Segja FME standa með fjármálafyrirtækjum sem mergsjúgi almenning

Tryggingafélög
Auglýsing

FÍB, félag íslenskra bif­reið­ar­eig­enda, segir Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) standa þétt að baki fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem merg­sjúgi almenn­ing. Hags­munir við­skipta­vina trygg­inga­fé­laga lands­ins virð­ist engu máli skipta fyrir FME, þrátt fyrir að stofnun hafi laga­skyldu til að gæta þeirra. Eft­ir­litið skilji ekki hlut­verk sitt. Þetta kemur fram í svari FÍB við yfir­lýs­ingu sem FME sendi frá sér í gær. 

Sam­kvæmt til­lög­um, sem bornar verða undir aðal­fundi VÍS, Trygg­inga­mið­stöðv­ar­innar og Sjó­vár er gert ráð fyrir að félögin greiði sam­tals 9,6 millj­arða króna í arð vegna síð­asta árs Í til­fellum Sjó­vár og VÍS eru arð­greiðsl­urnar tölu­vert umfram árlegan hagn­að. Mesta arð­greiðslan er fyr­ir­huguð hjá VÍS, um fimm millj­arðar króna, en hagn­að­ur­inn í fyrra var rúm­lega tveir millj­arð­ar. Þetta er gert á grunni nýrra reikniskila­reglna sem lækkar vátrygg­inga­skuld félags­ins, sem oft er nefnd bóta­sjóð­ur, um fimm millj­arða króna en eykur eigið fé um 3,7 millarða króna.

Í yfir­lýs­ingu FME leið­rétti eft­ir­litið það sem það kall­aði missagnir FÍB en óskaði félag­inu jafn­framt hins besta í hags­muna­bar­áttu sinni. Þær meintu missagnir birt­ust í frétt á síðu FÍB á laug­ar­dag. Þar sagði m.a.: „Fjár­mála­eft­ir­litið hefur lagt blessun sína yfir það að eig­endur trygg­inga­fé­lag­anna tæmi bóta­sjóð­ina og stingi þeim í eigin vasa. FÍB hvetur ráð­herra til að taka í taumana með því að gefa stjórn Fjár­mála­­eft­ir­lits­ins fyr­ir­mæli um að sinna lög­bundnu eft­ir­lits- og aðhalds­hlut­verki sín­u.[...]FÍB bendir á að FME hafi ríkar heim­ildir til að hlut­ast til um fjár­mál og rekstur trygg­inga­fé­lag­anna. FME geti skipað þeim að end­ur­greiða trygg­inga­tökum eign þeirra í bóta­sjóð­unum eða nota fjár­mun­ina til að lækka iðgjöld næstu árin.“ 

Auglýsing

Þessu hafn­aði FME. Hægt er að lesa yfir­lýs­ingu eft­ir­lits­ins hér.

FÍB segir í svari sínu, sem sent var fjöl­miðlum í dag, að FME skilji ekki í hverju gagn­rýnin á arð­greiðslur trygg­inga­fé­lag­anna felist. FME telur að trygg­inga­fé­lögin hafi ekki staðið sig sem skyldi við að rétt­læta óeðli­legar arð­greiðsl­ur. FME skilur ekki að það er ekk­ert að rétt­læta. 

FME skilur ekki að gagn­rýnin snýst um and­vara­leysi stofn­un­ar­innar þegar kemur að hags­munum almenn­ings. FME van­rækir þetta hlut­verk sitt. 

FME ráð­leggur trygg­inga­tökum að skipta bara um trygg­inga­fé­lag ef þeir eru ósáttir við óeðli­legar arð­greiðsl­ur. Þrjú stærstu trygg­inga­fé­lögin með 90% mark­að­ar­ins sæta öll gagn­rýni fyrir áform um óhóf­legar arð­greiðsl­ur. Hverju breytir fyrir við­skipta­vin að fara frá einu slíku yfir í það næsta? Ljóst er að FME er ekki í tengslum við raun­veru­leik­ann. 

