FME um The Big Short - Mynd um hvernig á ekki að gera hlutina

big short
Auglýsing

Kvik­myndin The Big Short er kvik­mynd sem fjallar um hvern­ig eigi ekki að gera hlut­ina. Af henni má draga mik­inn lær­dóm og allir sem eru við­loð­andi fjár­mála­geir­ann ættu að gefa sér tíma til að horfa á hana. Þetta kemur fram í kvik­mynda­dómu um The Big Short sem birt­ist í Fjár­mál­um, vefrit­i Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem kom út í dag. Dóm­inn skrifar Andri Már Gunn­ars­son, ­sér­fræð­ingur í mark­aðs­grein­ingu hjá eft­ir­lit­inu. Þetta er í fyrsta sinn sem ­kvik­mynda­dómur er birtur í vefriti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Það stað­fest­ir ­Sig­urður Val­geirs­son, upp­lýs­inga­full­trúi þess.

The Big Short er gam­an­mynd byggð á sam­nefndri met­sölu­bók hag­fræð­ings­ins Mich­ael Lew­is. Hand­rit mynd­ar­innar eru í raun þrjár sam­hang­and­i ­sögur sem fjalla allar um sama hlut­inn, fast­eigna­bóluna á mán­uð­unum og árun­um ­fyrir hrunið 2008. Myndin er einnig sann­sögu­leg eða að minnsta kosti að ein­hverju leyti byggð á alvöru fólki, fyr­ir­tækjum og atburð­um. Sög­urnar þrjár fjalla allar um menn sem sáu hvað var í vændum og tóku stöðu gegn fast­eigna­mark­að­in­um, þ.e. veðj­uðu á að mark­að­ur­inn myndi á end­anum hrynja. Mun­ur­inn á sög­unum felst því aðal­lega í pen­inga­magn­inu sem menn­irnir hafa til­ um­ráða. 

Í umfjöllum Krist­ins Hauks Guðna­sonar sagn­fræð­ings um The Big Short í Kjarn­anum fyrr á þessu ári segir að mynd­in sýni glöggt „st­urlun­ina og með­virkn­ina sem átt­i ­sér stað á þessum tíma og fyr­ir­litn­ing kvik­mynd­ar­gerð­ar­mann­ana á öllu fjár­mála­kerf­inu leynir sér ekki. Það fólk sem tók þátt í hruna­dans­inum er sýnt ­sem heimskt, hroka­fullt, hégóma­fullt og mont­ið. Engu að síður virðast að­al­per­sónur mynd­ar­innar heyja óvinn­an­legt stríð gegn kerf­inu. Myndin hef­ur súran und­ir­tón en er þó bráð­fynd­in.“

Auglýsing

Á meðal leik­ara í mynd­inni eru stór­stjörnur á borð við Brad Pitt, Ryan Gos­l­ing og Christ­ian Bale. Auk þess fer gam­an­leik­ar­inn Steve Carell með burð­ar­hlut­verk.Svona á ekki að gera hlut­ina

Í dómi starfs­manns Fjár­mála­eft­ir­lits­ins er sagt að sagan sé svo ótrú­leg að hún gæti virst vera skáld­skapur frá byrjun til enda. Það sé hún­ hins vegar ekki og leik­stjóra mynd­ar­innar tekst að koma frá­bærri bók á hvíta ­tjaldið á meist­ara­legan hátt. „Það eina sem ég kynni að setja út á við mynd­ina er hvernig fjár­mála­af­urð­irnar sem menn voru að versla með eru kynntar fyr­ir­ á­horf­end­um. Í mynd­inni er farin sú leið að þekktir ein­stak­lingar taka fyr­ir­ til­tekin hug­tök og útskýra þau með mynd­lík­ing­um. Ég verð bara að við­ur­kenna að mér þótti þær ein­fald­lega ekki nægi­lega góðar og eftir að hafa hlustað á þær var ég litlu nær um hvað var verið að reyna útskýra. Það sem varð mér til happs í þessu er að vegna ald­urs og fyrri starfa hef ég ágætis þekk­ingu á þessum ­málum en ég get vel ímyndað mér að hinn venju­legi starfs­maður á plani sem ekki býr yfir nauð­syn­legri þekk­ingu hafi verið litlu nær um hvað málið snérist.

Heilt yfir er þetta þó stór­góð kvik­mynd sem ég mæli ein­dregið með að allir þeir sem eru eitt­hvað við­loð­andi fjár­mála­geir­ann taki ­sér tíma til að horfa á. Þetta er saga sem vekur mann til umhugs­unar og marg­ur ­mætti draga af henni mik­inn lær­dóm enda fjallar hún að miklu leyti um hvernig á ekki að gera hlut­ina.“

Áhorf­and­inn ætl­aði heim að ná í heykvísl­ina

Kvik­mynda­gagn­rýnd­andi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins segir í nið­ur­lag­i ­dóms síns að við enda mynd­ar­innar sitji áhorf­and­inn eftir og velti því fyr­ir­ ­sér hvernig í fjár­anum þetta gat allt saman gerst. „Mað­ur­inn sem sat við hlið­ina á mér í bíó­inu hafði það á orði að hann ætl­aði að skella sér heim, ná í heykvísl­ina, taka fyrsta strætó niður á Aust­ur­völl og fara að mót­mæla. Ég veit svo sem ekki hverju nákvæm­lega, enda erfitt að ætla sér að benda á ein­hvern einn til­tek­inn söku­dólg, en mér fannst þetta þó lýsa ágæt­lega þeim til­finn­ing­um ­sem myndin kann að vekja upp hjá fólki. En þrátt fyrir að kvik­myndin sé stór­kost­leg skemmtum sem ég mæli hik­laust með sleppir hún ýmsum áhuga­verð­u­m ­at­riðum sem dýpka sög­una og gefa betri inn­sýn inn í þær aðstæður þarna vor­u ­uppi. Af þeim sökum kemst ég ekki hjá því að segja að lok­um... Þú verður að les­a ­bók­ina!“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None