Vigfús Bjarni mælist með mest fylgi utan þeirra sem hafnað hafa framboði

Vigfús Bjarni Albertsson.
Vigfús Bjarni Albertsson.
Auglýsing

Sjúkra­hús­prest­ur­inn Vig­fús Bjarni Alberts­son, sem til­kynnti um síð­ustu helgi að hann ætl­aði að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta Íslands, mælist með tólf pró­sent stuðn­ing í nýrri skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins, Stöðvar 2 og Vís­is. Vert er að taka fram að svar­hlut­fall í könn­un­inni var mjög lágt. Kjarn­inn greindi fyrstur frá mögu­legu for­seta­fram­boði Vig­fúsar Bjarna 17. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Mestan stuðn­ings mælist Katrín Jak­obs­dóttir með, en 25 pró­sent svar­enda vilja helst sjá hana á Bessa­stöð­um. Katrín til­kynnti hins vegar í gær­morgun að hún myndi ekki gefa kost á sér í emb­ætt­ið. Sitj­andi for­seti, Ólafur Ragnar Gríms­son, nýtur einnig tölu­verðs stuðn­ings þrátt fyrir að hafa til­kynnt í ára­móta­ávarpi sínu að hann muni ekki fara aftur fram. Alls segj­ast ell­efu pró­sent svar­enda enn styðja Ólaf Ragnar í starf­ið. 

Ýmsir aðrir hafa verið að hug­leiða, bæði leynt og ljóst, fram­boð á und­an­förnum vikum og mán­uð­um. Andri Snær Magna­son rit­höf­undur sagði í við­tali við Frétta­blaðið í byrjun árs að hann væri að íhuga mál­ið. Hann mælist með fimm pró­sent stuðn­ing í könnun miðla 365. Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, mælist með fjögur pró­sent stuðn­ing, en Davíð hefur ekk­ert gefið upp um hvort hann ætli í for­setaslag eður ei. 

Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrrum vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði Kjarn­anum 23. febr­ú­ar að hún væri að íhuga fram­boð og þeir sem þekkja til segja að Þor­gerður Katrín hafi m.a. viljað bíða eftir nið­ur­stöðu Katrínar Jak­obs­dóttur áður en hún til­kynnti um sína ákvörð­un. Stuðn­ingur við hana sem for­seta er þrjú pró­sent, sam­kvæmt könn­un­inni. Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur einnig verið sterk­lega orð­aður við fram­boð. Hann mælist með tvö pró­sent stuðn­ing, eða jafn mik­inn og Ólafur Jóhann Ólafs­son. Stuðn­ingur við Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem á hefur verið skorað að bjóða sig fram, var einnig mæld­ur. Hann reynd­ist eitt pró­sent. 

Þeir sem þátt tóku í könnun 365 miðla var boð­inn sá val­kostur að nefna aðra en þá sem spurt var beint um. Á meðal þeirra sem voru nefndir voru Jón Gnarr (tvö pró­sent), Ást­þór Magn­ús­son (eitt pró­sent), Bogi Ágústs­son (eitt pró­sent), Sal­vör Nor­dal (eitt pró­sent), Sig­rún Stef­áns­dóttir (eitt pró­sent), Stefán Jón Haf­stein (eitt pró­sent), Þor­grímur Þrá­ins­son (eitt pró­sent), Þóra Arn­órs­dóttir (eitt pró­sent) og eng­inn (eitt pró­sent). Þá sögð­ust eitt pró­sent aðspurðra vilja leggja emb­ættið nið­ur.

Könn­unin var gerð þannig að hringt var í 1.082 manns þar til náð­ist í 794 dag­ana 8. og 9. mars. Svar­hlut­fallið var því 73,4 pró­sent. Svar­hlut­fall í könn­un­inni er mjög lágt. Alls tóku 39 pró­sent sem spurðir voru afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar. Spurt var: Hvern viltu sjá sem næsta for­seta Íslands?

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None