Eign í skattaskjóli ósamrýmanlegt trúnaðarstörfum Samfylkingarinnar

Formaður Samfylkingarinnar segir það ekki samrýmast trúnaðarstörfum flokksins að eiga eign í skattaskjóli. Gjaldkeri Samfylkingarinnar á félag í Lúxemborg og segir það að fullu skattlagt.

Árni Páll Árnason og Vilhjálmur Þorsteinsson.
Árni Páll Árnason og Vilhjálmur Þorsteinsson.
Auglýsing

Vil­hjálmur Þor­steins­son, gjald­keri Sam­fylk­ing­ar­innar og einn hlut­hafi Kjarn­ans, greindi frá því á Face­book að hann eigi félag í Lúx­em­borg, í sam­hengi við fréttir af aflands­fé­lögum sem tengst hafa þremur ráð­herrum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Lúx­em­borg er þó ekki skil­greind sem skatta­skjól. Vil­hjálmur segir það ekk­ert leynd­ar­mál að hann eigi félag í land­in­u. 

„Það er full­skatt­lagt félag sem greiðir 21, 84% tekju­skatt. Skattar eru ekki ástæðan fyrir því að ég vil hafa félagið þar, heldur krón­an, gjald­eyr­is­höftin og póli­tísk og efna­hags­leg áhætta á Íslandi. Ef við værum í ESB væri engin ástæða til að hafa félagið erlend­is. Hlutir mínir í sprota­fyr­ir­tækjum hér inn­an­lands eru hins vegar að lang­mestu leyti í íslensku félag­i.” 

Tölu­verð ólga hefur verið meðal félags­manna Sam­fylk­ing­ar­innar á Face­book í dag vegna máls­ins. Vil­hjálmur und­ir­strikar að hann þó að hann eigi félag í Lúx­em­borg, eigi hann ekki „aflands­fé­lag” í „skatta­skjóli”. 

Auglýsing

Erfitt að gera athuga­semdir

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir flokk­inn hafa tekið prinsippaf­stöðu gegn skatta­skjól­u­m. 

„Það er ósam­rým­an­legt trún­að­ar­störfum Sam­fylk­ing­ar­innar að vera með eign í skatta­skjóli,” segir hann. „En Vil­hjálmur segir að þetta sé upp­lýst félag og skatt­lagt og með hærri skatt­pró­sentu en á Íslandi. Ef málið er þannig vax­ið, þá er erfitt að gera athuga­semdir við það. Ef það er ekki annað í mál­inu en þetta. Það mundi horfa öðru­vísi við ef félagið væri ann­ars stað­ar, eða ef það væri eitt­hvað leyni­makk í Lúx­em­borg.”

Árni Páll seg­ist hafa fengið vit­neskju um félagið þegar hann las færslu Vil­hjálms á Face­book. 

„Ég hef aldrei leitt hug­ann að því hvar hann ætti pen­inga,” segir hann. „En yfir­lýs­ing­arnar sem hann hefur gef­ið, sem og skýr­ing­arnar um að þetta félag í Lúx­em­borg sé fullu skatt­lagt, gefa ekki til­efni til aðgerða.”

Eins og áður segir er Vil­hjálmur hlut­hafi í Kjarn­an­um. Hann er það í gegnum félag sitt Mið­eind ehf. og það félag er í eigu Meson Hold­ing A.S., sem skráð er í Lúx­em­borg.

Bjarni hélt að félagið sitt væri í Lúx

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra er einn þeirra þriggja ráð­herra sem tengj­ast aflands­fé­lögum í skatta­skjól­um. Bjarni sagð­ist í svari sínu til frétta­stofu RÚV að hann hafi keypt fyrir tæp­lega 40 millj­ónir króna, þriðj­ungs­hlut í eign­ar­halds­fé­lagi sem Lands­bank­inn í Lúx­em­borg hafi stofnað fyrir við­skipta­fé­laga hans, um kaup á fast­eign í Dúbaí. Hann hafi alla tíð staðið í þeirri trú að félagið ætti varn­ar­þing í Lúx­em­borg, en ekki á Seychelles-Eyjum í Ind­lands­hafi, eins og raunin var. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None