Stjórnvöld eiga að fjölga konum í lögreglu, Hæstarétti og sendiherrastöðum

logreglan_ledur.jpg
Auglýsing

Stjórn­völd eiga að grípa taf­ar­laust til aðgerða til að fjölga hratt konum innan lög­regl­unn­ar, í Hæsta­rétti og í stöðum sendi­herra. Þetta eru til­mæli sem nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart konum sendi íslenskum stjórn­völdum í vik­unni, í kjöl­far þess að full­trúar frá vel­ferð­ar- og utan­rík­is­ráðu­neyt­unum fóru á fund nefnd­ar­innar í Genf í febr­úar og svör­uðu fyrir fram­kvæmd Íslands í jafn­rétt­is­mál­u­m. 

Því er líka beint til íslenskra stjórn­valda að þau sam­þykki taf­ar­laust aðgerða­á­ætlun gegn kyn­ferð­is­of­beldi og heim­il­is­of­beldi sem taki til­lit til þarfa kvenna með fötlun og kvenna af erlendum upp­runa, og tryggi fjár­magn og mann­afl til að lög­reglu­emb­ætti um allt land geti tekið upp verk­lag lög­regl­unnar í Reykja­vík í ofbeld­is­mál­u­m. 

Til­mælin frá nefnd­inni fjalla um það sem betur má fara í jafn­rétt­is­málum á Íslandi. Ísland hefur full­gilt samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gagn­vart kon­um, eða kvenna­sátt­mál­ann. Stjórn­völd eru beðin um að senda nefnd SÞ fram­halds­skýrslu innan tveggja ára um fram­kvæmd þess­ara atriða. 

Auglýsing

Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands og Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands skil­uðu inn skugga­skýrslu til nefnd­ar­innar í aðdrag­anda fund­ar­ins með full­trúum ráðu­neyt­anna, þar sem bent var á brotala­mir og hvað betur megi fara  til að útrýma mis­munun gagn­vart kon­um. 

Nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna lagði til ýmsar fleiri úrbætur til að tryggja afnám mis­mun­un­ar, eins og að sam­þykkt verði taf­ar­laust aðgerða­á­ætlun í jafn­rétt­is­mál­um, fjár­mögnun Jafn­rétt­is­stofu verði tryggð og hún mögu­lega flutt til Reykja­vík­ur. Fleiri til­lögur má sjá hér að neð­an, en skýrslu nefnd­ar­innar í heild má skoða hér

 • að breyta/­skýra hegn­ing­ar­lög­gjöf­ina og banna staf­rænt ofbeldi og sál­rænt ofbeldi;
 • að tryggja aðgengi allra kvenna að kvenna­at­hvarfi, líka kvenna úti á lands­byggð­inni, kvenna með fötlun og kvenna af erlendum upp­runa;
 • að opna bráða­mót­tökur kyn­ferð­is­of­beldis út um allt land;
 • að fjár­magna aðgerðir gegn mansali;
 • að rann­saka stöðu kvenna sem starfa á svoköll­uðum „kampa­víns­klúbb­um“;
 • að íhuga að gera kven­rétt­indi (kynja­fræði) að skyldu­fagi í grunn­skólum og mennta­skól­um;
 • að tryggja að náms­bækur sýni raun­hæfa mynd af stöðu og hlut­verki kvenna í sög­unni;
 • að athuga hvort hægt sé að víkka út lögin um kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja svo þau nái til fyr­ir­tækja með færri en 49 starfs­menn,
 • að tryggja að lög­reglu­konur séu ekki áreittar kyn­ferð­is­lega í starfi sínu;
 • að tryggja barna­gæslu milli 9 mán­aða og 2 ára;
 • að tryggja nægi­lega fjár­mögnun til fæð­ing­ar­or­lofs­sjóðs og hækka hámarks­greiðslur úr hon­um;
 • að mennta heil­brigð­is­starfs­menn sem taka á móti konum sem sækja um fóst­ur­eyð­ingu og tryggja það að mót­tökur þeirra séu ekki til þess fallnar að letja konur til að fara í fóst­ur­eyð­ingu;
 • að athuga reglu­gerðir opin­berra menn­ing­ar­sjóða og leita leiða til að tryggja að opin­berar styrk­veit­ingar til menn­ing­ar­mála skipt­ist jafnt milli kynj­anna;
 • að rann­saka stöðu kvenna af erlendum upp­runa;
 • að tryggja fjár­magn til Fjöl­menn­ing­ar­set­urs og auka aðgengi að þjón­ustu þess.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None