Skiln­ings­leysi FME kemur skýrt fram í hvatn­ingu stofn­un­ar­innar til trygg­inga­fé­laga um að hækka iðgjöld á sama tíma og þau dæla millj­örðum króna út í arð­greiðsl­um. FME lætur eins og iðgjalda­tekjur og fjár­fest­inga­tekjur trygg­inga­fé­lag­anna séu óskyldir hlut­ir. Þetta er rangt. Trygg­inga­fé­lögin ávaxta fyr­ir­fram­greiddu iðgjöldin og þannig verða fjár­fest­inga­tekj­urnar til. Sú ávöxtun á að vera í þágu við­skipta­vina, en ekki bara eig­enda félag­anna.  Samt telur FME þörf á iðgjalda­hækkun af því að „trygg­inga­hlut­inn“ sé rek­inn með tapi þó fjár­mála­hlut­inn skili hagn­aði, rétt eins og hann sé óskyldur trygg­ing­um. En að sjálf­sögðu er heild­ar­af­koman það sem skiptir máli þegar þörfin fyrir hækkun er met­in. FME stendur með fyr­ir­tækj­unum gegn hags­munum neyt­enda þegar það leggur blessun sína yfir iðgjalda­hækkun hjá trygg­inga­fé­lög­unum sem taka á sama tíma millj­arða króna í arð. 

Gagn­rýni FÍB og fjölda ann­arra snýst um að vegna breyt­inga á reglum um reikn­ings­skil telja trygg­inga­fé­lögin að þau geti nýtt upp­safn­aða bóta­sjóði í eigin þágu, þar á meðal í óhóf­legar arð­greiðsl­ur. Vegna hinna nýju reikn­ings­skila þurfa trygg­inga­fé­lögin ekki lengur á bóta­sjóð­unum að halda til að eiga fyrir tjón­um. Þeim nægir sterk eig­in­fjár­staða. En það voru við­skipta­vinir félag­anna sem byggðu þessa sjóði upp með ofteknum iðgjöld­um. Sjóð­irnir voru ætl­aðir til að greiða tjón, þeir voru skuld við tjón­þola en ekki ætl­aðir í arð­greiðsl­ur. 

FME hafnar því að við­skipta­vinir trygg­inga­fé­lag­anna eigi bóta­sjóð­ina. Þar með eru sjóð­irnir eign trygg­inga­fé­lag­anna að mati FME. Þetta gengur gegn skil­grein­ingu trygg­inga­fé­lag­anna sjálfra. Þau hafa ætíð haldið því fram að bóta­sjóð­irnir séu eign tjón­þola, sjóð­irnir séu skuld við þá sem eiga eftir að lenda í tjón­um. FME þarf að upp­lýsa hvernig skuld getur fjár­magnað arð­greiðsl­ur. 

FME seg­ist í yfir­lýs­ingu sinni ekki hafa laga­heim­ild til að gefa trygg­inga­fé­lög­unum fyr­ir­mæli um ráð­stöfun arðs til trygg­inga­tak­anna sem byggðu upp bóta­sjóð­ina. Hér und­ir­strikar FME sof­anda­hátt síð­ustu 6-7 ára, meðan inn­leið­ing nýrra reikn­ings­skila hefur verið í und­ir­bún­ingi. Fyrir löngu var FME ljóst að trygg­inga­fé­lögin þyrftu ekki á bóta­sjóð­unum að halda þegar nýju regl­urn­ar, sem kall­ast Sol­vency 2, yrðu inn­leidd­ar. Þegar árið 2011 upp­fylltu öll trygg­inga­fé­lögin nýju kröf­urn­ar. Þá þegar gat FME farið að vinna með trygg­inga­fé­lög­unum að því að láta þau skila bóta­sjóð­unum til við­skipta­vina með því ein­fald­lega að nýta þá til að greiða tjón. Á móti hefði verið hægt að lækka iðgjöld og þannig hefðu við­skipta­vinir trygg­inga­fé­lag­anna fengið sjóð­ina end­ur­greidda. 

En líkt og fyrri dag­inn virð­ast hags­munir við­skipta­vina trygg­inga­fé­lag­anna engu máli skipta fyrir FME, þó svo að stofn­unin hafi þá laga­skyldu að gæta þeirra. Þess í stað stendur stofn­unin þétt að baki fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem merg­sjúga almenn­ing í skjóli fáok­un­ar. 

FME seg­ist óska FÍB hins besta í hags­muna­bar­áttu sinni. FÍB er ekki að berj­ast fyrir sínum hags­mun­um, heldur hags­munum alls almenn­ings í land­inu. En ef rétt væri að málum stað­ið, þá þyrfti FÍB ekki að standa í þess­ari bar­áttu. Það er nefni­lega FME sem á að gæta hags­muna almenn­ings gagn­vart trygg­inga­fé­lög­un­um."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None