Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi fjárfestingafélagsins Novator, er meðal ríkustu manna heimsins, samkvæmt nýjum lista Forbes, en auðæfi hans eru metin á 1,6 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur 208 milljörðum króna.
Björgólfur Thor er númer 1.121 á lista Forbes yfir ríkasta fólk heimsins. Hann fór hæst í 249. sæti árið 2007. Eignir Björgólfs Thors eru meðal annars í fjarskiptafélögunum Play í Póllandi og WOM í Chile, auk þess að eiga eignarhluti í félögunum Xantis Pharma og Allergan.
Björgólfur Thor var á barmi gjaldþrots eftir hrun fjármálakerfisins, og í persónulegum ábyrgðum fyrir tugmilljarðaskuldum, en tókst að semja við kröfuhafa sína, halda eignarhlutum í stórum fyrirtækjum, meðal annars Actavis, sem síðan hefur sameinast öðrum félögum og stækkað, og þannig ná vopnum sínum á nýjan leik.

Auglýsing
Styrkir þú Kjarnann?
Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.
Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar