Þrettán sagt upp hjá Símanum

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Auglýsing

Þrettán manns var sagt upp störfum í Símanum í morgun, en uppsagnirnar eru liður í hagræðingu og áherslubreytingum hjá fyrirtækinu. Þetta hefur Kjarninn fengið staðfest. Uppsagnirnar snúa að rekstri markaðs- og vefdeilda Símans, en verkefnum þessara deilda verður fækkað og önnur færast úr húsi, samkvæmt Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans. 

„Áherslubreytingin er gerð til að verja samkeppnishæfni Símans á markaði. Mikilvægt skref í þeirri vegferð er að rekstrarkostnaður lækki og boðleiðir innanhúss styttist,“ segir Gunnhildur í pósti til Kjarnans. 

„Síminn stofnaði vefþróunarteymi sitt árið 2013. Verkefni þess hafa verið ærin. Meðal annars hefur verið skipt um heimasíðu, þjónustuvefir einstaklinga og fyrirtækja orðið að mikilvægum þætti í þjónustu okkar og app að þjónustunni smíðað og gefið út. Einnig var þróað sjónvarpsapp fyrir fartölvur. Markaðsdeild Símans hefur vaxið og breyst með sameiningu Skjásins og Símans. Fjöldi verkefna hefur verið mismikill eftir árstíðum og þau breyst með sameiningunni. Ákvörðun um framvindu verkefna innan deildanna verður áfram innan Símans en framkvæmdin í höndum samstarfsaðila hverju sinni.“ 

Auglýsing

Áherslubreytingin er sögð gerð til að verja samkeppnishæfni fyrirtækisins á markaði. „Mikilvægt skref í þeirri vegferð er að rekstrarkostnaður lækki og boðleiðir innanhúss styttist.“

Önnur uppsögn Símans á árinu

Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í janúar og var hún frá Símanum, þegar 14 manns misstu vinnuna. Taka þær gildi á tímabilinu mars til maí. 

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun er enn verið að vinna úr tilkynningum sem bárust vegna hópuppsagna í febrúar og verða þær birtar á miðvikudag. 

Þegar atvinnurekendur hyggjast segja upp fjölda manns er ferlið þannig að fyrst er haft samráð við trúnaðarmenn og stéttarfélag. Upplýst er um hvað hægt er að gera til að lágmarka skaðann og í kjölfarið er fyllt út eyðublað um yfirvofandi hópuppsögn sem sent er til Vinnumálastofnunar fyrir þau mánaðarmót sem uppsagnirnar eiga að taka gildi. 

Ekki er búið að birta samantekt Vinnumálastofnunar um hópuppsagnir á síðasta ári. Árið 2014 var 279 manns sagt upp í fjöldauppsögnum, þar af 62 í upplýsinga- og útgáfugeiranum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None