Sigmundur og Bjarni verða báðir til svara í þinginu á mánudag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra verða báðir í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi á mánudaginn.

Bjarni Sigmundur
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra verða báðir til svara í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi á mánu­dag­inn. Þá kemur þing saman í fyrsta sinn í tvær vik­ur. 

Óvenju­legt er að bæði for­sæt­is- og fjár­mála­ráð­herra séu til svara á sama þing­fund­in­um, þeir skipta því venju­lega á milli þeirra tveggja fyr­ir­spurna­tíma sem eru í hverri venju­legri þing­funda­viku. Nú verða þeir hins vegar báðir til svara og má fast­lega gera ráð fyrir því að þær fimm fyr­ir­spurnir sem kom­ast að í fyr­ir­spurn­ar­tím­anum muni skipt­ast á milli þeirra tveggja og muni snú­ast um skatta­skjóls­mál. 

Lítið vitað um fram­haldið

Stjórn­ar­and­staðan ákvað eftir sam­eig­in­legan fund for­yst­unnar og þing­flokks­fundi í kjöl­farið fyrr í vik­unni að leggja fram til­lögu um þing­rof og kosn­ing­ar. Erfitt er að segja til um hvernig vor­þingið verð­ur, en ljóst er að Wintris-­málið og tengd mál munu taka mik­inn tíma frá þing­inu á næst­unn­i. 

Auglýsing

145 frum­vörp til laga eru á end­ur­skoð­uðum lista rík­is­stjórn­ar­innar yfir frum­vörp sem hún ætl­aði sér að koma fram með á þessu þingi, en 61 frum­varp var komið inn í þingið áður en það fór í páska­leyfi. Rík­is­stjórnin afgreiddi 20 mál á síð­ustu tveimur fundum sínum fyrir páska­frí og nokkur til við­bótar í þess­ari viku. 

Fram að þessum tveimur fundum fyrir páska hafði rík­is­stjórnin afgreitt 11 frum­vörp eftir jól. 61 frum­varp hefur komið inn í þingið það sem af er þessum vetri, og þar af eru 34 orðin að lög­um. 20 eru til umfjöll­unar í nefnd­um, fimm bíða fyrstu umræðu og tvö bíða þriðju og síð­ustu umræð­u. 

26 þing­funda­dagar eru eftir af þing­inu miðað við starfs­á­ætlun þings­ins. Sam­kvæmt áætl­un­inni á þingið að fara í frí í lok maí. Það má þó ljóst vera að þing­rof­s­til­laga og Wintris málið allt mun geta tafið þetta veru­lega. 

Annað kvöld, kvöldið fyrir þing­fund, mun Kast­ljós svo birta umfjöllun sína um eignir Íslend­inga í þekktum skatta­skjól­um. Umfjöll­unin er unnin í sam­starfi við Reykja­vik Media og ICIJ, alþjóð­leg sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna. Ljóst er að sú umfjöllun mun varpa enn frekara ljósi á málið og bæta við það enn fleiri vinkl­um.  

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None