Aðildarumsóknin og samskipti við Evrópusambandið

Sigurður Ingi Jóhannsson er forsætisráðherra Íslands og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson er forsætisráðherra Íslands og formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Í sam­an­tekt hér í Kjarn­anum um helg­ina eru tínd til nokkur mál er rit­stjórn Kjarn­ans telur vera afleiki rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks. Þar með er reynt að leita skýr­ingar á því af hverju stjórnin nýtur ekki meira fylgis í aðdrag­anda kosn­inga  þó að á ,,… Íslandi ríkir efna­hags­leg vel­sæld um þessar mund­ir,“ eins og segir í sam­an­tekt­inni. Óhætt er að segja að fleiri undrist það en rit­stjórn Kjarn­ans.

Eitt atriði er tínt til sem mér finnst að les­endur Kjarn­ans eigi skilið að fá betri útlistun á. Það lítur að afdrifum ESB umsókn­ar­innar sem síð­asta rík­is­stjórn hrinti af stað. Það vekur reyndar eft­ir­tekt að í sam­bæri­legri sam­an­tekt rit­stjórnar Kjarn­ans á afleikjum vinstri stjórn­ar­innar 2009-2013 telst umsóknin ekki til afleikja! Og er þó öllum full­ljóst að hún telst nú til mestu svika sem kjós­endur Vinstri hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs hafa orðið að þola. Það er rakið með skýrum hætti í nýrri bók Jóns Torfa­son­ar, Villi­kett­irnir og veg­ferð VG: Frá vænt­ingum til von­brigða. VG lof­aði kjós­endum sínum að ekki yrði sótt um aðild að ESB og stóð svo að aðild­ar­við­ræðum strax eftir kosn­ing­ar. Skýr­ari verða svikin varla. Og svo virð­ist reyndar sem VG sé nú þegar komið í við­ræður um myndun nýrrar stjórn­ar; fróð­legt verður að vita hvort VG gerir grein fyrir stefnu sinni gagn­vart ESB fyrir kosn­ing­ar, eða hvort það verður látið bíða betri tíma. Og svo öllu sé til haga hald­ið, þá klufu þessi svik fyrir kosn­ing­arnar 2009 þjóð­ina í herðar nið­ur. Á að end­ur­taka þann leik með "Reykja­vík­ur­stjórn­inni" 2016?

Auglýsing

Hvað um það – við skulum rifja upp þau skila­boð sem ESB fékk frá rík­is­stjórn­inni sem tók við á vor­mán­uðum 2013:

  • að rík­is­stjórnin hygg­ist ekki end­ur­vekja aðild­ar­ferlið,

  • að skuld­bind­ingar fyrri rík­is­stjórnar í aðild­ar­ferli séu ekki lengur gildar í ljósi nýrrar stefnu,

  • að Ísland telj­ist ekki lengur umsókn­ar­ríki, og

  • óskað að ESB geri ráð­staf­anir sem taki mið af því.

  • Á sama tíma var áhersla lögð á að styrkja fram­kvæmd EES samn­ings­ins og nán­ara sam­starf við ESB á grunni hans. En af hverju kaus rík­is­stjórnin að enda aðild­ar­ferlið? Tínum til nokkur atriði:

  • Stefna beggja stjórn­ar­flokka var skýr fyrir kosn­ing­ar. Hag Íslands yrði best borgið utan ESB og að ekki skyldi haldið áfram í við­ræðum án þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

  • Nið­ur­staða stjórn­ar­sátt­mála er alveg skýr. Við­ræður í hlé og ekki fram­haldið án þjóð­ar­at­kvæð­is. Jafn­framt að úttekt yrði gerð á við­ræðum og stöð­unni innan ESB og þróun þess.

  • Fram­sókn­ar­menn hafa fylgt þess­ari stefnu í einu og öllu og staðið við það sem lofað var í kosn­inga­bar­átt­unni.

  • Það var ekk­ert sagt um það í okkar kosn­inga­bar­áttu að það ætti að kjósa á kjör­tíma­bil­inu.

Mik­il­vægt er að hafa í huga að á fundum for­sæt­is­ráð­herra með for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins og for­seta leið­toga­ráðs­ins í júlí 2013 var þessi nýja stefna útskýrð. Á þeim fundum kom skýrt fram að þessir tveir leið­togar stofn­ana ESB myndu fagna skýrri stefnu varð­andi aðild­ar­ferlið enda mátti öllum vera ljóst að það var komið í ógöngur og óásætt­an­legt að hafa málið í þeim far­vegi sem það var þegar rík­is­stjórnin tók við.   

Fjög­urra ára árang­urs­laust ferli

Það birt­ist skýrt í úttekt Hag­fræði­stofn­unar HÍ sem var kynnt 2014. Ekki verður annað séð af skýrsl­unni en að hún styðji við það að umsókn­ar­ferlið passi okkur ekki. Skýrslan stað­festir að ríki hafi notað ferlið til að beita okkur þving­unum í óskyldum mál­um. Engar lausnir voru á borð­inu eftir fjög­urra ára ferli í okkar helstu hags­muna­mál­um. Úttekt aðila vinnu­mark­að­ar­ins sem unnin var af Alþjóða­mála­stofnun HÍ sagði í raun sömu sögu þó að nálg­unin hafi verið önn­ur.

Það var því eðli­legt og sann­gjarnt gagn­vart ESB, aðild­ar­ríkjum þess og íslensku þjóð­inni að skýr­leiki ríkti í þessu máli á vakt þess­arar rík­is­stjórn­ar. Engin ástæða var til að halda lífi í ferli um aðild að sam­bandi sem engin vissa er fyrir hvernig muni þró­ast. Þessu til við­bótar blasir við að sjaldan hefur verið meiri óvissa um hverslags sam­band ESB verður innan fárra miss­era.

Stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins er skýr í þessum mála­flokki. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins og hafnar því aðild að sam­band­inu. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fagnar því að rík­is­stjórn undir for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins aft­ur­kall­aði aðild­ar­um­sókn­ina að ESB. Flest­um, þó ekki öll­um, var ljóst að for­sendur þeirrar umsóknar voru brostn­ar.

Höf­undur er for­sæt­is­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None