Mynd um afhjúpun á kynferðisbrotum presta besta myndin á Óskarnum

spotlight
Auglýsing

Kvik­myndin Spotlight, sem leik­stýrt var af Tom McCart­hy, hlaut í nótt Ósk­arsverð­laun fyrir bestu kvik­mynd síð­asta árs. McCarthy og Josh Sin­ger hlutu einnig verð­launin fyrir besta frum­samda hand­rit. Mad Max: Fury Road hlaut flest verð­laun allra mynda, eða sex tals­ins, á hátíð­inni í nótt.  Eini Íslend­ing­ur­inn sem var til­nefndur til Óskar­verðs­launa, Jóhann Jóhanns­son, þurfti að eft­ir­láta sjálfum Ennio Morricone verð­launin fyrir bestu tón­list­ina. Morricone fékk verð­launin fyrir tón­list sína fyrir Tar­antin­o-­mynd­ina The Hateful Eight. Morricone er 87 ára gam­all og varð því elsti Ósk­arsverð­launa­hafi frá upp­hafi. 

Leon­ardo Di Caprio fékk loks Óskar fyrir hlut­verk sitt í The Reven­ant og Brie Lars­son hlaut verð­launin sem besta leik­kona í aðal­hlut­verki fyrir frammi­stöðu sína í Room. Alej­andro Gonzá­lez Iñár­ritu var val­inn besti leiks­stjór­inn annað árið í röð, í þetta sinn fyrir The Reven­ant. Hægt er að sjá yfir­lit yfir alla verð­launa­hafa neðst í frétt­inni.

Það þarf heilt þorp til að þagga niður

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um Spotlight í síð­asta mán­uði. Myndin segir sanna sögu rann­sókn­ar­blaða­mennskuteym­is­ins Spotlight hjá dag­blað­inu Boston Glo­be, sem afhjúpar gríð­ar­legt umfang kyn­ferð­is­brota innan kaþ­ólsku kirkj­unnar í Boston í Banda­ríkj­unum 2001 og 2002. Umfjöllun Spotlight leiddi til þess að kar­dinál­inn í Boston, Bern­ard Law, var fluttur til í starfi og kyn­ferð­is­brot 249 presta litu dags­ins ljós, eftir ára­tuga­langa þögg­un. Fjöldi þolenda sem kaþ­ólskir prestar höfðu níðst á, var yfir þús­und. Lang­flest fórn­ar­lömbin voru ungir drengir, en einnig stúlk­ur. 

Auglýsing

Myndin leyfir áhorf­endum að skyggn­ast inn í líf og aðstæður blaða­mann­anna sem vinna að mál­inu, og rit­stjórn­ar­innar allr­ar, og sýnir á grímu­lausan og raun­sæjan hátt hvernig sam­fé­lagið var orðið gegn­sýrt af spill­ingu og þöggun í kring um glæpi prest­anna. Vit­neskja um brotin var til staðar innan allra helstu inn­viða sam­fé­lags­ins; kirkj­unn­ar, skól­anna, dóms­kerf­is­ins og fjöl­miðl­anna sjálfra. 

Sögu­þráð­ur­inn er á vissan hátt keim­líkur þeim atburðum sem skóku íslenskt sam­fé­lag fyrir nokkrum árum þegar kyn­ferð­is­brot innan þjóð­kirkj­unn­ar, og síðar kaþ­ólsku kirkj­unnar og sér­trú­ar­safn­að­ar­ins Kross­ins, litu dags­ins ljós. 

Hægt er að lesa umfjöllun Kjarn­ans í heild sinni hér.

Óskar­verð­launa­haf­arnir í heild sinni:

Besta kvik­mynd: Spotlight

Besti leik­stjóri: Alej­andro Gonzá­lez Iñár­ritu - The Reven­ant

Besta leik­kona í aðal­hlut­verki: Brie Larson - Room

Besti leik­ari í aðal­hlut­verki: Leon­ardo di Caprio

Besta leik­kona í auka­hlut­verki: Alicia Vikander - The Dan­ish Girl

Besti leik­ari í auka­hlut­verki: Mark Ryland - Bridge of Spies

Besta kvik­myndin á öðru máli en ensku: Son of Saul/­Sonur Sauls - Ung­verja­land

Besta heim­ilda­mynd­in: Amy 

Besta frum­samda hand­rit: Tom McCarthy og Josh Sin­ger - Spotlight

Besta hand­rit byggt á öðru verki: Charles Randolph og Adam McKay - The Big Short

Besta hreyfi­myndin í fullri lengd: Inside Out

Besta kvik­mynda­taka: Emanuel Lubezki - The Reven­ant

Besta klipp­ing: Marg­aret Sixel - Mad Max: Fury Road

Besta tón­list: Ennio Morricone - The Hateful Eight

Besta lag­ið: Writ­ing's on the Wall e. Jimmy Napes og Sam Smith - Spectre

Besta stutt­mynd­in: Stutt­er­er/Sta­mar­inn

Besta stutta heim­ilda­mynd­in: A Girl in the River

Besta stutta hreyfi­mynd­in: Historia de un oso/­Bjarn­ar­saga

Bestu tækni­brell­ur: Andrew Whitehur­st, Paul Norris, Mark Ardington og Sara Benn­ett - Ex Machina

Besta hljóð­klipp­ing: Mark Mang­ini og David White - Mad Max: Fury Road

Besta hljóð­blönd­un: Chris Jenk­ins, Gregg Rudloff og Ben Osmo - Mad Max: Fury Road

Besta leik­mynd: Colin Gib­son og Lisa Thomp­son - Mad Max: Fury Road

Bestu bún­ing­ar: Jenny Bea­van - Mad Max: Fury Road

Besta förð­un/hár: Elka War­dega og Damian Martin - Mad Max: Fury Road

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None