Borgarfulltrúar og ráðherrar afhjúpaðir í lekanum

Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólöf Nordal, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólöf Nordal, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Auglýsing

Fleiri voru til umfjöll­unar í Kast­ljós­þætti kvölds­ins heldur en Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi Íslend­inga í skjöl­unum hafa vakið athygli um allan heim. Reykja­vik Media útlistar tengslin öll á heima­síðu sinni

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, átti 40 millj­óna hlut í félagi sem skráð var á Seychelles-eyj­um. Farið var yfir skrán­ingu fyr­ir­tæk­is­ins Falson og Co. sem Bjarni átti hlut í. Hann hafði áður neitað því að eiga, eða hafa átt, pen­inga í skatta­skjól­um. Bjarni sagði félagið hafa verið stofnað í kring um félag sitt og félaga sinna til að kaupa fast­eign í Dubai, sem varð þó aldrei af. Hann svar­aði fyrir þetta í síð­ustu viku svo að hann hafi haldið að félagið hafi verið skráð í Lux­em­borg, en ekki á skatta­skjóls­eyj­un­um. Félagið var sett í afskrán­ing­ar­ferli 2009. 

Fjallað var um mál­efni Ólafar Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra og vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og eig­in­manns henn­ar, Tómasar Sig­urðs­son­ar, þáver­andi for­stjóra Alcoa á Íslandi. Hún er þriðji ráð­herr­ann í gögn­un­um. Tveimur dögum eftir að hún sigr­aði í próf­kjöri voru Ólöf og Tómas skráðir próf­kúru­hafar Dooly Securities á Tortólu. Félagið var sett á lagg­irnar fyrir þau hjón og heim­ildir þeirra voru til stað­ar. Hluta­bréfin voru hand­veð­sett með sam­komu­lagi í ágúst 2007. Félagið var afskráð 2012 á Tortólu. Ólöf skráði aðild sína að félag­inu aldrei í hags­muna­skrá.  

Auglýsing

Þá var Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, til umfjöll­unar vegna vörslu­sjóðs sem hann á í Panama. Júl­íus gaf út yfir­lýs­ingu vegna máls­ins í vik­unni þar sem hann sagði að sjóð­ur­inn hafi verið stofn­aður í sviss­neskum banka til að mynda eft­ir­launa­sjóð­inn sinn, en að honum hafi verið ráð­lagt að skrá stofnun hans í Panama. Sjóð­ur­inn lúti svip­uðu reglu­verki og sjálfs­eigna­stofn­un. Aflands­fé­lagið heitir Silwood Founda­tion. 

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sóknar og flug­valla­vina, var einnig til umfjöll­un­ar. Svein­björg átti hlut­deild í aflands­fé­lagi sem var í fast­eigna­þró­un­ar­verk­efni í Panama. Á heima­síðu Reykja­vik Media kemur fram að Svein­björg sé skráð fyrir tveimur félögum í umsjá panamísku lög­fræði­stof­unar Mossack Fon­seca; 7Call­in­vest sem skráð er á Tortóla og Ice 1 Corp sem var skráð á Panama. Sjálf hefur hún í störfum sínum í borg­ar­stjórn ítrekað lýst sig and­víga því að Reykja­vík­ur­borg eða fyr­ir­tæki á hennar vegum eigi aðild að fyr­ir­tækjum á aflandseyj­u­m. 

Þá var fjallað um mál­efni Þor­bjargar Helgu Vig­fús­dótt­ur, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og eig­in­manns henn­ar, Hall­bjarnar Karls­sonar verk­fræð­ings. Þor­björg og Hall­björn eru skráð fyrir félag­inu Ravenna Partners á Tortóla. Allt hlutafé Ravenna var skráð á þau hjónin í ágúst 2005. Félagið var alla tíð eigna­laust. Þor­björg Helga var kjörin í borg­ar­stjórn 2006 og sat sem borg­ar­full­trúi til árs­ins 2014. 

Eng­inn þess­ara kjörnu full­trúa skráðu félögin sín í hags­muna­skrán­ingu, hvorki á Alþingi né hjá Reykja­vík­ur­borg. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None