Þýska blaðið Sueddeutsche Zeitung hefur birt umfjöllun sína um íslenska stjórnmálamenn sem tengjast félögum í skattaskjólum á netinu. Fjölmiðillinn er einn þeirra sem hafa haft aðgang að gríðarlega umfangsmiklum gögnum í skattaskjólum, líkt og Reykjavík Media og Kastljós.
Umfjöllun fjölmiðla um allan heim beinist í kvöld að Íslandi og Rússlandi, sagði Helgi Seljan fjölmiðlamaður nú í upphafi Kastljóssþáttar sem verið er að senda út.
Í umfjöllun þýska blaðsins er sjónum beint að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni og Ólöfu Nordal.
Gögnin eru frá Mossack Fonseca (Mossfon), fyrirtækis í Panama sem sérhæfði sig í svona málum. Í gögnunum má meðal annars sjá upplýsingar um Sigmund Davíð, Bjarna, Ólöfu, og Hrólf Ölvisson, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins.
Sueddeutsche Zeitung segir að fjöldi Íslendinga sé gögnunum sé ótrúlega mikill miðað við 330 þúsund manna land. Þar séu líka margir ríkustu menn Íslands, fyrrverandi háttsettir bankamenn og að minnsta kosti einn háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar.
Blaðið segir að vegna hrunsins hér á landi sé almenningur enn reiður. Í ljósi þess hafi Sigmundur Davíð ýmislegt að útskýra. Þau hjónin voru skráð saman fyrir fyrirtækinu Wintris Inc. til loka ársins 2009.
Biggest leak in the history of data journalism just went live, and it's about corruption. https://t.co/dYNjD6eIeZ pic.twitter.com/638aIu8oSU
— Edward Snowden (@Snowden) April 3, 2016