Mynd: Samsett vís deilur okt 2018
Mynd: Samsett

Fyrrverandi stjórnarformaður VÍS vildi verða stjórnarformaður á ný

Enn og aftur eru átök í stjórn VÍS. Í gær fór fyrrverandi stjórnarformaður félagsins, sem er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara í máli sem snýst um meint umboðssvik, mútubrot og peningaþvætti, fram á að taka aftur við formennsku. Sú krafa leiddi til þess að tveir stjórnarmenn sögðu af sér stjórnarmennsku vegna trúnaðarbrests og efa um að „umboðsskyldu stjórnarmanna sé gætt í ákvarðanatöku.“

Ástæða þess að tveir stjórn­ar­menn, Helga Hlín Hákon­ar­dóttir og Jón Sig­urðs­son, sögðu sig úr stjórn VÍS í gær er meðal ann­ars sú að Svan­hildur Nanna Vig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður félags­ins og einn stærsti einka­fjár­festir­inn í VÍS, vildi taka aftur við stjórn­ar­for­mennsku.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var sú krafa ekki byggð á því að Helga Hlín, sem gegnt hefur stjórn­ar­for­mennsku frá því í sum­ar, nyti ekki trausts stjórn­ar, heldur væri ein­fald­lega vilji til breyt­inga hjá meiri­hluta stjórnar hjá öðrum stjórn­ar­mönn­um. Slíkt er þó ekki hægt án þess að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­for­manns í skráðu félagi til setu og slík aft­ur­köllun þarf að byggja á mál­efna­legum ástæð­um. Þegar and­staða kom fram við þessar breyt­ingar hjá Helgu Hlín og Jóni var lögð fram ný til­laga um breytta verka­skipt­ingu sem í fólst að gera stjórn­ar­mann­inn Valdi­mar Svav­ars­son að stjórn­ar­for­manni. Í kjöl­far þess að sú til­laga var lögð fram sögðu Helga Hlín og Jón sig úr stjórn­inni.

Í yfir­lýs­ingu sem þau sendu á fjöl­miðla klukkan 11:05 í gær­kvöldi kom fram að ástæðan væri ágrein­ingur um stjórn­ar­hætti innan stjórnar félags­ins ásamt trún­að­ar­bresti og ágrein­ingi um umboðs­skyldu stjórn­ar­manna. Þar er haft eftir þeim að nú sé svo komið að „stjórn­ar­hættir innan stjórnar hafa leitt af sér trún­að­ar­brests og um leið efa okkar um að umboðs­skyldu stjórn­ar­manna sé gætt í ákvarð­ana­töku. Undir slíkum kring­um­stæðum eru for­sendur brostnar fyrir því að við getum sinnt skyldum okkar og axlað ábyrgð sem stjórn­ar­menn.“ Jón var fyrst kjörin í stjórn VÍS í mars á þessu ári en Helga Hlín hefur setið þar frá því í apríl 2016.

Með stöðu sak­born­inga

Helga Hlín hafði verið stjórn­ar­for­maður félags­ins frá því að Svan­hildur Nanna steig til hliðar sem slíkur í júní síð­ast­liðnum eftir að opin­berað var að hún væri með stöðu sak­born­ings í rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á meintum skila­svik­um, mögu­legum mútu­brotum og mögu­legum brotum á lögum um pen­inga­þvætti á því þegar olíu­fé­lagið Skelj­ungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013. Guð­mundur Þórð­ar­son, eig­in­maður henn­ar, er einnig með stöðu sak­born­ings í mál­inu, en þau eiga tvö félög, Heddu eign­ar­halds­fé­lag og K2B fjár­fest­ing­ar, sem eiga sam­tals 7,25 pró­sent hlut í VÍS. Það gerir þau að stærstu einka­fjár­fest­unum í VÍS.

Hjónin höfðu byrjað að kaupa hluta­bréf í VÍS af miklum krafti árið 2015. Í krafti þess eign­ar­hlutar fóru þau síðan fram á stjórn­ar­setu. Í aðdrag­anda aðal­fundar VÍS í mars 2017 sótt­ist Svan­hildur Nanna eftir því að velta Her­dísi Dröfn Fjel­sted, þáver­andi stjórn­ar­for­manni, úr sessi. Her­dís Dröfn sat þar meðal ann­ars með stuðn­ingi stærstu líf­eyr­is­sjóð­anna í eig­enda­hópi VÍS. Þessi aðgerð tókst.

Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur, sem var einn stærsti hlut­haf­inn í VÍS fyrir þessa óvin­veittu yfir­töku á valda­taumunum í félag­inu, ákvað í kjöl­farið að selja sig hratt niður í VÍS. Þegar upp úr sauð átti Gildi ríf­lega sjö pró­sent hlut en sjóð­ur­inn í dag 2,78 pró­sent hlut.

