Hælisleitendum frá öruggum löndum vísað úr landi fyrr

Frumvarp að breytingum á útlendingalögum gerir ráð fyrir að fólk sem er með tilhæfulausar hælisumsóknir og ekki talið í hættu verði sent úr landi eftir fyrsta stjórnsýslustig.

innanríkisráðuneytið
Auglýsing

Hægt verður að vísa hæl­is­leit­end­um, sem koma frá ríkjum sem þykja örugg og umsóknir þeirra metnar ber­sýni­lega til­hæfu­laus­ar, úr landi strax og Útlend­inga­stofnun hefur úrskurðað í málum þeirra. Þetta er meðal þess sem lagt er til í frum­varpi meiri­hluta alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar Alþingis um breyt­ingar á útlend­inga­lög­um. Frum­varp­inu er ætlað að bregð­ast við miklli fjölgun flótta­manna og hæl­is­leit­enda hér á land­i. 

Und­an­farin ár hefur fjöldi fólks frá ríkjum Balkanskag­ans sótt um hæli hér á landi. Þannig komu 42% allra hæl­is­um­sókna í fyrra frá þessum ríkj­um, og þar af voru Alban­íu­menn fjöl­mennast­ir, 30% allra hæl­is­leit­enda hér­lend­is. Ríki eins og Albanía eru hins vegar talin örugg ríki og nán­ast öllum umsóknum um hæli er hafn­að. 

Sam­kvæmt útlend­inga­lögum má ekki láta umsækj­endur um hæli eða vernd gegn ofsóknum yfir­gefa landið fyrr en ákvörðun í málum þeirra er end­an­leg. Þetta gildir þó ekki þegar efn­is­með­ferð umsóknar er synj­að, þegar hæl­is­um­sóknir eru komnar til með­ferðar í öðru landi eða þegar Útlend­inga­stofnun telur aug­ljóst að aðstæður séu ekki þannig að við­kom­andi sé flótta­maður eða hafi ástæðu til að ótt­ast ofsókn­ir. Við þessi skil­yrði má vísa fólki strax úr landi og það er við þennan kafla lag­anna sem til stendur að bæta við lið um fólk sem kemur frá öruggum upp­runa­ríkjum og er ekki talið vera flótta­menn. 

Auglýsing

Þessir ein­stak­lingar munu þó áfram geta kært úrskurði stofn­un­ar­innar til kæru­nefndar útlend­inga­mála, en þurfa að fara til síns heima og bíða nið­ur­stöðu það­an. 

Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, for­maður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar Alþing­is, segir að þetta sé þröngur hópur fólks sem breyt­ing­arnar taki til. Hæl­is­leit­enda­kerfið sé lítið og það sé ætlað fólki í neyð. „Við viljum að neyð­ar­kerfið sé fyrir þá sem eru í neyð.“ 

Hún segir að þegar heild­ar­end­ur­skoðun á útlend­inga­lög­um, sem nú er í umsagn­ar­ferli hjá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, verði orðin að lögum muni aðstæð­urnar breyt­ast. Þá verði auð­veld­ara fyrir fólk frá þessum ríkjum að sækja um dval­ar­leyfi hér­lend­is. Þessi laga­breyt­ing er því eins konar milli­leikur til að bregð­ast við miklum fjölda og álagi í kerf­inu. Nauð­syn­legt sé að hafa útlend­inga­lög í sífelldri end­ur­skoð­un, þannig sé það í nágranna­ríkjum okk­ar. 

Stækka kæru­nefnd útlend­inga­mála 

Einnig stendur til að fjölga nefnd­ar­mönnum í kæru­nefnd útlend­inga­mála úr þremur í sjö, og þar af verða tveir í fullu starfi við að úrskurða í kæru­mál­u­m. 

Kæru­nefnd út­lend­inga­mála er fremur ný, en hún hóf störf 1. jan­úar 2015. Hjörtur Bragi Sverr­is­son er for­maður nefnd­ar­innar og er í fullu ­starfi hjá nefnd­inni. Í byrjun síð­asta árs störf­uðu fjór­ir lög­fræð­ingar ásamt honum hjá nefnd­inni en þeim hefur þeg­ar verið fjölgað í sjö. Þá starfar einn rit­ari hjá nefnd­inn­i. Verði frum­varpið að lögum verður vara­for­maður nefnd­ar­inn­ar einnig í fullu starfi og for­maður og vara­for­maður munu geta úr­skurðað einir í ákveðnum mál­um. Með fleiri nefnd­ar­mönnum á að vera hægt að funda oft­ar, auk þess sem nefndin mun geta ­starfað í deild­um. 

Fjöld­i um­sókna um alþjóð­lega vernd á Íslandi tvö­fald­að­ist frá 2014 til 2015 og gert er ráð fyrir því að þessi fjölgun haldi áfram og yfir 600 manns muni sækja um hæli á Íslandi áður en árið 2016 er lið­ið. Kæru­nefnd útlend­inga­mála hefur ekki náð að halda í við mark­mið stjórn­valda um að máls­með­ferð­ar­tími sé ekki lengri en 90 dag­ar. „Brýnt er að brugð­ist verði strax við til að styrkja og hraða ­máls­með­ferð umsókna um alþjóð­lega vernd,“ segir í grein­ar­gerð með frum­varp­in­u. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None