Stjórnvöld eiga að fjölga konum í lögreglu, Hæstarétti og sendiherrastöðum

logreglan_ledur.jpg
Auglýsing

Stjórn­völd eiga að grípa taf­ar­laust til aðgerða til að fjölga hratt konum innan lög­regl­unn­ar, í Hæsta­rétti og í stöðum sendi­herra. Þetta eru til­mæli sem nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart konum sendi íslenskum stjórn­völdum í vik­unni, í kjöl­far þess að full­trúar frá vel­ferð­ar- og utan­rík­is­ráðu­neyt­unum fóru á fund nefnd­ar­innar í Genf í febr­úar og svör­uðu fyrir fram­kvæmd Íslands í jafn­rétt­is­mál­u­m. 

Því er líka beint til íslenskra stjórn­valda að þau sam­þykki taf­ar­laust aðgerða­á­ætlun gegn kyn­ferð­is­of­beldi og heim­il­is­of­beldi sem taki til­lit til þarfa kvenna með fötlun og kvenna af erlendum upp­runa, og tryggi fjár­magn og mann­afl til að lög­reglu­emb­ætti um allt land geti tekið upp verk­lag lög­regl­unnar í Reykja­vík í ofbeld­is­mál­u­m. 

Til­mælin frá nefnd­inni fjalla um það sem betur má fara í jafn­rétt­is­málum á Íslandi. Ísland hefur full­gilt samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart kon­um, eða kvenna­sátt­mál­ann. Stjórn­völd eru beðin um að senda nefnd SÞ fram­halds­skýrslu innan tveggja ára um fram­kvæmd þess­ara atriða. 

Auglýsing

Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands og Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands skil­uðu inn skugga­skýrslu til nefnd­ar­innar í aðdrag­anda fund­ar­ins með full­trúum ráðu­neyt­anna, þar sem bent var á brotala­mir og hvað betur megi fara  til að útrýma mis­munun gagn­vart kon­um. 

Nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna lagði til ýmsar fleiri úrbætur til að tryggja afnám mis­mun­un­ar, eins og að sam­þykkt verði taf­ar­laust aðgerða­á­ætlun í jafn­rétt­is­mál­um, fjár­mögnun Jafn­rétt­is­stofu verði tryggð og hún mögu­lega flutt til Reykja­vík­ur. Fleiri til­lögur má sjá hér að neð­an, en skýrslu nefnd­ar­innar í heild má skoða hér

 • að breyta/­skýra hegn­ing­ar­lög­gjöf­ina og banna staf­rænt ofbeldi og sál­rænt ofbeldi;
 • að tryggja aðgengi allra kvenna að kvenna­at­hvarfi, líka kvenna úti á lands­byggð­inni, kvenna með fötlun og kvenna af erlendum upp­runa;
 • að opna bráða­mót­tökur kyn­ferð­is­of­beldis út um allt land;
 • að fjár­magna aðgerðir gegn mansali;
 • að rann­saka stöðu kvenna sem starfa á svoköll­uðum „kampa­víns­klúbb­um“;
 • að íhuga að gera kven­rétt­indi (kynja­fræði) að skyldu­fagi í grunn­skólum og mennta­skól­um;
 • að tryggja að náms­bækur sýni raun­hæfa mynd af stöðu og hlut­verki kvenna í sög­unni;
 • að athuga hvort hægt sé að víkka út lögin um kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja svo þau nái til fyr­ir­tækja með færri en 49 starfs­menn,
 • að tryggja að lög­reglu­konur séu ekki áreittar kyn­ferð­is­lega í starfi sínu;
 • að tryggja barna­gæslu milli 9 mán­aða og 2 ára;
 • að tryggja nægi­lega fjár­mögnun til fæð­ing­ar­or­lofs­sjóðs og hækka hámarks­greiðslur úr hon­um;
 • að mennta heil­brigð­is­starfs­menn sem taka á móti konum sem sækja um fóst­ur­eyð­ingu og tryggja það að mót­tökur þeirra séu ekki til þess fallnar að letja konur til að fara í fóst­ur­eyð­ingu;
 • að athuga reglu­gerðir opin­berra menn­ing­ar­sjóða og leita leiða til að tryggja að opin­berar styrk­veit­ingar til menn­ing­ar­mála skipt­ist jafnt milli kynj­anna;
 • að rann­saka stöðu kvenna af erlendum upp­runa;
 • að tryggja fjár­magn til Fjöl­menn­ing­ar­set­urs og auka aðgengi að þjón­ustu þess.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None