Íslandspóstur tapaði 118 milljónum króna í fyrra

Pósturinn
Auglýsing

Íslands­póstur tap­aði 118 millj­ónum króna í fyrra. Það er mun meira tap en árið áður þegar fyr­ir­tæk­ið, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins og með einka­rétt á bréfa­pósti á Íslandi, tap­aði 34 millj­ónum króna. Rekstr­ar­tekjur Íslands­pósts juk­ust lít­il­lega á milli ára og voru 7,6 millj­arðar króna. 

Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, for­stjóri Íslands­pósts, segir fjár­hags­lega afkomu fyr­ir­tæk­is­ins vera aðra en stefnt hafi verið að. „Ástæður óásætt­an­legrar afkomu á síð­asta ári, líkt og árin á undan má rekja til fækk­unar bréfa í einka­rétti en magn þeirra hefur dreg­ist saman um 33% á síð­ustu fimm árum. Þá hef­ur dreifinet póst­þjón­ust­unnar stækkað um rúm 3,3% á sama tíma með fjölgun íbúða- og at­vinnu­hús­næðis sem leitt hefur til auk­ins kostn­að­ar. Á sama tíma hefur lög­bundin krafa um ­þjón­ustu hald­ist óbreytt en stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafa ítrekað vakið athygli stjórn­valda á ó­á­sætt­an­legri afkomu og fyr­ir­sjá­an­legum stig­vax­andi vanda póst­þjón­ust­unnar ef ekki verð­ur­ ­gripið til við­eig­andi ráð­staf­ana. Það er því fagn­að­ar­efni að inn­an­rík­is­ráð­herra hafi nú kynnt til um­sagnar drög að frum­varpi til nýrra laga um póst­þjón­ustu. Mik­il­vægt er að við setn­ingu nýrra laga liggi fyrir kostn­að­ar­mat á fjár­hags­legri byrði vegna alþjón­ustu. Þannig hefur lög­gjaf­inn ­mögu­leika á því að meta saman ann­ars vegar umfang þeirrar alþjón­ustu, sem hann ákveð­ur­, og hins vegar kostnað vegna henn­ar, en gera verður ráð fyrir því að fjár­veit­ing fyrir þeirri ­þjón­ustu verði tryggð úr rík­is­sjóði. Svig­rúm til þess að greiða niður þá þjón­ustu, eins og gert hefur verið með því að ganga á eigið fé Íslands­pósts og þar með eign rík­is­ins, er afar tak­mark­að en þess utan er slík nið­ur­greiðsla bæði ógagnsæ og ein versta birt­ing­ar­mynd á fjár­mögn­un op­in­berrar þjón­ustu sem hugs­ast get­ur.“ 

Hafa hækkað gjöldum allt að 26,4 pró­sent

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun árs að Póst- og fjar­skipta­stofnun hefði und­an­farna níu mán­uði heim­ilað Íslands­pósti að hækka gjöld sín um allt að 26,4 pró­sent. Síð­asta hækk­unin tók gildi um síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í gögnum sem Félag atvinnu­rek­endahefur tekið sam­an.

Auglýsing

Hækk­unin hefur verið á bil­inu 16,1 til 26,4 pró­sent. Mest hefur hún verið á svoköll­uðum magn­pósti B, póst­flokki sem fyr­ir­tæki nota til sam­skipta við við­skipta­vini sína. Sá póst­flokkur er jafn­framt sá sem er mest not­aður allra. Í frétt Félags atvinnu­rek­enda segir að ríf­legar hækk­anir póst­burð­ar­gjalda hefðu verið sam­þykktar í lok síð­asta árs þrátt fyrir að Póst- og fjar­skipta­stofnun hefði á sama tíma heim­ilað Íslands­pósti að draga veru­lega úr þjón­ustu sinni við dreif­býli og dreifa þar pósti aðeins annan hvern virkan dag. Sú breyt­ing mun taka gildi 1. mars næst­kom­andi, eða á morg­un.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári
Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.
Kjarninn 1. október 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None