Aðildarumsóknin og samskipti við Evrópusambandið

Sigurður Ingi Jóhannsson er forsætisráðherra Íslands og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson er forsætisráðherra Íslands og formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Í sam­an­tekt hér í Kjarn­anum um helg­ina eru tínd til nokkur mál er rit­stjórn Kjarn­ans telur vera afleiki rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks. Þar með er reynt að leita skýr­ingar á því af hverju stjórnin nýtur ekki meira fylgis í aðdrag­anda kosn­inga  þó að á ,,… Íslandi ríkir efna­hags­leg vel­sæld um þessar mund­ir,“ eins og segir í sam­an­tekt­inni. Óhætt er að segja að fleiri undrist það en rit­stjórn Kjarn­ans.

Eitt atriði er tínt til sem mér finnst að les­endur Kjarn­ans eigi skilið að fá betri útlistun á. Það lítur að afdrifum ESB umsókn­ar­innar sem síð­asta rík­is­stjórn hrinti af stað. Það vekur reyndar eft­ir­tekt að í sam­bæri­legri sam­an­tekt rit­stjórnar Kjarn­ans á afleikjum vinstri stjórn­ar­innar 2009-2013 telst umsóknin ekki til afleikja! Og er þó öllum full­ljóst að hún telst nú til mestu svika sem kjós­endur Vinstri hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs hafa orðið að þola. Það er rakið með skýrum hætti í nýrri bók Jóns Torfa­son­ar, Villi­kett­irnir og veg­ferð VG: Frá vænt­ingum til von­brigða. VG lof­aði kjós­endum sínum að ekki yrði sótt um aðild að ESB og stóð svo að aðild­ar­við­ræðum strax eftir kosn­ing­ar. Skýr­ari verða svikin varla. Og svo virð­ist reyndar sem VG sé nú þegar komið í við­ræður um myndun nýrrar stjórn­ar; fróð­legt verður að vita hvort VG gerir grein fyrir stefnu sinni gagn­vart ESB fyrir kosn­ing­ar, eða hvort það verður látið bíða betri tíma. Og svo öllu sé til haga hald­ið, þá klufu þessi svik fyrir kosn­ing­arnar 2009 þjóð­ina í herðar nið­ur. Á að end­ur­taka þann leik með "Reykja­vík­ur­stjórn­inni" 2016?

Auglýsing

Hvað um það – við skulum rifja upp þau skila­boð sem ESB fékk frá rík­is­stjórn­inni sem tók við á vor­mán­uðum 2013:

  • að rík­is­stjórnin hygg­ist ekki end­ur­vekja aðild­ar­ferlið,

  • að skuld­bind­ingar fyrri rík­is­stjórnar í aðild­ar­ferli séu ekki lengur gildar í ljósi nýrrar stefnu,

  • að Ísland telj­ist ekki lengur umsókn­ar­ríki, og

  • óskað að ESB geri ráð­staf­anir sem taki mið af því.

  • Á sama tíma var áhersla lögð á að styrkja fram­kvæmd EES samn­ings­ins og nán­ara sam­starf við ESB á grunni hans. En af hverju kaus rík­is­stjórnin að enda aðild­ar­ferlið? Tínum til nokkur atriði:

  • Stefna beggja stjórn­ar­flokka var skýr fyrir kosn­ing­ar. Hag Íslands yrði best borgið utan ESB og að ekki skyldi haldið áfram í við­ræðum án þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

  • Nið­ur­staða stjórn­ar­sátt­mála er alveg skýr. Við­ræður í hlé og ekki fram­haldið án þjóð­ar­at­kvæð­is. Jafn­framt að úttekt yrði gerð á við­ræðum og stöð­unni innan ESB og þróun þess.

  • Fram­sókn­ar­menn hafa fylgt þess­ari stefnu í einu og öllu og staðið við það sem lofað var í kosn­inga­bar­átt­unni.

  • Það var ekk­ert sagt um það í okkar kosn­inga­bar­áttu að það ætti að kjósa á kjör­tíma­bil­inu.

Mik­il­vægt er að hafa í huga að á fundum for­sæt­is­ráð­herra með for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins og for­seta leið­toga­ráðs­ins í júlí 2013 var þessi nýja stefna útskýrð. Á þeim fundum kom skýrt fram að þessir tveir leið­togar stofn­ana ESB myndu fagna skýrri stefnu varð­andi aðild­ar­ferlið enda mátti öllum vera ljóst að það var komið í ógöngur og óásætt­an­legt að hafa málið í þeim far­vegi sem það var þegar rík­is­stjórnin tók við.   

Fjög­urra ára árang­urs­laust ferli

Það birt­ist skýrt í úttekt Hag­fræði­stofn­unar HÍ sem var kynnt 2014. Ekki verður annað séð af skýrsl­unni en að hún styðji við það að umsókn­ar­ferlið passi okkur ekki. Skýrslan stað­festir að ríki hafi notað ferlið til að beita okkur þving­unum í óskyldum mál­um. Engar lausnir voru á borð­inu eftir fjög­urra ára ferli í okkar helstu hags­muna­mál­um. Úttekt aðila vinnu­mark­að­ar­ins sem unnin var af Alþjóða­mála­stofnun HÍ sagði í raun sömu sögu þó að nálg­unin hafi verið önn­ur.

Það var því eðli­legt og sann­gjarnt gagn­vart ESB, aðild­ar­ríkjum þess og íslensku þjóð­inni að skýr­leiki ríkti í þessu máli á vakt þess­arar rík­is­stjórn­ar. Engin ástæða var til að halda lífi í ferli um aðild að sam­bandi sem engin vissa er fyrir hvernig muni þró­ast. Þessu til við­bótar blasir við að sjaldan hefur verið meiri óvissa um hverslags sam­band ESB verður innan fárra miss­era.

Stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins er skýr í þessum mála­flokki. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins og hafnar því aðild að sam­band­inu. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fagnar því að rík­is­stjórn undir for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins aft­ur­kall­aði aðild­ar­um­sókn­ina að ESB. Flest­um, þó ekki öll­um, var ljóst að for­sendur þeirrar umsóknar voru brostn­ar.

Höf­undur er for­sæt­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None