Oddný Harðardóttir segir Ásmund hafa hoppað á vagn sem Donald Trump keyrir.
Oddný Harðardóttir segir Ásmund hafa hoppað á vagn sem Donald Trump keyrir.
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, elur á ótta fólks við inn­flytj­endur „og hoppar á vagn popúlist­ar bæði í Evr­ópu og for­seta­fram­bjóð­and­inn Don­ald Trump í Banda­ríkj­unum keyra.“ Þetta sagði Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á þingi í dag. Hún spurði Eygló Harð­ar­dóttur félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra um ummælin sem Ásmundur lét falla á þingi í gær. Þá sagð­ist hann meðal ann­ars vilja skoða að snúa flótta­mönnum og hæl­is­leit­endum við „til síns heima“ á flug­vell­inum í Kefla­vík, og að end­ur­skoða ætti opin landa­mæri lands­ins. 

Eygló svar­aði því til að hún væri mik­ill stuðn­ings­maður EES og væri ekki þeirrar skoð­unar að Ísland ætti að ganga úr Schengen eða fara að taka upp vega­bréfa­eft­ir­lit. „Ég tel að það sé mjög mik­il­vægt að við gerum okkar sem full­valda þjóð, öxlum okkar ábyrgð. Tökum á móti flótta­mönnum í sam­ræmi við okkar alþjóð­legu skyldur og gerum það eins vel og við mögu­lega get­u­m.“ 

Hún sagði að Ísland ætti að taka á móti kvótaflótta­mönn­um, það hefði alltaf verið hennar stefna, og að um leið og allur flótta­manna­hóp­ur­inn frá Sýr­landi sem átti að koma í byrjun árs væri kom­inn til lands­ins yrði óskað eftir frek­ari gögnum frá Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna um mót­töku næsta hóps.   

Auglýsing

Harð­lega gagn­rýndur Ásmundur

Ásmundur hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir ummæli sín, ekki síst úr eigin flokki. Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, for­maður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, hefur m.a. sagt að ummælin gangi þvert gegn stefnu flokks­ins í þessum mál­u­m. 

„Það er mik­il­vægt að við skoðum það hvort það sé nauð­syn­legt á þess­ari stundu að flótta­mönn­um, eða hæl­is­leit­end­um, sé snúið við í Kefla­vík og þeir sendir aftur til síns heima,“ sagði Ásmundur í gær. „Flótta­manna­straum­ur­inn er stór­kost­legt vanda­mál eins og við höfum heyrt á und­an­förnum mán­uð­um. Svíar og Danir hafa lokað landa­mærum sínum til að tak­marka komu flótta­manna og til að geta fylgst með því hverjir koma til lands­ins. Aust­ur­rík­is­menn og Balk­an­löndin hafa fundað sér­stak­lega vegna vanda Schen­gen-­svæð­is­ins en Grikk­land er galopið og þar streymir flótta­fólk inn sem aldrei fyrr og á þá greiða leið inn í Schen­gen-lönd­in.“

Hann spurði því næst hvort Íslend­ingar ættu að fara að ráðum Svía og Dana og tak­marka aðgengi fólks til lands­ins eins og var fyrir til­komu Schengen. 

Ég auð­vitað þekki það af eigin raun hvað það er erfitt að taka þátt í þess­ari umræðu. Maður er rif­inn í sig af góða fólk­inu og fjöl­miðlum ef maður þorir að opna munn­inn og hafa skoð­un. Fólkið í land­inu þorir ekki að opin­bera skoðun á þessum mál­u­m,“ sagði Ásmund­ur. Hann sagð­ist því telja að í þing­sal þyrfti að ræða hvort ekki þurfi að gera breyt­ingar á opnum landa­mærum lands­ins. „Ég held að það sé mál að linn­i.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None