Baldur Guðlaugsson mun ekki leiða hæfnisnefnd - nefndin skipuð upp á nýtt

Baldur Guðlaugsson
Auglýsing

Ákveð­ið hefur verið að skipa nýja hæfn­is­nefnd til þess að meta hæfn­i um­sækj­enda um starf skrif­stofu­stjóra við­skipta-, nýsköp­un­ar- og ­ferða­mála í atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu. 38 sóttu um starfið og einn kvart­aði yfir ferl­inu.

Kjarn­inn ­greindi frá því í síð­asta mán­uði að Baldur Guð­laugs­son, lög­fræð­ingur og fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóri, hefði ver­ið ­skip­aður for­maður hæfn­is­nefnd­ar­inn­ar. Gylfi Dal­mann Aðal­steins­son, dós­ent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands og Helga Hlín Há­kon­ar­dóttir lög­fræð­ingur voru einnig í nefnd­inni.

Í til­kynn­ingu frá atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu kemur fram að tveir af ­þremur nefnd­ar­mönnum í hæf­is­nefnd­inni hafi haft bein eða óbein ­per­sónu­leg tengsl við umsækj­end­ur. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þar hafi verið um að ræða Baldur og Helgu Hlín.

Auglýsing

Nefnd­ar­menn höfðu ákveðið áður en vitað var hverjir sæktu um starfið að þeir myndu segja sig frá þátt­töku í mati á umsókn við­kom­and­i um­sækj­enda. Það varð því úr að Baldur og Helga tóku ekki þátt í við­tölum við þá umsækj­endur sem þau höfðu ein­hver ­tengsl við. Öllum umsækj­endum var sagt frá þessu og starfs­mað­ur­ ­nefnd­ar­innar tók sæti í henni þegar svona stóð á. Þá er ­tekið fram í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins að í engu til­fell­anna hafi verið um að ræða ský­lausar van­hæfn­is­á­stæður í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga, „heldur mót­að­ist afstaða ­nefnd­ar­manna af ítr­ustu var­færn­is­sjón­ar­mið­u­m.“

Hins ­vegar kvart­aði einn umsækj­andi undan þessu ferli eftir að við­tölum var lok­ið, vegna þess að um væri að ræða heild­stætt ­ferli þyrftu allir nefnd­ar­menn að fjalla um alla umsækj­end­ur. Á­kveðið var því að end­ur­skipa nefnd­ina svo ekki skap­að­ist ó­vissa eða ágrein­ingur um ráðn­ing­ar­ferl­ið. 

Baldur Guð­laugs­son var árum saman ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Hann var færður til í starfi eftir að ný rík­is­stjórn tók við árið 2009 og yfir í mennta­mála­ráðu­neyt­ið. Hann lét af störfum þar í októ­ber 2009 í kjöl­far þess að sér­stakur sak­sókn­ari hóf rann­sókn á mögu­legum inn­herj­a­við­skiptum Bald­urs í aðdrag­anda banka­hruns­ins, en hann seldi bréf sín í Lands­bank­anum í sept­em­ber 2008 fyrir um 192 millj­ónir króna. Þann 7. apríl 2011 var Baldur dæmdur í tveggja ára fang­elsi í hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Sá dómur var stað­festur í Hæsta­rétti í febr­úar 2012. Baldur lauk afplánun sinni á árinu 2013. Hann hefur starfað sem ráð­gjafi á lög­manns­stof­unni Lex frá haustinu 2012.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None