Íslandspóstur tapaði 118 milljónum króna í fyrra

Pósturinn
Auglýsing

Íslands­póstur tap­aði 118 millj­ónum króna í fyrra. Það er mun meira tap en árið áður þegar fyr­ir­tæk­ið, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins og með einka­rétt á bréfa­pósti á Íslandi, tap­aði 34 millj­ónum króna. Rekstr­ar­tekjur Íslands­pósts juk­ust lít­il­lega á milli ára og voru 7,6 millj­arðar króna. 

Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, for­stjóri Íslands­pósts, segir fjár­hags­lega afkomu fyr­ir­tæk­is­ins vera aðra en stefnt hafi verið að. „Ástæður óásætt­an­legrar afkomu á síð­asta ári, líkt og árin á undan má rekja til fækk­unar bréfa í einka­rétti en magn þeirra hefur dreg­ist saman um 33% á síð­ustu fimm árum. Þá hef­ur dreifinet póst­þjón­ust­unnar stækkað um rúm 3,3% á sama tíma með fjölgun íbúða- og at­vinnu­hús­næðis sem leitt hefur til auk­ins kostn­að­ar. Á sama tíma hefur lög­bundin krafa um ­þjón­ustu hald­ist óbreytt en stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafa ítrekað vakið athygli stjórn­valda á ó­á­sætt­an­legri afkomu og fyr­ir­sjá­an­legum stig­vax­andi vanda póst­þjón­ust­unnar ef ekki verð­ur­ ­gripið til við­eig­andi ráð­staf­ana. Það er því fagn­að­ar­efni að inn­an­rík­is­ráð­herra hafi nú kynnt til um­sagnar drög að frum­varpi til nýrra laga um póst­þjón­ustu. Mik­il­vægt er að við setn­ingu nýrra laga liggi fyrir kostn­að­ar­mat á fjár­hags­legri byrði vegna alþjón­ustu. Þannig hefur lög­gjaf­inn ­mögu­leika á því að meta saman ann­ars vegar umfang þeirrar alþjón­ustu, sem hann ákveð­ur­, og hins vegar kostnað vegna henn­ar, en gera verður ráð fyrir því að fjár­veit­ing fyrir þeirri ­þjón­ustu verði tryggð úr rík­is­sjóði. Svig­rúm til þess að greiða niður þá þjón­ustu, eins og gert hefur verið með því að ganga á eigið fé Íslands­pósts og þar með eign rík­is­ins, er afar tak­mark­að en þess utan er slík nið­ur­greiðsla bæði ógagnsæ og ein versta birt­ing­ar­mynd á fjár­mögn­un op­in­berrar þjón­ustu sem hugs­ast get­ur.“ 

Hafa hækkað gjöldum allt að 26,4 pró­sent

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun árs að Póst- og fjar­skipta­stofnun hefði und­an­farna níu mán­uði heim­ilað Íslands­pósti að hækka gjöld sín um allt að 26,4 pró­sent. Síð­asta hækk­unin tók gildi um síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í gögnum sem Félag atvinnu­rek­endahefur tekið sam­an.

Auglýsing

Hækk­unin hefur verið á bil­inu 16,1 til 26,4 pró­sent. Mest hefur hún verið á svoköll­uðum magn­pósti B, póst­flokki sem fyr­ir­tæki nota til sam­skipta við við­skipta­vini sína. Sá póst­flokkur er jafn­framt sá sem er mest not­aður allra. Í frétt Félags atvinnu­rek­enda segir að ríf­legar hækk­anir póst­burð­ar­gjalda hefðu verið sam­þykktar í lok síð­asta árs þrátt fyrir að Póst- og fjar­skipta­stofnun hefði á sama tíma heim­ilað Íslands­pósti að draga veru­lega úr þjón­ustu sinni við dreif­býli og dreifa þar pósti aðeins annan hvern virkan dag. Sú breyt­ing mun taka gildi 1. mars næst­kom­andi, eða á morg­un.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None