Ísland þarf 2000 vinnandi útlendinga á ári næstu 15 ár

guðrún hafsteinsdóttir
Auglýsing

Íslenskt atvinnulíf mun þurfa 2000 vinnandi einstaklinga til landsins á hverju ári næstu fimmtán árin ef vöxturinn í atvinnulífinu verður áfram eins og spáð er.  „Við þurfum á erlendu vinnuafli að halda, jafnt ófaglærðu sem sérmenntuðu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, á Iðnþingi í dag. 

„Aldurssamsetning þjóðarinnar er að gjörbreytast og við þurfum fleiri vinnandi hendur,“ segir Guðrún. Hin stóra kynslóð eftirstríðsáranna er á leið út af vinnumarkaði. „Í dag eru um sex vinnandi á bak við hvern einn lífeyrisþega. Eftir 25 ár er talið að einungis þrír vinnandi verði á bak við hvern lífeyrisþega. Aukin útgjöld hins opinbera samfara því kalla á aukin umsvif í hagkerfinu og þar gegnir atvinnulífið veigamesta hlutverkinu.“ Þessar staðreyndir eigi ekki að koma á óvart. 

„Við höfum á undanförnum árum misst þúsundir Íslendinga til annarra landa, fólk sem leitar að betri lífsgæðum, fólk sem vill auðga líf sitt og kynnast heiminum betur. Okkur finnst sjálfsagt að við getum ferðast út um allan heim en setjum okkur síðan í stellingar gagnvart fólki sem hingað vill koma. Ísland er orðið fjölmenningarlegt samfélag og við eigum að fagna því að hingað kemur fólk sem sér tækifæri í því að setjast hér að, stunda hér vinnu og byggja sér hér heimili. Það er engin ógn í því heldur nauðsynlegur fjölbreytileiki fyrir fámenna og einsleita þjóð,“ sagði Guðrún meðal annars. 

Auglýsing

Áhyggjur af of fáum iðnaðarmönnum og íbúðum

Meðalaldur iðnaðarmanna er mun hærri en meðalaldur annarra starfsstétta og það segir Guðrún vera áhyggjuefni og sýni að nýliðun sé ábótavant. „Síðasta haust völdu aðeins 14% grunnskólanema starfsmenntun að loknu grunnskólaprófi en hefðu þurft að vera 25-30%. Nú ber svo við að mikill skortur er á nemum í húsasmíði sem hingað til hefur verið fjölmennasta iðngreinin.“ Nú þurfi að taka höndum saman og gera nám og störf í iðngreinum meira aðlaðandi. 

Guðrún gerði húsnæðismál einnig að umtalsefni. Það sé kraftur í íslenskum iðnaði og byggingageirinn sé að rétta úr kútnum eftir mörg mögur ár. „En betur má ef duga skal. Það er ekki byggt nóg því okkur vantar sárlega fleiri íbúðir inn á markaðinn. Á síðustu sex árum hefur verið lokið við um 950 íbúðir árlega á höfuðborgarsvæðinu en þær hefðu þurft að vera um 2000 árlega til anna eftirspurn.“  

Á að verða til svigrúm fyrir lækkun tryggingagjalds 

Batnandi staða ríkissjóðs ætti að gefa fjármálaráðherra svigrúm til þess að efna loforð sín um að lækka tryggingagjald fyrirtækja um 1,5 prósent. „Þar með yrði tryggingargjaldið komið í svipað hlutfall og það var árið 2008. Það myndi hjálpa fyrirtækjunum okkar mikið til að mæta þeim kostnaðarauka sem kjarasamningarnir höfðu í för með sér.“ Vissulega séu kjarasamningarnir kostnaðarsamir og framhlaðnir, en ef markmið SALEK samkomulagsins eftir skapist grunnur að langþráðum stöðugleika á vinnumarkaði. „Stöðugleiki eykur samkeppnishæfni okkar.“ Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None