Frosti: „Formlega rétt“ að Sigmundur braut siðareglur

Frosti Sigurjónsson
Auglýsing

Það er „form­lega rétt“ að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra braut siða­reglur ráð­herra, segir Frosti Sig­ur­jóns­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þetta kom fram í þætt­inum Viku­lok­unum á Rás 1. Þegar hann var svo spurður um það aftur hvort Sig­mundur Davíð hefði brotið siða­regl­urnar með því að upp­lýsa ekki um félag eig­in­konu hans, Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, á Tortóla sagð­ist hann ekki ætla að leggja mat á það. Það sem skipti máli væri hvort hann hefði látið málið hafa áhrif á störf sín, og það hefði hann ekki gert. 

Frosti segir að þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi ekki vitað af félagi Önnu Sig­ur­laugar á Tortóla áður en upp­lýst var um málilð. Áður hefur komið fram að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins vissi ekki um félag­ið, en Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra hefur engu að síður sagt að félag­ið hafi alltaf verið öllum ljóst og aldrei hafi verið reynt að fela það. 

Vil­hjálmur Bjarna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var einnig gestur í Viku­lok­unum og hann segir það mjög óþægi­legt fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn að standa and­spænis mál­inu. Sig­mundur hafi setið beggja vegna borðs­ins í tengslum við vinnu við upp­gjör föllnu bank­anna. „Það er eins og menn skilji ekki van­hæfi og hags­muna­tengsl,“ sagði hann. Í ýmsum málum sé hangið á forms­at­riðum eins og að lög hafi ekki verið brot­in. Alltaf eigi að upp­lýsa um hags­muna­tengsl. „Auð­vitað rýrir þetta traust mitt á hinum flokknum í þessu sam­starf­i.“ 

Auglýsing

Ótt­arr Proppé, þing­maður og for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, og Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­maður VG, voru einnig gestir í Viku­lok­unum og gagn­rýndu mál­flutn­ing Frosta og Sig­mund Davíð einnig. Ótt­arr tal­aði um það að það litla traust sem stjórn­mála­menn njóti á Íslandi bygg­ist á hrein­skilni og svona hlutir eigi að vera uppi á yfir­borð­inu. Svan­dís sagði ljóst að Sig­mundur hefði átt að greina frá mál­inu fyrr, hann hafi við­ur­kennt að hafa hugsað um að gera það árið 2013, en hún sagð­ist spyrja sig að því hvort hann hafi ekki gert það vegna þess að það hefði haft áhrif á kjör­fylgi hans. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None