Lánasjóður íslenskra bjána...aftur!

Matthías Freyr Matthíasson.
Matthías Freyr Matthíasson.
Auglýsing

Þegar þú kemur heim eftir frí, fyr­ir­gef­iði ég ætla að byrj­a aftur þar sem náms­menn hafa ekki efni á að fara í frí (er ekki í lagi að ver­a ­með smá alhæf­ing­ar).

Þú opnar ísskáp­inn heima hjá þér og grípur mjólk­ur­fernu og hellir úr fern­unni á morg­un­verð­ar­diskinn og út kemur kekkj­ótt og súr mjólk. Þú ­bölvar hugs­an­lega og tekur morg­un­verð­ar­diskinn og tæmir hann, hend­ir inni­hald­inu í ruslið. Það er nefni­lega þannig að það sem er súrt og kekkj­ótt, það er ein­fald­lega bara vont og vont verður ekk­ert betra þótt þú takir mjólk­ur­fern­una, ­málir hana og breytir dag­setn­ing­unni og reynir að ljúga að sjálfum þér að nú ­sértu kom­inn með nýtt og betra og ósúr­ara (nýtt orð?) inni­hald.

Það er það sem hæst­virtur mennta­mála­ráð­herra herra Ill­ug­i G­unn­ars­son hefur samt gert með LÍN. Eins og ég lýsti í grein hér á Kjarn­an­um ­fyrir nokkrum vikum síð­an, þá er LÍN ónýtt apparat og það sem þyrfti að ger­a væri að búta þetta dæmi niður í öreindir og byggja eitt­hvað nýtt á grunn­in­um.

Auglýsing

Ill­ugi birt­ist í fjöl­miðlum fyrir tæpri viku með atburða­r­ás ­sem  virt­ist vera hönnuð af almanna­tengsla­fyr­ir­tæki því all­staðar voru fréttir þess efnis að nú væri svo sann­ar­lega verið að ger­a eitt­hvað frá­bært fyrir nem­endur og við­skipta­vini LÍN. Fólk myndi fá styrk ­mán­að­ar­lega sem í heild­ina hljóð­aði upp á margar millj­ónir og mátti skilja af fram­setn­ing­unni að nú gætu sko náms­menn farið að græða á dag­inn og grilla á kvöld­in. (hvergi í þessum fréttum var að finna sjálfan laga­text­ann eða til­vís­un í hann, svo ekki var hægt að fact­-tékka full­yrð­ing­arn­ar)

Ég hélt við þessar fréttir að Ill­ugi hefði lesið grein­ina mína og ákveðið að fara að til­lögum mín­um. En er það virki­lega svo? Það skal ­tekið fram að við hlustun vel fram­reiddra frétta þá hljóm­aði þetta ekki illa. Það væri kom­inn styrkur og fleira í þeim dúr. En þegar frum­varpið kemur fram hóf­st svo lest­ur­inn og það verður að segj­ast eins og er að LÍN er enn nákvæm­lega jafn­ súrt fyr­ir­brigði og áður, ef ekki enn súr­ara!

Nokkrir punktar úr þessu frum­varpi sem eru ámæl­is­verð­ir.

·         Búið er að setja hámark á hversu hátt lán er hægt er að fá, án þess að taka til­lit til þess hvernig fjöl­skyldu­að­stæðum er háttað eða hver kostn­aður er við skóla­gjöld.

·         Vextir verða hækk­aðir og sagt er að þeir séu ­samt lægri en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Samt er það svo að aðrir Norð­ur­landa­bú­ar ­búa ekki við þá stað­reynd að lánin þeirra hækki þrátt fyrir afborg­anir líkt og við Íslend­ing­arn­ir, þar sem lánin eru verð­tryggð.

·         Styrk­ur­inn svo­kall­aði er tekju­skatt­skyld­ur.

·         Sam­kvæmt frum­varp­inu á að fækka ein­ingum sem lánað er fyr­ir.

·         Styttur verður hámarks­náms­tími úr 8 árum niður í 7 ár.

·         Enn er til staðar teng­ing við bank­ana. Náms­menn þurfa enn að leita á náðir banka­stofn­ana eða ann­ara til þess að lifa námið af. Þetta á jafnt við fram­færslu sem og styrk­inn svo­nefnda.

·         Fram­færslan er enn skelfi­lega lág og ekki í neinu sam­ræmi við raun­veru­leika flestra nem­enda á Íslandi.

·         Sam­kv. frum­varp­inu hefst end­ur­greiðsla fyrr en hefur verið og verða afborg­anir jafn­greiðsl­ur, sem þýðir að tekju­teng­ing er af­num­in.  Útreikn­ingar í frum­varp­inu ger­a ráð fyrir að eftir útskrift með MA gráðu sé við­kom­andi með 500.000 í laun. Það þætti mér gaman að sjá að væri raun­veru­leik­inn.

·     Með þessu nýja frum­varpi á að gera hlut­ina þannig að nýtt skulda­bréf myndast  við hverja útborg­un. Sem þýðir að 180 ECTS ein­inga nám skilar 6 skulda­bréfum og við lokun hvers skulda­bréf byrja vextir að tikka inn á það.

Mér finnst afskap­lega sér­stakt svo ég grípi ekki sterkar til­ orða að sjá for­svars­menn stúd­enta koma fram, jafn­vel áður en frum­varp­inu var dreift, og fagna þessu fram­taki Ill­uga. Þetta frum­varp og þessar breyt­ingar eru ekki til hags­bóta fyrir náms­menn. Það full­yrði ég.

Best væri að byrja á því að hækka fram­færsl­una og loka á þessa teng­ingu við bank­ana. Þegar það er búið og gert, þá er hægt að fara að vinna með hluti eins og styrki og ein­inga­fjölda og svo fram­veg­is.

Mjólkin er enn jafn súr. Vont er alltaf vont. Gerum það sem er gott.

Höf­undur er stjórn­ar­mað­ur í Bjartri fram­tíð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None