FME um The Big Short - Mynd um hvernig á ekki að gera hlutina

big short
Auglýsing

Kvikmyndin The Big Short er kvikmynd sem fjallar um hvernig eigi ekki að gera hlutina. Af henni má draga mikinn lærdóm og allir sem eru viðloðandi fjármálageirann ættu að gefa sér tíma til að horfa á hana. Þetta kemur fram í kvikmyndadómu um The Big Short sem birtist í Fjármálum, vefriti Fjármálaeftirlitsins, sem kom út í dag. Dóminn skrifar Andri Már Gunnarsson, sérfræðingur í markaðsgreiningu hjá eftirlitinu. Þetta er í fyrsta sinn sem kvikmyndadómur er birtur í vefriti Fjármálaeftirlitsins. Það staðfestir Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi þess.

The Big Short er gamanmynd byggð á samnefndri metsölubók hagfræðingsins Michael Lewis. Handrit myndarinnar eru í raun þrjár samhangandi sögur sem fjalla allar um sama hlutinn, fasteignabóluna á mánuðunum og árunum fyrir hrunið 2008. Myndin er einnig sannsöguleg eða að minnsta kosti að einhverju leyti byggð á alvöru fólki, fyrirtækjum og atburðum. Sögurnar þrjár fjalla allar um menn sem sáu hvað var í vændum og tóku stöðu gegn fasteignamarkaðinum, þ.e. veðjuðu á að markaðurinn myndi á endanum hrynja. Munurinn á sögunum felst því aðallega í peningamagninu sem mennirnir hafa til umráða. 

Í umfjöllum Kristins Hauks Guðnasonar sagnfræðings um The Big Short í Kjarnanum fyrr á þessu ári segir að myndin sýni glöggt „sturlunina og meðvirknina sem átti sér stað á þessum tíma og fyrirlitning kvikmyndargerðarmannana á öllu fjármálakerfinu leynir sér ekki. Það fólk sem tók þátt í hrunadansinum er sýnt sem heimskt, hrokafullt, hégómafullt og montið. Engu að síður virðast aðalpersónur myndarinnar heyja óvinnanlegt stríð gegn kerfinu. Myndin hefur súran undirtón en er þó bráðfyndin.“

Auglýsing

Á meðal leikara í myndinni eru stórstjörnur á borð við Brad Pitt, Ryan Gosling og Christian Bale. Auk þess fer gamanleikarinn Steve Carell með burðarhlutverk.


Svona á ekki að gera hlutina

Í dómi starfsmanns Fjármálaeftirlitsins er sagt að sagan sé svo ótrúleg að hún gæti virst vera skáldskapur frá byrjun til enda. Það sé hún hins vegar ekki og leikstjóra myndarinnar tekst að koma frábærri bók á hvíta tjaldið á meistaralegan hátt. „Það eina sem ég kynni að setja út á við myndina er hvernig fjármálaafurðirnar sem menn voru að versla með eru kynntar fyrir áhorfendum. Í myndinni er farin sú leið að þekktir einstaklingar taka fyrir tiltekin hugtök og útskýra þau með myndlíkingum. Ég verð bara að viðurkenna að mér þótti þær einfaldlega ekki nægilega góðar og eftir að hafa hlustað á þær var ég litlu nær um hvað var verið að reyna útskýra. Það sem varð mér til happs í þessu er að vegna aldurs og fyrri starfa hef ég ágætis þekkingu á þessum málum en ég get vel ímyndað mér að hinn venjulegi starfsmaður á plani sem ekki býr yfir nauðsynlegri þekkingu hafi verið litlu nær um hvað málið snérist.

Heilt yfir er þetta þó stórgóð kvikmynd sem ég mæli eindregið með að allir þeir sem eru eitthvað viðloðandi fjármálageirann taki sér tíma til að horfa á. Þetta er saga sem vekur mann til umhugsunar og margur mætti draga af henni mikinn lærdóm enda fjallar hún að miklu leyti um hvernig á ekki að gera hlutina.“

Áhorfandinn ætlaði heim að ná í heykvíslina

Kvikmyndagagnrýndandi Fjármálaeftirlitsins segir í niðurlagi dóms síns að við enda myndarinnar sitji áhorfandinn eftir og velti því fyrir sér hvernig í fjáranum þetta gat allt saman gerst. „Maðurinn sem sat við hliðina á mér í bíóinu hafði það á orði að hann ætlaði að skella sér heim, ná í heykvíslina, taka fyrsta strætó niður á Austurvöll og fara að mótmæla. Ég veit svo sem ekki hverju nákvæmlega, enda erfitt að ætla sér að benda á einhvern einn tiltekinn sökudólg, en mér fannst þetta þó lýsa ágætlega þeim tilfinningum sem myndin kann að vekja upp hjá fólki. En þrátt fyrir að kvikmyndin sé stórkostleg skemmtum sem ég mæli hiklaust með sleppir hún ýmsum áhugaverðum atriðum sem dýpka söguna og gefa betri innsýn inn í þær aðstæður þarna voru uppi. Af þeim sökum kemst ég ekki hjá því að segja að lokum... Þú verður að lesa bókina!“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None