Blaðaljósmyndir ársins - Stórglæsileg sýning opnuð

Blaðaljósmyndarafélag Íslands opnaði stórglæsilega sýningu sína í dag í Perlunni, og veitti verðlaun fyrir þær myndir sem sköruðu fram úr á árinu 2015.

Umhverfismynd ársins
Auglýsing

Myndir árs­ins er árleg sýn­ing Blaða­ljós­mynd­ara­fé­lags­ Ís­lands. Á sýn­ing­unni í ár eru 83 myndir frá liðnu ári sem valdar voru af ó­háðri dóm­nefnd úr 904 inn­sendum myndum íslenskra blaða­ljós­mynd­ara. Mynd­unum er ­skipt í 7 flokka sem eru frétta­mynd­ir, dag­legt líf mynd­ir, íþrótta­mynd­ir, por­trett­mynd­ir, umhverf­is­mynd­ir, tíma­rita­myndir og myndrað­ir. Í hverjum flokki ­valdi dóm­nefndin bestu mynd­ina / bestu myndröð­ina og ein mynd úr fyrr­nefnd­um ­flokkum var svo valin sem mynd árs­ins.

Dóm­nefnd­ar­störf fóru fram 22. - 23. jan­úar síð­ast­lið­inn en í ár skip­uðu dóm­nefnd­ina þau Hilmar Þór Guð­munds­son, Sissa, Íris Dögg Ein­ars­dótt­ir, Auð­unn Níels­son, Torfi Agn­ars­son, Karl Pet­ers­son og Jan Grarup sem jafn­framt var for­maður dóm­nefnd­ar.

Eyþór Árna­son, sjálf­stætt starf­andi ljós­mynd­ari, átti mynd árs­ins.

Auglýsing

Frá dómnefnd: Myndin getur ekki annað en hreyft við áhorfandanum. Hún er tímalaus og full af orku. Dómnefndin fékk á tilfinninguna að konan væri eins og móðir jörð sem væri annað hvort að sökkva eða rísa upp. Þannig vekur myndin okkur til  umhugsunar um það hvernig við komum fram við náttúruna sem er mjög við hæfi á þessum tímum. Mynd: Eyþór Árnason.

Krist­inn Magn­ús­son átti frétta­mynd árs­ins. Hún sýndi fjölskyldu frá Alban­íu, með lang­veikt barn, var vísað úr landi í rétt fyrir jól. Hófst mikil sam­fé­lags­leg pressa um að fá þau aftur sem end­aði með því að þau fengu íslenskan rík­is­borg­ara­rétt

Frá Dómnefnd: Myndin lýsir vel ástandinu í heiminum í dag, snemma morguns, þegar verið er að leiða innflytjendafjölskyldu út í rútu. Óttinn í svip stúlkunnar fremst á myndinni leynir sér ekki og óöryggið hjá allri fjölskyldunni sem er á leið út í óvissuna. Myndin fær áhorfandann til að hugsa um öryggisleysið sem fylgir þessu fólki sem vísað er úr landi í skjóli nætur.  Mynd: Kristinn Magnússon.

Heiða Helga­dóttir fékk verð­laun fyrir mynd árs­ins í flokknum Dag­legt líf. 

Frá dómnefnd: Myndin er tekin á þann hátt að það er líkt og ljósmyndarinn sé að gægjast inn um dyr sem gerir upplifunina sterkari. Hún er táknræn fyrir það sem er að gerast í heiminum í dag þar sem síminn er það sem virðist skipta fólk mestu máli og persónuleg samskipti líða oft fyrir það. Mynd: Heiðar Helgadóttir.

Egg­ert Jóhann­es­son fékk verð­laun fyrir bestu íþrótta­mynd­ina. Stjörnu­konur fagna íslands­meist­aratitl­inum í hóp­fim­leikum á heima­velli sínum í Ásgarði, á þeirri mynd.

Frá dómnefnd: Myndin sýnir miklar tilfinningar sem fylgja íþróttum. Það er stutt á milli hláturs og gráturs. Myndin er tekin á þann hátt að áhorfandanum finnst hann vera inni í þyrpingunni og upplifir gleðina með stúlkunum. Mynd: Eggert Jóhannesson.

Krist­inn Magn­ús­son fékk svo verð­laun fyrir bestu portrait mynd­ina, af Sigga Sig­ur­jóns, leik­ara. 

Frá dómnefnd: Ljósmyndarinn nýtir sér samspilið á milli sín og módelsins og er glöggur að grípa þau augnablik sem út úr því koma. Það að módelið hylji andlit sitt að hluta sýnir glettnina á milli þeirra tveggja. Mynd: Kristinn Magnússon.

Har­aldur Þór Stef­áns­son fékk verð­laun fyrir bestu umhverf­is­mynd árs­ins, sem prýðir þessa frétt sem burð­ar­mynd. Myndin sýn­ir Skaft­ár­hlaup 2015, sem var eitt það mesta í sög­unni en þessi mynd sýnir kraft­inn sem var við Eld­vatns­brúna skammt frá Ytri Ásum.

Frá dóm­nefnd, var þessi rök­stuðn­ing­ur: „Myndin sýnir mikla drama­tík og kraft nátt­úr­unn­ar. Per­sónan á mynd­inni gefur áhorf­and­anum við­mið sem gerir upp­lifun hans enn meiri. Mynd­vinnslan hæfir mynd­inni ein­stak­lega vel.“

Blaða­ljós­mynd­ara­fé­lag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar inn­an­ ­Blaða­manna­fé­lags Íslands. Sýn­ingin Myndir árs­ins hefur verið haldin árlega ­síðan 1995 og er ein fjöl­sóttasta ljós­mynda­sýn­ingin ár hvert. Stjórn­ ­Blaða­ljós­mynd­ara­fé­lags Íslands í ár skipa Eyþór Árna­son (for­mað­ur), Ern­ir Eyj­ólfs­son, Anton Brink Han­sen, Rut Sig­urð­ar­dótt­ir, Heiða Helga­dóttir og ­Styrmir Kári Erwins­son.

Sýn­ingin stendur til 2. apríl og Sögur Útgáfa gefur út bók með mynd­um ­sýn­ing­ar­innar sem fæst í bóka­búðum lands­ins.

Verð­laun fyrir mynda­röð árs­ins fékk Heiða Helga­dótt­ir, ,meðal ann­ars fyrir myndir sem teknar voru í Lauf­skála­rétt. 

Mynd: Heiða Helgadóttir.

Myndr: Heiða Helgadóttir.

Mynd: Heiða Helgadóttir.Mynd: Heiða Helgadóttir.

Mynd: Heiða Helgadóttir.

Mynd: Heiða Helgadóttir.

Mynd: Heiða Helgadóttir.

Mynd: Heiða Helgadóttir.

Mynd: Heiða Helgadóttir.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None