háskóla­nám ljúka því. Við erum rétt fyrir ofan með­al­tal OECD landa. Er það ásætt­an­legt?

*Erfitt er að nálg­ast nýlegar brott­falls­töl­ur, en fyrir um 14 árum var hlut­fallið rúm­lega 30%. Ég geri hér ráð fyrir að hlut­fallið hafi staðið í stað.

Fram­lög til mennta­mála hafa stór­lega dreg­ist saman

Ísland leggur auk­in­heldur lægra fjár­magn hlut­falls­lega í háskóla­menntun heldur en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Sýnu verra er að það fjár­magn hefur farið minnk­andi. Ekk­ert OECD land að Ung­verja­landi und­an­skildu hefur minnkað hlut­falls­lega fjár­fest­ingu í háskóla­námi jafn mikið og Ísland.

oecd

Ég bjó í Sví­þjóð í fimm ár. Mér þótti undra­vert að upp­lifa þar for­gangs­röðun stjórn­valda til náms. Þar var hugsað 15-20 ár (4-5 kjör­tíma­bil) fram í tím­ann. Mennta­kerfið þar er rétt tæp­lega 100% fjár­magnað af rík­inu og skóla­gjöld lítil sem eng­in. Þó eru gerðar miklar kröfur til þeirra nem­enda sem kom­ast inn í háskóla og er þar miðað við ein­kunnir úr sam­ræmdum prófum úr mennta­skóla. Bestu / vin­sæl­ustu háskól­arnir velja nem­endur með hæstu ein­kunn­irnar og ekki allir kom­ast inn þangað sem þeir kjósa helst. Ein­ungis um 70% þeirra sem sækja um háskóla­nám kom­ast í námið (bls. 29 í skýrslu UHR). 

Nem­endur flytja gjarnan lands­horna á milli til að kom­ast í það nám sem þau kjósa helst. Það sem mér fannst þó ein­stakt var hvernig ríkið for­gangs­raðar (og þar með aðgangs­stýrir að hluta) námi og náms­að­gengi. Sjái ríkið fram á skort af sál­fræð­ingum eftir 15 ár, er fleirum hleypt í það nám. Ef offram­boð er af verk­fræð­ingum er skrúfað meira fyrir aðgang­inn. Með öðrum orð­um, ekki hver sem er getur gert hvað sem er þegar kemur að náms­vali. Nið­ur­staðan er mikil sam­keppni milli háskóla um bestu nem­end­urna og jafn­vægi í aðgangi atvinnu­lífs­ins og hins opin­bera að færu starfs­fólki á hverjum tíma. Ég er hlynntur sem mestu frjáls­ræði fyrir þegna hvers lands. Ég kann líka að meta stefnu­mörkun hins opin­bera í fram­kvæmd sem virk­ar. Ef hið opin­bera væri fram­sýnna, líkt og ég upp­lifði í Sví­þjóð, hefði Ísland tæki­færi á að vera a.m.k. á öld­unni (ekki einu sinni á undan henni) en ekki siglandi í kjöl­far­inu þegar kemur að fram­leiða hæft starfs­fólk til fram­tíð­ar, þ.e. að und­ir­búa sam­fé­lagið fyrir kom­andi breyt­ing­ar. Að vera á undan kúrf­unni, en ekki bregð­ast við ef / og þegar til­tekna hæfi­leika skortir í atvinnu­líf­inu.

Tvennt þarf: Meiri fjár­mögnun og stefnu­mótun sem virkar í fram­kvæmd

Til efl­ingar þarf tvennt. Ann­ars vegar kröft­ugri fjár­mögnun hins opin­bera, en þar hafa stjórn­völd því miður staðið sig illa sl. ár eins og ofan­greind mynd frá OECD ber með sér. Aðstæður hafa verið óvenju­legar í íslensku efna­hags­kerfi, það þekkja all­ir. Stjórn­völd þurfa jú að for­gangs­raða, því ekki er hægt að gera allt. Hér þarf ein­fald­lega að huga að því að miklar sam­fé­lags­breyt­ingar munu eiga sér stað á næstu 20 árum fyrir til­stilli tækni­fram­þró­un­ar. Til að Ísland verði enn sam­keppn­is­hæf­ara í alþjóð­legu sam­hengi þarf mark­vissa stefnu­mörkun og hrinda henni í fram­kvæmd af hálfu hins opin­bera. Það er hitt atriðið sem stjórn­völd þurfa að hysja upp um sig bux­urnar með.

