Oddný Harðardóttir segir Ásmund hafa hoppað á vagn sem Donald Trump keyrir.
Oddný Harðardóttir segir Ásmund hafa hoppað á vagn sem Donald Trump keyrir.
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, elur á ótta fólks við inn­flytj­endur „og hoppar á vagn popúlist­ar bæði í Evr­ópu og for­seta­fram­bjóð­and­inn Don­ald Trump í Banda­ríkj­unum keyra.“ Þetta sagði Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á þingi í dag. Hún spurði Eygló Harð­ar­dóttur félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra um ummælin sem Ásmundur lét falla á þingi í gær. Þá sagð­ist hann meðal ann­ars vilja skoða að snúa flótta­mönnum og hæl­is­leit­endum við „til síns heima“ á flug­vell­inum í Kefla­vík, og að end­ur­skoða ætti opin landa­mæri lands­ins. 

Eygló svar­aði því til að hún væri mik­ill stuðn­ings­maður EES og væri ekki þeirrar skoð­unar að Ísland ætti að ganga úr Schengen eða fara að taka upp vega­bréfa­eft­ir­lit. „Ég tel að það sé mjög mik­il­vægt að við gerum okkar sem full­valda þjóð, öxlum okkar ábyrgð. Tökum á móti flótta­mönnum í sam­ræmi við okkar alþjóð­legu skyldur og gerum það eins vel og við mögu­lega get­u­m.“ 

Hún sagði að Ísland ætti að taka á móti kvótaflótta­mönn­um, það hefði alltaf verið hennar stefna, og að um leið og allur flótta­manna­hóp­ur­inn frá Sýr­landi sem átti að koma í byrjun árs væri kom­inn til lands­ins yrði óskað eftir frek­ari gögnum frá Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna um mót­töku næsta hóps.   

Auglýsing

Harð­lega gagn­rýndur Ásmundur

Ásmundur hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir ummæli sín, ekki síst úr eigin flokki. Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, for­maður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, hefur m.a. sagt að ummælin gangi þvert gegn stefnu flokks­ins í þessum mál­u­m. 

„Það er mik­il­vægt að við skoðum það hvort það sé nauð­syn­legt á þess­ari stundu að flótta­mönn­um, eða hæl­is­leit­end­um, sé snúið við í Kefla­vík og þeir sendir aftur til síns heima,“ sagði Ásmundur í gær. „Flótta­manna­straum­ur­inn er stór­kost­legt vanda­mál eins og við höfum heyrt á und­an­förnum mán­uð­um. Svíar og Danir hafa lokað landa­mærum sínum til að tak­marka komu flótta­manna og til að geta fylgst með því hverjir koma til lands­ins. Aust­ur­rík­is­menn og Balk­an­löndin hafa fundað sér­stak­lega vegna vanda Schen­gen-­svæð­is­ins en Grikk­land er galopið og þar streymir flótta­fólk inn sem aldrei fyrr og á þá greiða leið inn í Schen­gen-lönd­in.“

Hann spurði því næst hvort Íslend­ingar ættu að fara að ráðum Svía og Dana og tak­marka aðgengi fólks til lands­ins eins og var fyrir til­komu Schengen. 

Ég auð­vitað þekki það af eigin raun hvað það er erfitt að taka þátt í þess­ari umræðu. Maður er rif­inn í sig af góða fólk­inu og fjöl­miðlum ef maður þorir að opna munn­inn og hafa skoð­un. Fólkið í land­inu þorir ekki að opin­bera skoðun á þessum mál­u­m,“ sagði Ásmund­ur. Hann sagð­ist því telja að í þing­sal þyrfti að ræða hvort ekki þurfi að gera breyt­ingar á opnum landa­mærum lands­ins. „Ég held að það sé mál að linn­i.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None