Sigmundur og Bjarni verða báðir til svara í þinginu á mánudag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra verða báðir í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi á mánudaginn.

Bjarni Sigmundur
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra verða báðir til svara í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi á mánu­dag­inn. Þá kemur þing saman í fyrsta sinn í tvær vik­ur. 

Óvenju­legt er að bæði for­sæt­is- og fjár­mála­ráð­herra séu til svara á sama þing­fund­in­um, þeir skipta því venju­lega á milli þeirra tveggja fyr­ir­spurna­tíma sem eru í hverri venju­legri þing­funda­viku. Nú verða þeir hins vegar báðir til svara og má fast­lega gera ráð fyrir því að þær fimm fyr­ir­spurnir sem kom­ast að í fyr­ir­spurn­ar­tím­anum muni skipt­ast á milli þeirra tveggja og muni snú­ast um skatta­skjóls­mál. 

Lítið vitað um fram­haldið

Stjórn­ar­and­staðan ákvað eftir sam­eig­in­legan fund for­yst­unnar og þing­flokks­fundi í kjöl­farið fyrr í vik­unni að leggja fram til­lögu um þing­rof og kosn­ing­ar. Erfitt er að segja til um hvernig vor­þingið verð­ur, en ljóst er að Wintris-­málið og tengd mál munu taka mik­inn tíma frá þing­inu á næst­unn­i. 

Auglýsing

145 frum­vörp til laga eru á end­ur­skoð­uðum lista rík­is­stjórn­ar­innar yfir frum­vörp sem hún ætl­aði sér að koma fram með á þessu þingi, en 61 frum­varp var komið inn í þingið áður en það fór í páska­leyfi. Rík­is­stjórnin afgreiddi 20 mál á síð­ustu tveimur fundum sínum fyrir páska­frí og nokkur til við­bótar í þess­ari viku. 

Fram að þessum tveimur fundum fyrir páska hafði rík­is­stjórnin afgreitt 11 frum­vörp eftir jól. 61 frum­varp hefur komið inn í þingið það sem af er þessum vetri, og þar af eru 34 orðin að lög­um. 20 eru til umfjöll­unar í nefnd­um, fimm bíða fyrstu umræðu og tvö bíða þriðju og síð­ustu umræð­u. 

26 þing­funda­dagar eru eftir af þing­inu miðað við starfs­á­ætlun þings­ins. Sam­kvæmt áætl­un­inni á þingið að fara í frí í lok maí. Það má þó ljóst vera að þing­rof­s­til­laga og Wintris málið allt mun geta tafið þetta veru­lega. 

Annað kvöld, kvöldið fyrir þing­fund, mun Kast­ljós svo birta umfjöllun sína um eignir Íslend­inga í þekktum skatta­skjól­um. Umfjöll­unin er unnin í sam­starfi við Reykja­vik Media og ICIJ, alþjóð­leg sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna. Ljóst er að sú umfjöllun mun varpa enn frekara ljósi á málið og bæta við það enn fleiri vinkl­um.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None