Sigmundur tjáir sig: Ætlar ekki að ræða mál konu sinnar í fjölmiðlum

Sigmundur Davíð segir að reynt sé að koma höggi á hann með umræðu um félag konu hans á Tortóla. Hún hafi látið hagsmuni annarra ráða för.

sigmundur davíð anna sigurlaug
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son ætlar ekki að ræða mál­efni eig­in­konu sinnar eða fjöl­skyldu hennar í fjöl­miðl­um. Þetta kemur fram í grein á síðu hans. Hann segir að póli­tískir and­stæð­ingar hans stökkvi nú fram og reyni að ná höggi á hann með því að ráð­ast á konu hans, og það láti hann ekki ger­ast athuga­semda­laust. 

For­sæt­is­ráð­herra seg­ist hafa haft það prinsipp að ræða ekki mál­efni konu sinnar eða fjöl­skyldu henn­ar, og ætli að halda sig við það nema sú grund­vall­ar­breyt­ing verði á íslenskum stjórn­málum að æski­legt verði talið að mál­efni maka stjórn­mála­manna séu til umræðu í tengslum við störf þeirra. „Verði sú raunin mætti spyrja margra spurn­inga um maka stjórn­mála­manna allt frá eignum að vinnu fyrir stjórn­völd á liðnum árum.“ 

Íhug­aði að tala um að hann vildi auka tap konu sinnar

Sig­mundur seg­ist hafa sagt Önnu Sig­ur­laugu í kjöl­far hruns­ins að hún ætti ekki að gera ráð fyrir miklum end­ur­heimtum af því fjár­magni sem hún hefði lánað bönk­un­um. Hann seg­ist hafa sagt við hana að hann myndi berj­ast fyrir því að engar kröfur yrðu settar á íslenskan almenn­ing og að hags­munir sam­fé­lags­ins yrðu hámark­aðir á kostnað þeirra sem ættu pen­inga hjá bönk­un­um. 

Auglýsing

„Eina leiðin til að end­ur­reisa sam­fé­lagið væri að afskrifa mikið af kröfum á bank­ana og það myndi þýða að margir sem þegar hefðu tapað miklu á gjald­þroti þeirra myndu tapa enn meiru. Ég man enn hvað við­brögð hennar voru ein­læg og afdrátt­ar­laus. Hún sagði mér að ef það mætti verða til að draga úr þeim ótta og þján­ingum sem við blöstu á Íslandi ætti það að vera mark­miðið að afskrifa sem allra mest af kröfum á bank­ana.“

Sig­mundur segir að Anna hafi alla tíð síðan verið helsti hvata­maður hans í því að lág­marka tjón sam­fé­lags­ins. Hún hafi jafn­framt aldrei keypt kröfur eftir hrun, líkt og erlendir vog­un­ar­sjóðir eða hrægamma­sjóð­ir, heldur hafi hún tapað því sem hún lán­aði bönk­un­um. 

„Ég skal við­ur­kenna að það hvarfl­aði að mér í kosn­inga­bar­átt­unni árið 2013 að ræða um að ég væri að berj­ast fyrir því að tekin yrði upp stefna sem myndi auka á tap eig­in­konu minnar af banka­hrun­inu. Að athug­uðu máli sá ég að það væri ekki for­svar­an­legt og skamm­að­ist mín reyndar fyrir að hafa látið mér detta í hug að nota fjár­hags­legt tap eig­in­konu minnar í póli­tískri bar­átt­u.“

Nýtti ekki tæki­færi til að fela nokkuð

„En nú þegar fjár­mál eig­in­konu minnar hafa verið gerð að opin­beru umræðu­efni finnst mér rétt að gera grein fyrir þessu. Um leið bendi ég á að þessi umræða hefur einkum leitt tvennt í ljós. Í fyrsta lagi þá stað­reynd að konan mín hefur greitt alla skatta af eignum sínum og ekki nýtt tæki­færi til að fela nokkurn hlut. Reyndar hefur hún ekki einu sinni nýtt heim­ildir laga til að fresta skatt­greiðsl­um. Í öðru lagi að hún hefur í eigin fjár­málum eins og öðru tekið hags­muni ann­arra fram yfir sína eig­in.“ 

Hann segir að það sem ein­kenni konu hans umfram annað sé fórn­fýsi og heið­ar­leiki. Hann hafi alltaf sagt henni að hún sé of fórn­fús og upp­tekin af erf­ið­leikum ann­arra. Það sé eðli­legt að hafa áhyggjur af mörgu og vilja láta gott af sér leiða. „Það er hins vegar ekki hollt að vera alltaf með hug­ann við vanda­mál og líða stöðugt fyrir erf­ið­leika ann­arra.“ 

Sig­mundur segir að stjórn­mála­á­tök sam­tím­ans ein­kenn­ist oft af því að „farið sé í mann­inn“ fremur en mál­efn­ið. „Mér er nokkuð sama hvernig hjólað er í mig. Ég er ýmsu vanur í póli­tískri umræðu. En menn hljóta að geta fall­ist á að það sé með öllu ólíð­andi að ráð­ist sé á ætt­ingja eða maka stjórn­mála­manna til þess eins að koma á þá höggi. Frá því að ég hóf þátt­töku í stjórn­málum hafa engu að síður verið gerðar margar til­raunir til að gera eignir eig­in­konu minnar og ætt­ingja tor­tryggi­legar í von um að með því megi koma höggi á mig.“

Hagn­að­ist á því að sleppa við stöð­ug­leika­skatt

Wintris Inc., félagið sem Anna Sig­ur­laug á og skráð er á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, getur búist við því að fá rúm­lega 120 millj­ónir króna þegar slitabú föllnu bank­anna hafa greitt kröfu­höfum sín­um. Alls á félagið kröfur upp á 523 millj­ónir króna og væntar end­ur­heimtir kröfu­hafa skila ofan­greindri nið­ur­stöðu. Ef stöð­ug­leika­skattur hefði verið lagður á slita­búin hefði það fé sem runnið hefði til kröfu­hafa verið um 300 millj­örðum krónum lægri upp­hæð sem nú verð­ur. Því hagn­ast Wintris umtals­vert á því að slita­búum Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans var gert kleift að ljúka slitum sínum með greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags frekar en með álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts.

Félag eig­in­konu for­sæt­is­ráð­herra á kröfur í slitabú föllnu bank­anna vegna þess að það hafði keypt skulda­bréf útgefin af þeim fyrir hrun. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest hjá Jóhann­esi Þór Skúla­syni, aðstoð­ar­manni for­sæt­is­ráð­herra, sem sér um upp­lýs­inga­gjöf fyrir hönd Önnu Sig­ur­laugar vegna opin­ber­unar á eign hennar á aflands­fé­lagi. Þegar neyð­ar­lögin voru sett í októ­ber 2008 færð­ust kröfur vegna slíkra skulda­bréfa aftur fyrir inn­stæður í kröfu­hafaröð bank­anna. Sig­mundur Davíð sat ekki á þingi þegar neyð­ar­lögin voru sam­þykkt og enn voru þá nokkrir mán­uðir í að hann yrði kos­inn for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Sig­mundur Davíð kom því ekki að þeirri laga­setn­ing­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None