Lánasjóður íslenskra bjána...aftur!

Matthías Freyr Matthíasson.
Matthías Freyr Matthíasson.
Auglýsing

Þegar þú kemur heim eftir frí, fyr­ir­gef­iði ég ætla að byrj­a aftur þar sem náms­menn hafa ekki efni á að fara í frí (er ekki í lagi að ver­a ­með smá alhæf­ing­ar).

Þú opnar ísskáp­inn heima hjá þér og grípur mjólk­ur­fernu og hellir úr fern­unni á morg­un­verð­ar­diskinn og út kemur kekkj­ótt og súr mjólk. Þú ­bölvar hugs­an­lega og tekur morg­un­verð­ar­diskinn og tæmir hann, hend­ir inni­hald­inu í ruslið. Það er nefni­lega þannig að það sem er súrt og kekkj­ótt, það er ein­fald­lega bara vont og vont verður ekk­ert betra þótt þú takir mjólk­ur­fern­una, ­málir hana og breytir dag­setn­ing­unni og reynir að ljúga að sjálfum þér að nú ­sértu kom­inn með nýtt og betra og ósúr­ara (nýtt orð?) inni­hald.

Það er það sem hæst­virtur mennta­mála­ráð­herra herra Ill­ug­i G­unn­ars­son hefur samt gert með LÍN. Eins og ég lýsti í grein hér á Kjarn­an­um ­fyrir nokkrum vikum síð­an, þá er LÍN ónýtt apparat og það sem þyrfti að ger­a væri að búta þetta dæmi niður í öreindir og byggja eitt­hvað nýtt á grunn­in­um.

Auglýsing

Ill­ugi birt­ist í fjöl­miðlum fyrir tæpri viku með atburða­r­ás ­sem  virt­ist vera hönnuð af almanna­tengsla­fyr­ir­tæki því all­staðar voru fréttir þess efnis að nú væri svo sann­ar­lega verið að ger­a eitt­hvað frá­bært fyrir nem­endur og við­skipta­vini LÍN. Fólk myndi fá styrk ­mán­að­ar­lega sem í heild­ina hljóð­aði upp á margar millj­ónir og mátti skilja af fram­setn­ing­unni að nú gætu sko náms­menn farið að græða á dag­inn og grilla á kvöld­in. (hvergi í þessum fréttum var að finna sjálfan laga­text­ann eða til­vís­un í hann, svo ekki var hægt að fact­-tékka full­yrð­ing­arn­ar)

Ég hélt við þessar fréttir að Ill­ugi hefði lesið grein­ina mína og ákveðið að fara að til­lögum mín­um. En er það virki­lega svo? Það skal ­tekið fram að við hlustun vel fram­reiddra frétta þá hljóm­aði þetta ekki illa. Það væri kom­inn styrkur og fleira í þeim dúr. En þegar frum­varpið kemur fram hóf­st svo lest­ur­inn og það verður að segj­ast eins og er að LÍN er enn nákvæm­lega jafn­ súrt fyr­ir­brigði og áður, ef ekki enn súr­ara!

Nokkrir punktar úr þessu frum­varpi sem eru ámæl­is­verð­ir.

·         Búið er að setja hámark á hversu hátt lán er hægt er að fá, án þess að taka til­lit til þess hvernig fjöl­skyldu­að­stæðum er háttað eða hver kostn­aður er við skóla­gjöld.

·         Vextir verða hækk­aðir og sagt er að þeir séu ­samt lægri en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Samt er það svo að aðrir Norð­ur­landa­bú­ar ­búa ekki við þá stað­reynd að lánin þeirra hækki þrátt fyrir afborg­anir líkt og við Íslend­ing­arn­ir, þar sem lánin eru verð­tryggð.

·         Styrk­ur­inn svo­kall­aði er tekju­skatt­skyld­ur.

·         Sam­kvæmt frum­varp­inu á að fækka ein­ingum sem lánað er fyr­ir.

·         Styttur verður hámarks­náms­tími úr 8 árum niður í 7 ár.

·         Enn er til staðar teng­ing við bank­ana. Náms­menn þurfa enn að leita á náðir banka­stofn­ana eða ann­ara til þess að lifa námið af. Þetta á jafnt við fram­færslu sem og styrk­inn svo­nefnda.

·         Fram­færslan er enn skelfi­lega lág og ekki í neinu sam­ræmi við raun­veru­leika flestra nem­enda á Íslandi.

·         Sam­kv. frum­varp­inu hefst end­ur­greiðsla fyrr en hefur verið og verða afborg­anir jafn­greiðsl­ur, sem þýðir að tekju­teng­ing er af­num­in.  Útreikn­ingar í frum­varp­inu ger­a ráð fyrir að eftir útskrift með MA gráðu sé við­kom­andi með 500.000 í laun. Það þætti mér gaman að sjá að væri raun­veru­leik­inn.

·     Með þessu nýja frum­varpi á að gera hlut­ina þannig að nýtt skulda­bréf myndast  við hverja útborg­un. Sem þýðir að 180 ECTS ein­inga nám skilar 6 skulda­bréfum og við lokun hvers skulda­bréf byrja vextir að tikka inn á það.

Mér finnst afskap­lega sér­stakt svo ég grípi ekki sterkar til­ orða að sjá for­svars­menn stúd­enta koma fram, jafn­vel áður en frum­varp­inu var dreift, og fagna þessu fram­taki Ill­uga. Þetta frum­varp og þessar breyt­ingar eru ekki til hags­bóta fyrir náms­menn. Það full­yrði ég.

Best væri að byrja á því að hækka fram­færsl­una og loka á þessa teng­ingu við bank­ana. Þegar það er búið og gert, þá er hægt að fara að vinna með hluti eins og styrki og ein­inga­fjölda og svo fram­veg­is.

Mjólkin er enn jafn súr. Vont er alltaf vont. Gerum það sem er gott.

Höf­undur er stjórn­ar­mað­ur í Bjartri fram­tíð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None