internet-de-las-cosas-telefonica

Átta stjórn­völd sig á þeim sam­fé­lags­breyt­ingum sem framundan eru? Ef svo, hvernig kjósa þau að styrkja og efla þá þekk­ingu sem fram­tíð­ar­starfs­fólk þarf yfir að búa? Viljum við byggja hag­kerfið upp af útflutn­ingi orku í formi málma og þjón­ustu­störfum fyr­ir? Báðir geirar eru „low marg­in“ geir­ar, þ.e. verð­mætin sem sitja eftir þegar búið er að greiða allan kostn­að, eru tak­mörk­uð. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er eins og hann er, auð­lindin er tak­mörk­uð, fram­legðin mik­il, en situr ekki eftir hjá lands­mönn­um, nema að tak­mörk­uðu leyti. Allir þrír geirar eiga það líka sam­eig­in­legt að vera ekki mjög skal­an­leg­ir. Með því á ég við að til að auka tekjur þarf að kosta tals­verðu til. Kostn­aður eykst bara aðeins minna sem nemur tekj­un­um. Alþjóða­geir­inn er að jafn­aði öðrum kostum búinn. Fyr­ir­tæki eru all­flest afar skal­an­leg, þar sem kostn­aður við fram­leiddan hug­búnað er nán­ast sá sami hvort heldur selt er eitt ein­tak eða tíu þús­und. Ég er auð­vitað með­vit­aður um að þessi fram­setn­ing er ein­föld, en ég set þetta svona fram til að sýna mögu­leik­ana sem alþjóða­geir­inn hefur fyrir íslensk fyr­ir­tæki.

  • Hvernig sjá stjórn­völd fyrir sér að mennta Íslend­inga á næstu ára­tugum með þarfir alþjóða­sam­fé­lags­ins að leið­ar­ljósi?
  • Hvernig vilja stjórn­völd bjóða erlenda sér­fræð­inga vel­komna að starfa hér og búa til og skilja eftir þekk­ingu á til­teknum svið­um?
  • Telja stjórn­völd sig yfir höfuð geta haft áhrif á hvert Ísland stefnir í fram­lagi þekk­ingar og auk­inna við­skipta í alþjóða­sam­fé­lag­inu?
  • Eða horfa stjórn­völd svo á að Ísland sé á góðri leið og lítið þurfi að bæta?

Eitt er allt­ént ljóst. Fram­lag hins opin­bera til háskóla­sam­fé­lags­ins þarf að auka. Án mennt­aðrar þjóðar sem stendur sig vel í alþjóð­legri sam­keppni, mennta­lega frá vís­inda­legu sjón­ar­horni, sam­keppn­is­lega séð út frá vinnu­afli og kröft­ugum fyr­ir­tækjum og þjóð­fé­lags­lega út frá lífs­gæð­um, verður erfitt að byggja upp sam­fé­lag sem heldur áfram að vaxa í gæðum í alþjóð­legum sam­an­burði. Allar þjóðir heims­ins glíma við þessar áskor­an­ir. Það er þó mitt mat að til lengri tíma höfum við margt til að geta staðið okkur hlut­falls­lega betur til lengri tíma en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Fjár­magn, stefnu­mörkum og geta til inn­leið­ingar er það sem þarf.

Menntuð sam­fé­lög standa sig best í flestu sam­hengi, hvort heldur það eru efna­hags­legir eða félags­legir mæli­kvarðar sem nýttir eru til sam­an­burð­ar. Ísland er vant því að (og vill gjarn­an) sjá nafn sitt ofar­lega á lista um það sem skiptir það máli. Þess vegna er til­tölu­lega lágt mennt­un­ar­hlut­fall og hátt brott­fall úr námi Íslend­inga á fram­halds­skóla- og háskóla­stigi mikið áhyggju­efni.

teacher

Það er kom­inn tími á að stjórn­völd for­gangsraði til fram­tíð­ar. Af ein­skærum ásetn­ingi. Mér finnst nei­kvæði sam­an­burð­ur­inn við OECD slá­andi. Mér finnst líka for­gangs­röðun á borð við Sví­þjóðar afskap­lega áhuga­verð og til fyr­ir­mynd­ar. Sam­keppn­is­hæft, opin­bert (há)­skóla­kerfi með lang­tíma­sýn á þarfir atvinnu­lífs og þjóð­ar.

Ég óska þess að við sem þjóð berum gæfu til þess að kjósa yfir okkur ein­stak­linga og stjórn­mála­flokka sem raun­veru­lega skilja í hverju hags­munir þjóð­ar­innar til lengri tíma snú­ast um.

Í næsta pistli mun ég svo beina sjónum mínum að alþjóða­geir­an­um.Höf­undur er for­svars­maður nýsköp­unar hjá Arion banka. Greinin birt­ist einnig á vef­svæði hans

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None