Ríkisstjórnin auglýsti í Fréttablaðinu fyrir 800 þúsund

Tvær auglýsingar sem ríkisstjórnin birti í sínu nafni í byrjun árs kostuðu samtals yfir 2,5 milljónir króna. Hæsta upphæðin fór til stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækisins, 365 miðla.

sigmundur davíð
Auglýsing

Birting tveggja auglýsinga í nafni ríkisstjórnar Íslands í völdum fjölmiðlum í byrjun ársins kostaði rúmlega 2,5 milljónir króna. Langhæsta upphæðin fór til Fréttablaðsins, 800 þúsund krónur, auk þess sem auglýst var á Vísi.is fyrir 168.000 krónur. Auglýsingar hjá miðlum 365 kostuðu því tæpa milljón króna. 

Auglýsingar í Morgunblaðinu kostuðu 459 þúsund krónur og hjá mbl.is ríflega 70 þúsund krónur. Auglýsingar hjá RÚV kostuðu 197.700 krónur og í Fréttatímanum 193.800. Auglýsingar hjá DV og dv.is kostuðu 135 þúsund og 94 þúsund krónur og auglýsingar hjá Pressunni tæplega 33 þúsund. Viðskiptablaðið fékk 139.994 krónur fyrir auglýsingu þar. 

Þetta kemur allt fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um kostnað við auglýsingar ríkisstjórnarinnar. 

Auglýsing

Ákvörðun um að birta auglýsingarnar var tekin í forsætisráðuneytinu að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið og eftir kynningu í ríkisstjórninni. Kostnaðurinn við auglýsingarnar var greiddur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Ekki er áætlað að auglýsa frekar í nafni ríkisstjórnarinnar. 

Auglýsingarnar voru harðlega gagnrýndar af stjórnarandstöðuflokkunum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði við Vísi.is um hreinar og klárar áróðursauglýsingar að ræða. „Okkur finnst þetta mjög undarleg ráðstöfun á almannafé, enda um hreinar áróðursauglýsingar að ræða en ekki neinar upplýsingar til almennings um rétt sem fólk er að fá eða slíkt. Þá vekur athygli að fyrirbærið „ríkisstjórn Íslands“ stendur fyrir auglýsingunum, en það fyrirbæri er ekki til sem stjórnarfarsleg eining og hefur ekki kennitölu."

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, skrifaði pistil á bloggsíðu sína snemma í janúar og sagði að með birtingu auglýsinganna hefði ríkisstjórnin hægriflokkanna gripið til þess ráðs að auglýsa meint ágæti sitt undir nafni ríkisstjórnar Íslands. „Það hlýtur að teljast vera nokkuð sérstök aðgerð og til vitnis um lítið sjálfstraust að þurfa að kaupa heilsíður í fjölmiðlum í þessum tilgangi og leita allt aftur í Hrunárin eftir hagstæðum samanburði.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None