Íslandspóstur tapaði 118 milljónum króna í fyrra

Pósturinn
Auglýsing

Íslands­póstur tap­aði 118 millj­ónum króna í fyrra. Það er mun meira tap en árið áður þegar fyr­ir­tæk­ið, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins og með einka­rétt á bréfa­pósti á Íslandi, tap­aði 34 millj­ónum króna. Rekstr­ar­tekjur Íslands­pósts juk­ust lít­il­lega á milli ára og voru 7,6 millj­arðar króna. 

Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, for­stjóri Íslands­pósts, segir fjár­hags­lega afkomu fyr­ir­tæk­is­ins vera aðra en stefnt hafi verið að. „Ástæður óásætt­an­legrar afkomu á síð­asta ári, líkt og árin á undan má rekja til fækk­unar bréfa í einka­rétti en magn þeirra hefur dreg­ist saman um 33% á síð­ustu fimm árum. Þá hef­ur dreifinet póst­þjón­ust­unnar stækkað um rúm 3,3% á sama tíma með fjölgun íbúða- og at­vinnu­hús­næðis sem leitt hefur til auk­ins kostn­að­ar. Á sama tíma hefur lög­bundin krafa um ­þjón­ustu hald­ist óbreytt en stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafa ítrekað vakið athygli stjórn­valda á ó­á­sætt­an­legri afkomu og fyr­ir­sjá­an­legum stig­vax­andi vanda póst­þjón­ust­unnar ef ekki verð­ur­ ­gripið til við­eig­andi ráð­staf­ana. Það er því fagn­að­ar­efni að inn­an­rík­is­ráð­herra hafi nú kynnt til um­sagnar drög að frum­varpi til nýrra laga um póst­þjón­ustu. Mik­il­vægt er að við setn­ingu nýrra laga liggi fyrir kostn­að­ar­mat á fjár­hags­legri byrði vegna alþjón­ustu. Þannig hefur lög­gjaf­inn ­mögu­leika á því að meta saman ann­ars vegar umfang þeirrar alþjón­ustu, sem hann ákveð­ur­, og hins vegar kostnað vegna henn­ar, en gera verður ráð fyrir því að fjár­veit­ing fyrir þeirri ­þjón­ustu verði tryggð úr rík­is­sjóði. Svig­rúm til þess að greiða niður þá þjón­ustu, eins og gert hefur verið með því að ganga á eigið fé Íslands­pósts og þar með eign rík­is­ins, er afar tak­mark­að en þess utan er slík nið­ur­greiðsla bæði ógagnsæ og ein versta birt­ing­ar­mynd á fjár­mögn­un op­in­berrar þjón­ustu sem hugs­ast get­ur.“ 

Hafa hækkað gjöldum allt að 26,4 pró­sent

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun árs að Póst- og fjar­skipta­stofnun hefði und­an­farna níu mán­uði heim­ilað Íslands­pósti að hækka gjöld sín um allt að 26,4 pró­sent. Síð­asta hækk­unin tók gildi um síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í gögnum sem Félag atvinnu­rek­endahefur tekið sam­an.

Auglýsing

Hækk­unin hefur verið á bil­inu 16,1 til 26,4 pró­sent. Mest hefur hún verið á svoköll­uðum magn­pósti B, póst­flokki sem fyr­ir­tæki nota til sam­skipta við við­skipta­vini sína. Sá póst­flokkur er jafn­framt sá sem er mest not­aður allra. Í frétt Félags atvinnu­rek­enda segir að ríf­legar hækk­anir póst­burð­ar­gjalda hefðu verið sam­þykktar í lok síð­asta árs þrátt fyrir að Póst- og fjar­skipta­stofnun hefði á sama tíma heim­ilað Íslands­pósti að draga veru­lega úr þjón­ustu sinni við dreif­býli og dreifa þar pósti aðeins annan hvern virkan dag. Sú breyt­ing mun taka gildi 1. mars næst­kom­andi, eða á morg­un.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None