Stjórnvöld eiga að fjölga konum í lögreglu, Hæstarétti og sendiherrastöðum

logreglan_ledur.jpg
Auglýsing

Stjórn­völd eiga að grípa taf­ar­laust til aðgerða til að fjölga hratt konum innan lög­regl­unn­ar, í Hæsta­rétti og í stöðum sendi­herra. Þetta eru til­mæli sem nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart konum sendi íslenskum stjórn­völdum í vik­unni, í kjöl­far þess að full­trúar frá vel­ferð­ar- og utan­rík­is­ráðu­neyt­unum fóru á fund nefnd­ar­innar í Genf í febr­úar og svör­uðu fyrir fram­kvæmd Íslands í jafn­rétt­is­mál­u­m. 

Því er líka beint til íslenskra stjórn­valda að þau sam­þykki taf­ar­laust aðgerða­á­ætlun gegn kyn­ferð­is­of­beldi og heim­il­is­of­beldi sem taki til­lit til þarfa kvenna með fötlun og kvenna af erlendum upp­runa, og tryggi fjár­magn og mann­afl til að lög­reglu­emb­ætti um allt land geti tekið upp verk­lag lög­regl­unnar í Reykja­vík í ofbeld­is­mál­u­m. 

Til­mælin frá nefnd­inni fjalla um það sem betur má fara í jafn­rétt­is­málum á Íslandi. Ísland hefur full­gilt samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart kon­um, eða kvenna­sátt­mál­ann. Stjórn­völd eru beðin um að senda nefnd SÞ fram­halds­skýrslu innan tveggja ára um fram­kvæmd þess­ara atriða. 

Auglýsing

Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands og Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands skil­uðu inn skugga­skýrslu til nefnd­ar­innar í aðdrag­anda fund­ar­ins með full­trúum ráðu­neyt­anna, þar sem bent var á brotala­mir og hvað betur megi fara  til að útrýma mis­munun gagn­vart kon­um. 

Nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna lagði til ýmsar fleiri úrbætur til að tryggja afnám mis­mun­un­ar, eins og að sam­þykkt verði taf­ar­laust aðgerða­á­ætlun í jafn­rétt­is­mál­um, fjár­mögnun Jafn­rétt­is­stofu verði tryggð og hún mögu­lega flutt til Reykja­vík­ur. Fleiri til­lögur má sjá hér að neð­an, en skýrslu nefnd­ar­innar í heild má skoða hér

 • að breyta/­skýra hegn­ing­ar­lög­gjöf­ina og banna staf­rænt ofbeldi og sál­rænt ofbeldi;
 • að tryggja aðgengi allra kvenna að kvenna­at­hvarfi, líka kvenna úti á lands­byggð­inni, kvenna með fötlun og kvenna af erlendum upp­runa;
 • að opna bráða­mót­tökur kyn­ferð­is­of­beldis út um allt land;
 • að fjár­magna aðgerðir gegn mansali;
 • að rann­saka stöðu kvenna sem starfa á svoköll­uðum „kampa­víns­klúbb­um“;
 • að íhuga að gera kven­rétt­indi (kynja­fræði) að skyldu­fagi í grunn­skólum og mennta­skól­um;
 • að tryggja að náms­bækur sýni raun­hæfa mynd af stöðu og hlut­verki kvenna í sög­unni;
 • að athuga hvort hægt sé að víkka út lögin um kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja svo þau nái til fyr­ir­tækja með færri en 49 starfs­menn,
 • að tryggja að lög­reglu­konur séu ekki áreittar kyn­ferð­is­lega í starfi sínu;
 • að tryggja barna­gæslu milli 9 mán­aða og 2 ára;
 • að tryggja nægi­lega fjár­mögnun til fæð­ing­ar­or­lofs­sjóðs og hækka hámarks­greiðslur úr hon­um;
 • að mennta heil­brigð­is­starfs­menn sem taka á móti konum sem sækja um fóst­ur­eyð­ingu og tryggja það að mót­tökur þeirra séu ekki til þess fallnar að letja konur til að fara í fóst­ur­eyð­ingu;
 • að athuga reglu­gerðir opin­berra menn­ing­ar­sjóða og leita leiða til að tryggja að opin­berar styrk­veit­ingar til menn­ing­ar­mála skipt­ist jafnt milli kynj­anna;
 • að rann­saka stöðu kvenna af erlendum upp­runa;
 • að tryggja fjár­magn til Fjöl­menn­ing­ar­set­urs og auka aðgengi að þjón­ustu þess.

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None