Fréttastofa RÚV hefur gögnin ekki undir höndum

Hvorki fréttamenn RÚV, vaktstjórar né fréttastjórar hafa aðgang að þeim gögnum sem þáttur Kastljóss er byggður á. Alþjóðlegt birtingarbann ríkir um gögnin til klukkan 18 í kvöld. Forsætisráðherra skrifar pistil um afstöðu hans til RÚV.

Starfsfólk fréttastofu RÚV hefur ekki aðgang að lekagögnunum sem verða gerð opinber í kvöld.
Starfsfólk fréttastofu RÚV hefur ekki aðgang að lekagögnunum sem verða gerð opinber í kvöld.
Auglýsing

Hvorki frétta­menn RÚV, vakt­stjórar á frétta­stofu né frétta­stjórar hafa haft aðgang að þeim gögnum sem þáttur Kast­ljóss, sem sýndur verður klukkan 18 í sjón­varp­inu, er byggður á. Alþjóð­legt birt­inga­bann er á gögn­unum til klukkan 18 að íslenskum tíma í kvöld, en þá birta fjöl­miðlar víða í Evr­ópu fréttir sínar sam­tím­is. Aðeins Alþjóða­sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna hefur heim­ild til að gera gögnin opin­ber. 

Þetta er haft eft­ir Rakel Þor­bergs­dótt­ur, frétta­stjóra frétta­stofu RÚV, á vef þeirra. Þar seg­ir Rakel að þar sem þátt­ur­inn hafi verið umfangs­meiri fram­leiðsla en hefð­bund­inn Kast­ljós­þáttur hafi hann orðið sam­vinnu­verk­efni frétta­stof­unnar og inn­lendrar dag­skrár­deild­ar. 

„RÚV greiðir Jóhannes Kr. Krist­jáns­syni sem sam­svarar 2-3 mán­aða launum fyrir und­ir­bún­ings­vinnu, myndefni og vinnu Reykja­vík Media við þátt­inn eða 1,5 millj­ónir króna. Upp­hæðin er sam­bæri­leg greiðslu á sýn­ing­ar­rétti heim­ild­ar­mynda,“ segir Rakel í sam­tali við ruv.­is. 

Auglýsing

Útskýrir þögn sína gagn­vart RÚV í nýjum pistli

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur neitað RÚV um við­tal und­an­farnar vik­ur, eða síðan Wintris málið svo­kall­aða kom upp. Á sama tíma hefur Sig­mundur verið í löngu for­síðu­við­tali við Frétta­blað­ið, spjallað við Arn­þrúði Karls­dóttur á Útvarpi Sögu og mætt oftar en einu sinni í við­töl á Bylgj­unn­i. Hann hef­ur ekki viljað gefa neinar útskýr­ingar á þessu, fyrr en seinni­part­inn í dag, þegar hann skrifar pistil á heima­síðu sína sem ber heitið Stóra myndin.

Þar segir Sig­mund­ur: 

„Það þykir frétt að konan mín sé kröfu­hafi af þeirri gerð sem hefur verið lát­inn taka á sig tap á meðan eng­inn spyr um alla hina kröfu­haf­ana, stjórn­mála­menn og maka þeirra sem fengu allar sínar kröfur greidd­ar. Því er meira að segja ruglað saman vilj­andi að hafa átt inni pen­inga hjá bönk­unum fyrir hrun (rétt eins og inni­stæðu­eig­end­ur) og tapað á því og svo vog­un­ar­sjóð­unum sem keyptu kröfur eftir fall bank­anna til að græða á þeim."

Þá útlistar Sig­mundur Davíð þrjú atrið­i: 

1. Það hefur komið í ljós að konan mín, sem allir máttu vita að ætti mikla pen­inga eftir reglu­bundana fjöl­miðlaum­fjöllun í mörg ár, hefur greitt af þeim fullan skatt til íslensks sam­fé­lags fremur en að nýta tæki­færi til að greiða skatta erlend­is. Jú, bank­inn stofn­aði fyrir hana félag og skráði það eins og títt var á sínum tíma í landi sem gerir út á að halda utan um fyr­ir­tæki fyrir fólk. Hins vegar hefur hún aldrei átt pen­inga í skatta­skjóli né verið með aflands­fé­lag til að greiða skatta erlendis því félagið og eignir þess eru skatt­aðar á Íslandi.

2. Það hefur líka komið í ljós að stefnan sem ég setti á dag­skrá og var sögð óraun­hæf eigna­upp­taka hefur orðið til þess að konan mín hefur þurft að taka á sig enn meira tap (um­fram kröfu­hafa sem áttu inni­stæður osfr­v).

3. Loks hefur komið í ljós að konan mín hefur forð­ast að skapa árekstra við stjórn­mála­störf mín með því að nýta með­vitað ekki mögu­leika á að kaupa krónur á afslætti og fjár­festa hér í verð­tryggðum hávaxtakrónum eða íslenskum fyr­ir­tækj­um. Hún hefði getað hagn­ast á því en kaus að nýta sér ekki þá mögu­leika.

Varð­andi þögn hans gagn­vart RÚV, gerir Sig­mundur pistil Sig­rúnar Dav­íðs­dóttur um eignir eig­in­konu hans að umtals­efni. Hann seg­ir: 

„Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks sam­fé­lags, konan sem tap­aði á falli bank­anna, taldi sjálf­sagt að tapa meiru til að tryggja eignir ann­arra kröfu­hafa, þ.e. spari­fjár­eig­enda. Hún tap­aði líka á þeirri leið sem ég boð­aði til að koma til móts við skuld­sett heim­ili og verja efna­hags­stöð­ug­leika og var öfl­ug­asti hvata­maður minn í þeim efnum og tap­aði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjár­festa í íslenskum fyr­ir­tækjum eða verð­tryggðum íslenskum hávaxtakrón­um.

Laun hennar eru þau að RÚV með Sig­rúnu Dav­íðs­dóttur í broddi fylk­ing­ar, eftir skrif um banka­út­rás­ina, Ices­ave og vog­un­ar­sjóð­ina, birtir frétt með mynd af henni undir fyr­ir­sögn­inni: „Wintris-­mál­ið: „Ís­lands sjálftöku­menn“

Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í við­tal á RÚV." 

Þá ber að taka fram að Kjarn­inn hefur ekki fengið svör við fyr­ir­spurnum sínum sem beinst hafa til Jóhann­esar Þórs Skúla­sonar und­an­farið vegna sömu mála, meðal ann­ars um skatta­mál for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna. 

Fréttin hefur verið upp­færð

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None