Blaðaljósmyndir ársins - Stórglæsileg sýning opnuð

Blaðaljósmyndarafélag Íslands opnaði stórglæsilega sýningu sína í dag í Perlunni, og veitti verðlaun fyrir þær myndir sem sköruðu fram úr á árinu 2015.

Umhverfismynd ársins
Auglýsing

Myndir árs­ins er árleg sýn­ing Blaða­ljós­mynd­ara­fé­lags­ Ís­lands. Á sýn­ing­unni í ár eru 83 myndir frá liðnu ári sem valdar voru af ó­háðri dóm­nefnd úr 904 inn­sendum myndum íslenskra blaða­ljós­mynd­ara. Mynd­unum er ­skipt í 7 flokka sem eru frétta­mynd­ir, dag­legt líf mynd­ir, íþrótta­mynd­ir, por­trett­mynd­ir, umhverf­is­mynd­ir, tíma­rita­myndir og myndrað­ir. Í hverjum flokki ­valdi dóm­nefndin bestu mynd­ina / bestu myndröð­ina og ein mynd úr fyrr­nefnd­um ­flokkum var svo valin sem mynd árs­ins.

Dóm­nefnd­ar­störf fóru fram 22. - 23. jan­úar síð­ast­lið­inn en í ár skip­uðu dóm­nefnd­ina þau Hilmar Þór Guð­munds­son, Sissa, Íris Dögg Ein­ars­dótt­ir, Auð­unn Níels­son, Torfi Agn­ars­son, Karl Pet­ers­son og Jan Grarup sem jafn­framt var for­maður dóm­nefnd­ar.

Eyþór Árna­son, sjálf­stætt starf­andi ljós­mynd­ari, átti mynd árs­ins.

Auglýsing

Frá dómnefnd: Myndin getur ekki annað en hreyft við áhorfandanum. Hún er tímalaus og full af orku. Dómnefndin fékk á tilfinninguna að konan væri eins og móðir jörð sem væri annað hvort að sökkva eða rísa upp. Þannig vekur myndin okkur til  umhugsunar um það hvernig við komum fram við náttúruna sem er mjög við hæfi á þessum tímum. Mynd: Eyþór Árnason.

Krist­inn Magn­ús­son átti frétta­mynd árs­ins. Hún sýndi fjölskyldu frá Alban­íu, með lang­veikt barn, var vísað úr landi í rétt fyrir jól. Hófst mikil sam­fé­lags­leg pressa um að fá þau aftur sem end­aði með því að þau fengu íslenskan rík­is­borg­ara­rétt

Frá Dómnefnd: Myndin lýsir vel ástandinu í heiminum í dag, snemma morguns, þegar verið er að leiða innflytjendafjölskyldu út í rútu. Óttinn í svip stúlkunnar fremst á myndinni leynir sér ekki og óöryggið hjá allri fjölskyldunni sem er á leið út í óvissuna. Myndin fær áhorfandann til að hugsa um öryggisleysið sem fylgir þessu fólki sem vísað er úr landi í skjóli nætur.  Mynd: Kristinn Magnússon.

Heiða Helga­dóttir fékk verð­laun fyrir mynd árs­ins í flokknum Dag­legt líf. 

Frá dómnefnd: Myndin er tekin á þann hátt að það er líkt og ljósmyndarinn sé að gægjast inn um dyr sem gerir upplifunina sterkari. Hún er táknræn fyrir það sem er að gerast í heiminum í dag þar sem síminn er það sem virðist skipta fólk mestu máli og persónuleg samskipti líða oft fyrir það. Mynd: Heiðar Helgadóttir.

Egg­ert Jóhann­es­son fékk verð­laun fyrir bestu íþrótta­mynd­ina. Stjörnu­konur fagna íslands­meist­aratitl­inum í hóp­fim­leikum á heima­velli sínum í Ásgarði, á þeirri mynd.

Frá dómnefnd: Myndin sýnir miklar tilfinningar sem fylgja íþróttum. Það er stutt á milli hláturs og gráturs. Myndin er tekin á þann hátt að áhorfandanum finnst hann vera inni í þyrpingunni og upplifir gleðina með stúlkunum. Mynd: Eggert Jóhannesson.

Krist­inn Magn­ús­son fékk svo verð­laun fyrir bestu portrait mynd­ina, af Sigga Sig­ur­jóns, leik­ara. 

Frá dómnefnd: Ljósmyndarinn nýtir sér samspilið á milli sín og módelsins og er glöggur að grípa þau augnablik sem út úr því koma. Það að módelið hylji andlit sitt að hluta sýnir glettnina á milli þeirra tveggja. Mynd: Kristinn Magnússon.

Har­aldur Þór Stef­áns­son fékk verð­laun fyrir bestu umhverf­is­mynd árs­ins, sem prýðir þessa frétt sem burð­ar­mynd. Myndin sýn­ir Skaft­ár­hlaup 2015, sem var eitt það mesta í sög­unni en þessi mynd sýnir kraft­inn sem var við Eld­vatns­brúna skammt frá Ytri Ásum.

Frá dóm­nefnd, var þessi rök­stuðn­ing­ur: „Myndin sýnir mikla drama­tík og kraft nátt­úr­unn­ar. Per­sónan á mynd­inni gefur áhorf­and­anum við­mið sem gerir upp­lifun hans enn meiri. Mynd­vinnslan hæfir mynd­inni ein­stak­lega vel.“

Blaða­ljós­mynd­ara­fé­lag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar inn­an­ ­Blaða­manna­fé­lags Íslands. Sýn­ingin Myndir árs­ins hefur verið haldin árlega ­síðan 1995 og er ein fjöl­sóttasta ljós­mynda­sýn­ingin ár hvert. Stjórn­ ­Blaða­ljós­mynd­ara­fé­lags Íslands í ár skipa Eyþór Árna­son (for­mað­ur), Ern­ir Eyj­ólfs­son, Anton Brink Han­sen, Rut Sig­urð­ar­dótt­ir, Heiða Helga­dóttir og ­Styrmir Kári Erwins­son.

Sýn­ingin stendur til 2. apríl og Sögur Útgáfa gefur út bók með mynd­um ­sýn­ing­ar­innar sem fæst í bóka­búðum lands­ins.

Verð­laun fyrir mynda­röð árs­ins fékk Heiða Helga­dótt­ir, ,meðal ann­ars fyrir myndir sem teknar voru í Lauf­skála­rétt. 

Mynd: Heiða Helgadóttir.

Myndr: Heiða Helgadóttir.

Mynd: Heiða Helgadóttir.Mynd: Heiða Helgadóttir.

Mynd: Heiða Helgadóttir.

Mynd: Heiða Helgadóttir.

Mynd: Heiða Helgadóttir.

Mynd: Heiða Helgadóttir.

Mynd: Heiða Helgadóttir.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None