Karl Garðarsson segir Framsóknarflokkinn vera „óvin nr.1“ hjá RÚV

KarlGardars.jpg
Auglýsing

Karl Garð­ars­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi frétta­stjóri á Stöð 2, segir að Rík­is­út­varpið standi fyrir her­ferð gegn for­sæt­is­ráð­herra. „Rík­is­út­varpið hefur loks­ins fellt grímuna. Hún er ófögur ásjónan sem við blas­ir. Óvinur nr. 1 er fund­inn í Fram­sókn­ar­flokkn­um.“ 

Karl fjallar um fréttaum­fjöllun RÚV um mál­efni Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra og Önnu Sig­ur­laugar Páls­dóttur konu hans, en í ljós hefur komið að Anna Sig­ur­laug á aflands­fé­lag á Tortóla sem heldur utan um eignir henn­ar. Félagið átti kröfur í þrotabú allra föllnu bank­anna upp á hálfan millj­arð króna. Sig­mundur Davíð var með­eig­andi í félag­inu um tíma, að sögn Önnu Sig­ur­laugar var það gert fyrir mis­tök bank­ans. 

Karl segir í grein sinni á Eyj­unni að öll lög­mál um hlut­lægni hafi látið undan í umfjöllun RÚV. „Í Kast­ljósi lék lausum hala Jón Ólafs­son, sem stjórn­aði innra umbóta­starfi Sam­fylk­ing­ar­innar eftir hrun og hefur verið óspar á nei­kvæðu lýs­ing­ar­orðin um Sig­mund Dav­íð síðan sá síð­ar­nefndi tók af honum for­mennsku í siða­nefnd stjórn­ar­ráðs­ins, bit­lingnum sem hann fékk í tíð fyrri rík­is­stjórn­ar.“ Þá hafi verið kall­aðir til Jóhann Hauks­son, fyrrum upp­lýs­inga­full­trúi Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, og Jóhann Páll Jóhanns­son, blaða­maður á Stund­inni, „sem hefur skrifað ótal greinar um Sig­mund og Fram­sókn, þar sem hatri og fyr­ir­litn­ingu á flokknum hefur verið sáð.“ 

Auglýsing

Hann tekur fleiri dæmi um við­mæl­endur RÚV sem hann telur ljóst að hati ýmist Sig­mund Davíð eða Fram­sókn­ar­flokk­inn. 

Allt er þetta bull­andi hlut­dræga fólk er bara kynnt sem hlut­lausir álits­gjafar í frétta­flutn­ingi Rík­is­út­varps­ins, í spjalli um fréttir vik­unnar og vanga­veltum í morg­un­út­varpi.“ 

Karl segir einnig að Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, gangi „nær af göfl­unum í því heilaga stríði gegn Sig­mundi, leið­rétt­ing­unni og Fram­sókn­ar­flokkn­um, sem hann hefur háð frá því hann skrif­aði um Óvin númer 1 fyrir kosn­ingar 2013.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna mun taka gildi 1. júlí næstkomandi og vera afturvirk til síðustu áramóta. Laun ráðherra hækka um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None