Íslandspóstur tapaði 118 milljónum króna í fyrra

Pósturinn
Auglýsing

Íslands­póstur tap­aði 118 millj­ónum króna í fyrra. Það er mun meira tap en árið áður þegar fyr­ir­tæk­ið, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins og með einka­rétt á bréfa­pósti á Íslandi, tap­aði 34 millj­ónum króna. Rekstr­ar­tekjur Íslands­pósts juk­ust lít­il­lega á milli ára og voru 7,6 millj­arðar króna. 

Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, for­stjóri Íslands­pósts, segir fjár­hags­lega afkomu fyr­ir­tæk­is­ins vera aðra en stefnt hafi verið að. „Ástæður óásætt­an­legrar afkomu á síð­asta ári, líkt og árin á undan má rekja til fækk­unar bréfa í einka­rétti en magn þeirra hefur dreg­ist saman um 33% á síð­ustu fimm árum. Þá hef­ur dreifinet póst­þjón­ust­unnar stækkað um rúm 3,3% á sama tíma með fjölgun íbúða- og at­vinnu­hús­næðis sem leitt hefur til auk­ins kostn­að­ar. Á sama tíma hefur lög­bundin krafa um ­þjón­ustu hald­ist óbreytt en stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafa ítrekað vakið athygli stjórn­valda á ó­á­sætt­an­legri afkomu og fyr­ir­sjá­an­legum stig­vax­andi vanda póst­þjón­ust­unnar ef ekki verð­ur­ ­gripið til við­eig­andi ráð­staf­ana. Það er því fagn­að­ar­efni að inn­an­rík­is­ráð­herra hafi nú kynnt til um­sagnar drög að frum­varpi til nýrra laga um póst­þjón­ustu. Mik­il­vægt er að við setn­ingu nýrra laga liggi fyrir kostn­að­ar­mat á fjár­hags­legri byrði vegna alþjón­ustu. Þannig hefur lög­gjaf­inn ­mögu­leika á því að meta saman ann­ars vegar umfang þeirrar alþjón­ustu, sem hann ákveð­ur­, og hins vegar kostnað vegna henn­ar, en gera verður ráð fyrir því að fjár­veit­ing fyrir þeirri ­þjón­ustu verði tryggð úr rík­is­sjóði. Svig­rúm til þess að greiða niður þá þjón­ustu, eins og gert hefur verið með því að ganga á eigið fé Íslands­pósts og þar með eign rík­is­ins, er afar tak­mark­að en þess utan er slík nið­ur­greiðsla bæði ógagnsæ og ein versta birt­ing­ar­mynd á fjár­mögn­un op­in­berrar þjón­ustu sem hugs­ast get­ur.“ 

Hafa hækkað gjöldum allt að 26,4 pró­sent

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun árs að Póst- og fjar­skipta­stofnun hefði und­an­farna níu mán­uði heim­ilað Íslands­pósti að hækka gjöld sín um allt að 26,4 pró­sent. Síð­asta hækk­unin tók gildi um síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í gögnum sem Félag atvinnu­rek­endahefur tekið sam­an.

Auglýsing

Hækk­unin hefur verið á bil­inu 16,1 til 26,4 pró­sent. Mest hefur hún verið á svoköll­uðum magn­pósti B, póst­flokki sem fyr­ir­tæki nota til sam­skipta við við­skipta­vini sína. Sá póst­flokkur er jafn­framt sá sem er mest not­aður allra. Í frétt Félags atvinnu­rek­enda segir að ríf­legar hækk­anir póst­burð­ar­gjalda hefðu verið sam­þykktar í lok síð­asta árs þrátt fyrir að Póst- og fjar­skipta­stofnun hefði á sama tíma heim­ilað Íslands­pósti að draga veru­lega úr þjón­ustu sinni við dreif­býli og dreifa þar pósti aðeins annan hvern virkan dag. Sú breyt­ing mun taka gildi 1. mars næst­kom­andi, eða á morg­un.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None