Vék til hliðar á meðan rann­sókn stæði yfir

Þegar Svan­hildur Nanna steig niður sem stjórn­ar­for­maður í sum­ar, Í kjöl­far þess að hér­aðs­sak­sókn­ari réðst í umfangs­miklar aðgerð­ir, meðal ann­ars hús­leitir og hand­tök­ur, vegna Skelj­ungs­máls­ins, var send til­kynn­ing til Kaup­hallar Íslands þar sem sagt var frá því að hún hefði óskað etir því að „stíga tíma­bundið niður sem for­maður af per­sónu­legum ástæð­u­m.“

Síðar sendi, þegar fjöl­miðlar höfðu greint frá aðgerðum hér­aðs­sak­sókn­ara, sendi Svan­hildur Nanna og Guð­mundur frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þau höfn­uðu öllum ásök­unum sem á þau höfðu verið born­ar. Í þeirri yfir­lýs­ingu sagði einnig að „Svan­hildur Nanna ákvað að láta öðrum eftir stjórn­­­ar­­for­­mennsku í VÍS hf. á meðan rann­­sóknin stendur yfir.“

Heim­ildir Kjarn­ans herma að rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara standi enn yfir. Þ.e. hvorki hefur verið fallið frá henni né hefur verið tekin ákvörðun um að setja málið í ákæru­ferli.

Vara­menn taka sæti í stjórn

Helga Hlín og Jón til­kynntu um ákvörðun sína um að segja sig úr stjórn VÍS seint í gær­kvöldi. Það voru bæði óháðir stjórn­ar­menn. Í þeirra stað munu setj­ast í stjórn­ina vara­menn­irnir Ólöf Hildur Páls­dótt­ir, sjálf­stætt starf­andi við­skipta­fræð­ing­ur, og Sveinn Frið­rik Sveins­son, fjár­mála­stjóri Sam­taka fyirr­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS).

Nýr stjórn­ar­for­maður er, líkt og áður sagði, Valdi­mar Svav­ars­son. Í til­kynn­ingu sem hann sendi til Frétta­blaðs­ins segir Valdi­mar að „eftir umræður stjórnar í dag varð ljóst að Svan­hildur hugð­ist ekki stíga aftur inn sem for­maður og því þótti rétt að stjórn skipti með sér verkum að nýju[...]­Skiptar skoð­anir voru um þetta á meðal stjórn­ar­manna en nið­ur­staða meiri­hluta stjórnar var kjósa for­mann og vara­for­mann að nýju. Það eru mikil von­brigði að Helga Hlín Hákon­ar­dóttir og Jón Sig­urðs­son skyldu ákveða að segja sig úr stjórn vegna þessa og harma ég það mjög.“

Líf­eyr­is­sjóð­irnir stærstu eig­end­urnir

Stærstu eig­endur VÍS eru ann­ars vegar íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og hins vegar erlendir vog­un­ar­sjóð­ir. Stærsti ein­staki eig­and­inn er Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna með 8,64 pró­sent hlut en Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn á auk þess 5,61 pró­sent og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins 5,27 pró­sent. Þá á líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Brú 4,01 pró­sent hlut, Stapi líf­eyr­is­sjóður 3,87 pró­sent og Birta líf­eyr­is­sjóður 3,28 pró­sent. 

Þegar þessir eign­ar­hlutir eru lagðir saman við áður­nefndar 2,78 pró­sent hlut Gild­is, og 1,55 pró­sent eign­ar­hlut Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar, þá eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir sam­an­lagt að minnsta kosti 35 pró­sent hlut í VÍS.

Erlendu vog­un­ar­sjóð­irnir tveir, Lands­dow­ne Partner­s (7,3 pró­sent) og breski sjóð­ur­inn CF Miton UK Multi Cap Income (6,19 pró­sent), eiga síðan sam­tals 13,49 pró­sent hlut.

Það hafa hins vegar verið íslenskir einka­fjár­festar sem hafa haft tögl og haldir í félag­inu und­an­farin miss­eri. Þar erum að ræða Svan­hildi Nönnu og Guð­mund, sem eiga sam­tals 7,25 pró­sent hlut í gegnum tvö félög, og hins vegar félagið Óska­bein ehf., sem er sem er m.a. í eigu Gests Breið­fjörð Gests­son­ar, stjórn­ar­manns í VÍS, Sig­urðar Gísla Björns­son­ar, Andra Gunn­ars­sonar og Fann­ars Ólafs­son­ar. Óska­bein á í dag 2,05 pró­sent hlut í VÍS en félagið seldi fyrir 430 millj­ónir króna í félag­inu í síð­asta mán­uði í hluta­lokun á fram­virkum samn­ing­i. 

Auk þess eiga sjóðir sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Stefn­is, sem er í eigu Arion banka, sam­tals 5,76 pró­sent hlut í VÍS.  Þá á Arion banki í eigin nafni 3,67 pró­sent hlut.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar