Auglýsing

Þeg­ar þetta birt­ist eru von­andi tug­þús­undir kvenna að und­ir­búa sig undir að ganga út af heim­ilum og vinnu­stöðum og fylkja liði á Aust­ur­völl til að mót­mæla því órétt­læti að kyn­bund­inn ­launa­munur skuli enn vera til stað­ar. 41 ári eftir að íslenskar ­konur brutu blað með sam­bæri­legum aðgerð­um, og spurðu með­al­ ann­ars um það hvenær allir menn yrðu taldir menn, með söm­u ­störf og líka sömu laun. Ætli þær hafi grunað að 41 ári ­síðan yrði ennþá útlit fyrir að rúm­lega 50 ár yrðu í að það rætt­is­t? 

Það er hægt að taka fjölda­mörg dæmi úr rann­sóknum sem sýna launa­mun á milli kynja á Íslandi, bæði óleið­réttan launa­mun og þegar búið er að leið­rétta fyrir ýmsum breyt­u­m. Með­al­at­vinnu­tekjur kvenna eru 70,3% af með­al­at­vinnu­tekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að með­al­tali. 

Jafn­rétt­i á vinnu­mark­aði er eitt stærsta jafn­rétt­is­málið á Íslandi. Launa­jafn­rétti er for­senda þess að hægt sé að ná fram jafn­rétti á fleiri svið­um, til dæmis að hægt sé að bæta ­for­eldra­jafn­rétti á Íslandi. Ef við hættum að borga konum minna en körlum eru líkur á því að karlar hætti að sleppa ­fæð­ing­ar­or­lof­inu sem þeir eiga rétt á sam­kvæmt lög­um, en hafa í miklum mæli minnkað eða hætt alveg við að taka á und­an­förnum árum. Ef karlar verja meiri tíma með börn­unum sín­um græða allir og ef for­eldrar bera jafn­ari byrðar á heim­il­inu eru líka meiri líkur á því að konur þurfi ekki að vera í hluta­störfum eða vinna minna en karl­ar, sem hefur áhrif á bæð­i ó­leið­réttan og leið­réttan launa­mun. Þannig hefur launa­jafn­rétt­i ­mikil keðju­verkandi, jákvæð áhrif á allt sam­fé­lag­ið.

Auglýsing

Karl­ar, karlar alls stað­ar 

Til þess að jafn­rétti náist á vinnu­mark­aði þurfa líka allir að eiga sömu mögu­leika á fram­gangi í starfi. Kjarn­inn hefur reglu­lega tekið saman fjölda kvenna og karla í ýmsum stjórn­un­ar­stöð­um, og í stuttu máli er staðan á Íslandi árið 2016 þessi: 

Rík­is­stjórn­inni er stýrt af tveimur körlum og var lengst af á þessu kjör­tíma­bili, líkt og flestum öðrum kjör­tíma­bil­um, skipuð körlum að meiri­hluta til. For­seti Alþingis er karl, for­seti Íslands er karl. Karlar eru í meiri­hluta þing­manna, eins og alltaf hefur ver­ið, og útlit er fyrir að verði áfram eftir kosn­ing­arnar um helg­ina. 

Af 87 æðstu stjórn­endum fyr­ir­tækja í íslensku fjár­fest­inga- og fjár­mála­kerfi eru sex kon­ur, sam­kvæmt nýj­ustu úttekt Kjarn­ans. 81 karl, 6 kon­ur. Ein kona stýrir banka, ein spari­sjóði. Eina konan sem stýrði skráði félagi á mark­aði var látin fara úr því starfi fyrir skömmu, þannig að hver ein­asta fyr­ir­tæki sem er á mark­aði er með karl við stjórn­völ­inn. Ein kona stýr­ir lána­­­fyr­ir­tæki, tvær líf­eyr­is­­­sjóð­um, ein Fram­taks­­­sjóð­i Ís­lands. Sex konur eru stjórn­­­­­ar­­­for­­­menn í skráðum fyr­ir­tækjum og tíu karl­­­ar. Svo er for­­­stjóri Kaup­hall­­­ar­innar karl, það eru líka seðla­­­banka­­­stjóri, að­­­stoð­­­ar­­­seðla­­­banka­­­stjóri og aðal­­­hag­fræð­ingur Seðla­­­bank­ans. Og þrátt fyrir að lög séu í gildi um að hlut­­­föll hvors kyns í stjórnum fyr­ir­tækja með fleiri en 50 starfs­­­menn væri að minnsta kosti 40 pró­­­sent er það langt frá því að vera til­­­­­fellið. Af 982 stjórn­­­­­ar­­­mönnum í 270 stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins eru 665 karlar og 317 kon­­­ur. Það þýðir 32% konur og 68% karl­­­ar. 

