Ríkissáttasemjari íhugar forsetaframboð

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram til forseta Íslands.

Bryndís Hlöðversdóttir tók við starfi ríkissáttasemjara í maí 2015.
Bryndís Hlöðversdóttir tók við starfi ríkissáttasemjara í maí 2015.
Auglýsing

Bryn­dís Hlöðvers­dóttir rík­is­sátta­semj­ari íhugar nú alvar­lega að bjóða sig fram til for­seta Íslands. Hún seg­ist hafa fengið hvatn­ingu til að bjóða sig fram und­an­farna daga og vik­ur. 

„Ég við­ur­kenni að það hefur hreyft hressi­lega við mér og er að hugsa málið af fullri alvöru,” segir Bryn­dís í sam­tali við Kjarn­ann. „En þó að maður meti áskor­anir mik­ils, og ég er mjög stolt af því að fólk sjái mig í þessu hlut­verki, þá er þetta mjög stór og per­sónu­leg ákvörð­un.” 

Bryn­dís seg­ist ætla að taka sér ein­hverja daga til að hugsa málið og mun til­kynna af eða á í kring um eða eftir páska. 

Auglýsing

Spurð hvort ákvörðun Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, um að bjóða sig ekki fram hafi haft áhrif, segir Bryn­dís að vissu­lega hafi allt slíkt áhrif. Það hafi þó verið um síð­ustu helgi þegar hún ákvað að hugsa málið af alvöru. Katrín sendi frá sér til­kynn­ingu í gær­morgun um að hún hugð­ist ekki bjóða sig fram. 

„Þetta hefur ekki haft langan aðdrag­anda. Ég ákvað á sunnu­dag­inn, eftir að hafa átt sam­töl við fólk um nokk­urt skeið, að gefa þessu fullan gaum. En á end­anum verður ákvörð­unin tekin á mínum eigin for­sendum en ekki ann­arra fram­bjóð­enda.”

Nýskipuð rík­is­sátta­semj­ari

Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, skip­aði Bryn­dísi í emb­ætti rík­is­sátta­semj­ara í lok maí í fyrra. Hún hefur því sinnt því starfi í átta og hálfan mán­uð. Ráðn­ingin var til fimm ára. 

„Ég hafði ekk­ert hugsað mér til hreyf­ings,” segir Bryn­dís. „En þetta er líka mjög spenn­andi tæki­færi sem mér finnst vert að skoða það af fullri alvöru.” 

Bryn­dís var ekki hluti af val­mögu­leikum í skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins um hvern fólk vill sjá í emb­ætti for­seta Íslands sem birt var í morg­un. Þar mælist Vig­fús Bjarni Alberts­son sjúkra­hús­prestur með mestan stuðn­ing utan Katrínar og Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, sem bæði hafa til­kynnt að þau ætli ekki fram.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None