Lánasjóður íslenskra bjána...aftur!

Matthías Freyr Matthíasson.
Matthías Freyr Matthíasson.
Auglýsing

Þegar þú kemur heim eftir frí, fyrirgefiði ég ætla að byrja aftur þar sem námsmenn hafa ekki efni á að fara í frí (er ekki í lagi að vera með smá alhæfingar).

Þú opnar ísskápinn heima hjá þér og grípur mjólkurfernu og hellir úr fernunni á morgunverðardiskinn og út kemur kekkjótt og súr mjólk. Þú bölvar hugsanlega og tekur morgunverðardiskinn og tæmir hann, hendir innihaldinu í ruslið. Það er nefnilega þannig að það sem er súrt og kekkjótt, það er einfaldlega bara vont og vont verður ekkert betra þótt þú takir mjólkurfernuna, málir hana og breytir dagsetningunni og reynir að ljúga að sjálfum þér að nú sértu kominn með nýtt og betra og ósúrara (nýtt orð?) innihald.

Það er það sem hæstvirtur menntamálaráðherra herra Illugi Gunnarsson hefur samt gert með LÍN. Eins og ég lýsti í grein hér á Kjarnanum fyrir nokkrum vikum síðan, þá er LÍN ónýtt apparat og það sem þyrfti að gera væri að búta þetta dæmi niður í öreindir og byggja eitthvað nýtt á grunninum.

Auglýsing

Illugi birtist í fjölmiðlum fyrir tæpri viku með atburðarás sem  virtist vera hönnuð af almannatengslafyrirtæki því allstaðar voru fréttir þess efnis að nú væri svo sannarlega verið að gera eitthvað frábært fyrir nemendur og viðskiptavini LÍN. Fólk myndi fá styrk mánaðarlega sem í heildina hljóðaði upp á margar milljónir og mátti skilja af framsetningunni að nú gætu sko námsmenn farið að græða á daginn og grilla á kvöldin. (hvergi í þessum fréttum var að finna sjálfan lagatextann eða tilvísun í hann, svo ekki var hægt að fact-tékka fullyrðingarnar)

Ég hélt við þessar fréttir að Illugi hefði lesið greinina mína og ákveðið að fara að tillögum mínum. En er það virkilega svo? Það skal tekið fram að við hlustun vel framreiddra frétta þá hljómaði þetta ekki illa. Það væri kominn styrkur og fleira í þeim dúr. En þegar frumvarpið kemur fram hófst svo lesturinn og það verður að segjast eins og er að LÍN er enn nákvæmlega jafn súrt fyrirbrigði og áður, ef ekki enn súrara!

Nokkrir punktar úr þessu frumvarpi sem eru ámælisverðir.

·         Búið er að setja hámark á hversu hátt lán er hægt er að fá, án þess að taka tillit til þess hvernig fjölskylduaðstæðum er háttað eða hver kostnaður er við skólagjöld.

·         Vextir verða hækkaðir og sagt er að þeir séu samt lægri en á hinum Norðurlöndunum. Samt er það svo að aðrir Norðurlandabúar búa ekki við þá staðreynd að lánin þeirra hækki þrátt fyrir afborganir líkt og við Íslendingarnir, þar sem lánin eru verðtryggð.

·         Styrkurinn svokallaði er tekjuskattskyldur.

·         Samkvæmt frumvarpinu á að fækka einingum sem lánað er fyrir.

·         Styttur verður hámarksnámstími úr 8 árum niður í 7 ár.

·         Enn er til staðar tenging við bankana. Námsmenn þurfa enn að leita á náðir bankastofnana eða annara til þess að lifa námið af. Þetta á jafnt við framfærslu sem og styrkinn svonefnda.

·         Framfærslan er enn skelfilega lág og ekki í neinu samræmi við raunveruleika flestra nemenda á Íslandi.

·         Samkv. frumvarpinu hefst endurgreiðsla fyrr en hefur verið og verða afborganir jafngreiðslur, sem þýðir að tekjutenging er afnumin.  Útreikningar í frumvarpinu gera ráð fyrir að eftir útskrift með MA gráðu sé viðkomandi með 500.000 í laun. Það þætti mér gaman að sjá að væri raunveruleikinn.

·     Með þessu nýja frumvarpi á að gera hlutina þannig að nýtt skuldabréf myndast  við hverja útborgun. Sem þýðir að 180 ECTS eininga nám skilar 6 skuldabréfum og við lokun hvers skuldabréf byrja vextir að tikka inn á það.

Mér finnst afskaplega sérstakt svo ég grípi ekki sterkar til orða að sjá forsvarsmenn stúdenta koma fram, jafnvel áður en frumvarpinu var dreift, og fagna þessu framtaki Illuga. Þetta frumvarp og þessar breytingar eru ekki til hagsbóta fyrir námsmenn. Það fullyrði ég.

Best væri að byrja á því að hækka framfærsluna og loka á þessa tengingu við bankana. Þegar það er búið og gert, þá er hægt að fara að vinna með hluti eins og styrki og einingafjölda og svo framvegis.

Mjólkin er enn jafn súr. Vont er alltaf vont. Gerum það sem er gott.

Höfundur er stjórnarmaður í Bjartri framtíð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None