Dæmi­­­gerður stjórn­­­­­ar­­­maður í íslensku atvinn­u­­­lífi er karl­­­maður á sex­tugs­aldri. 

Líkt og ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu er líka munur á tekjum karla og kvenna í stjórn­enda­stöð­um. Þetta sést til að mynda á tekju­blöð­um Frjálsrar versl­unar, sem sýndi í sumar að ekki sé nóg með að karlar séu miklu fleiri í stjórn­un­ar­stöðum heldur hafa þeir miklu hærri tekj­ur. Úttektin er auð­vitað ekki tæm­andi, en tekur samt saman laun 450 for­stjóra fyr­ir­tækja á Ísland­i. Þar af voru 376 karlar og 74 kon­­ur. Kon­­urnar höfðu að með­­al­tali 1.423 þús­und krónur í laun á meðan karlar höfðu að með­­al­tali 2.238 þús­und krónur á mán­uði. Það þýðir að kon­­urnar höfðu að með­­al­tali tæp­­lega 64 pró­­sent af með­­al­­launum karl­anna. Kven­kyns milli­stjórn­endur höfðu um 74% af launum karl­anna. 

Þá erum við ekki einu sinni farin að ræða það að konur sinna lág­launa­störfum í mjög miklum mæli, þrátt fyrir sam­fé­lags­legt mik­il­vægi margra þeirra starfa. 

Ábyrgð þeirra sem geta breytt

Af hverju er eins og það sé lög­mál að karlar stjórni pen­ingum á Íslandi? Átta árum eftir að karlar meira og minna settu allt á hlið­ina, eru þeir við stjórn­völ­inn. Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, sem sýsla með pen­inga okkar allra, eru að miklu leyti í höndum karla. Þessir sjóðir ráða mjög miklu, og gætu ef þeir vildu komið miklum breyt­ingum til leiðar í jafn­rétt­is­mál­um. En það hefur ekki verið til­fellið. Karlar skipa karla í stjórn­un­ar­stöð­ur, í stjórnir og svo fram­vegis – bestu stöð­urnar og bestu laun­in. Þetta hefur svo smit­un­ar­á­hrif, og karlastemn­ingin gerir konum sem þó kom­ast áfram erf­ið­ara fyr­ir. 

Launa­mis­rétti er kerf­is­lægur vandi, og honum verður ekki útrýmt nema með kerf­is­bundnum aðgerð­um. Það er ekki nóg að stofn­anir og fyr­ir­tæki sýni lit með því að hleypa kon­unum á vinnu­staðnum á Aust­ur­völl í dag. Hvernig væri að í stað þess að stjórn­endur þess­ara stofn­ana og fyr­ir­tækja tækju slíkar ákvarð­an­ir, eins og fjöl­margir hafa gert fyrir dag­inn í dag, myndu þeir taka ákvörðun um að ráð­ast að rót vand­ans og fara að borga fólki af báðum kynjum sömu laun? Hvernig væri að jafn­rétt­is­mál yrðu kosn­inga­mál, og allir flokkar tækju saman höndum til að breyta þessu? 

Af því að ég þarf að ganga út úr vinn­unni eftir nákvæm­lega klukku­tíma verður þessi leið­ari ekki mikið lengri, þótt af nógu sé að taka. Getum við sem sam­fé­lag farið að hunskast til að útrýma kyn­bundnum launa­mun. Ég set ekki spurn­inga­merki við þetta og ég ætla ekki að biðja vin­sam­lega. 

Helst vildi ég að við þyrftum aldrei aftur að halda þennan dag hátíð­leg­an. Það er kannski óraun­hæft, en tilhugs­unin um að allan starfs­feril minn og kvenna á mínum aldri verði launa­munur milli kynja stað­reynd er algjör­lega óbæri­leg. Ég neita að trúa því að við sættum okkur við það.  

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None