Sjóvá lækkar arðgreiðslu um tæpa 2,5 milljarða

Sjóvá
Auglýsing

Stjórn Sjóvá ákvað á fundi í dag að leggja fram breytingartillögu fyrir komandi aðalfund félagsins þess efnis að fyrirhuguð arðgreiðsla til hluthafa var lækkuð úr 3,1 milljarði króna í 657 milljónir króna. Hún er hún jafn há og hagnaður Sjóvár var á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar sem send var í hádeginu í dag.

Í greinargerð sem fylgir breytingartillögunni segir að þetta sé gert í ljósi viðbragða við fyrirætlun stjórnar um arðgreiðslu og yfirstandandi orðsporsáhættu sem orðið hafi vegna hennar.Fyrri tillaga stjórnar var byggð á yfirlýstri arðgreiðslustefnu félagsins og í samræmi við fjárhagslegan styrk þess. Miðaðist hún við að fjárhagsstaðan yrði áfram jafn sterk eftir greiðslu arðs og hún var í ársbyrjun 2015. Forsenda fyrri tillögu um arðgreiðslu byggir á rekstrarniðurstöðu síðasta árs en ekki á breyttum reikningsskilum eða breytingu á tjónaskuld eins og misskilningur hefur verið um í umræðinni. Rangfærslur um áhrif arðgreiðslu á fjárhagslegan styrk ógna orðspori Sjóvár. Það er skylda stjórnar að gæta að orðspori félagsins og í því ljósi er þessi tillaga sett fram. Stjórn Sjóvár harmar þá tortryggni sem beinst hefur að félaginu undanfarna daga. Með þessari breytingartillögu vill stjórn bregðast við henni og mun samhliða beita sér fyrir bættri upplýsingagjöf í því skyni að stuðla að aukinni sátt."

Tveir dagar eru síðan að stjórn Sjóvá sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að félagið myndi standa við arðgreiðsluáformin.

Auglýsing

Mikil gagnrýni vegna arðgreiðslna tryggingafélaga

Tillögur stjórna þriggja stærstu tryggingafélaga landsins, VÍS, Tryggingarmiðstöð (TM) og Sjóvá, um að greiða eigendum sínum samanlagt 9,6 milljarða króna í arð og kaupa af þeim hlutabréf upp á 3,5 milljarða króna, hefur vægast sagt mælst illa fyrir. Sérstaklega þar sem hagnaður tveggja þeirra, VÍS og Sjóvár, er mun lægri en fyrirhuguð arðgreiðsla. VÍS hagnaðist nefnilega um 2,1 milljarð króna í fyrra en ætlar að greiða hluthöfum sínum út fimm milljarða króna í arð. Sjóvá hagnaðist um 657 milljónir króna en ætlar að greiða út 3,1 milljarð króna í arð. TM hagnaðist hins vegar um 2,5 milljarða króna og ætlar að greiða hluthöfum sínum út 1,5 milljarð króna.

Bæði Sjóvá og VÍS sendu frá sér tilkynningar fyrir tveimur dögum síðan þar sem félögin sögðu að staðið yrði við arðgreiðslurnar. Nú er Sjóvá hætt við.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None