Um hvað var tíst þegar Panamaskjölin voru opinberuð?

Sonja Sif Þórólfsdóttir vann rannsókn þar sem hún orðræðugreindi hashtagið #cashljós á Twitter í kringum birtingu Panamaskjalana. Hér að neðan eru helstu niðurstöður rannsóknarinnar.

Auglýsing

Sunnu­dags­kvöldið 3. apríl 2016 er eft­ir­minni­legt kvöld í hugum margra en þá fór í loftið Kast­ljós­þáttur og við­tal við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Í þætt­inum voru Panama­skjölin opin­beruð og í ljós kom að valda­mikið fólk víða um heim átti eignir í skatta­skjólum í gegnum lög­fræði­stof­una Mossack Fon­seca. Í skjöl­unum kom fram að Sig­mundur Davíð ásamt konu sinni hefðu átt félagið Wintris sem skráð var til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Á mánu­deg­inum eftir útsend­ing­una voru ein fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unnar á Aust­ur­velli. Lít­ill tími var til að skipu­leggja mót­mælin en með aðstoð sam­fé­lags­miðla, frétta­flutn­ings og veð­urguð­anna mættu um 26 þús­und manns á Aust­ur­völl fyrir framan Alþing­is­hús­ið.

Face­book spil­aði stórt hlut­verk í að skipu­leggja mót­mælin en Jæj­a-hóp­ur­inn bjó til við­burð­inn að kvöldi 3. apríl og um 10.500 manns merktu við að þau ætl­uðu að mæta. Eftir það sá svo hóp­ur­inn um að búa til við­burði næstu daga, því hefur Face­book reynst mik­il­vægt tól til skipu­lagn­ingar á mót­mæl­um, líkt og svo víða um heim. Sam­kvæmt rann­sókn Jóns Gunn­ars Bern­burg mættu ekki færri en 26 þús­und manns til mót­mæl­anna á mánu­deg­inum og um 15 þús­und manns til mót­mæl­anna 9. apr­íl. Mynd 1.

Um hvað snérist umræðan á Twitt­er? 

Umræðan á sam­fé­lags­miðlum hófst sama kvöld og Kast­ljós þátt­ur­inn var sýndur og í kjöl­farið var hashtagið #cas­hljós skap­að. Þeir sem vildu taka þátt í umræð­unni um Panama­skjölin og mót­mælin gátu merkt tístið sitt eða færslu sína með merk­inu. Á aðeins viku tíma­bili frá 3.-9. apríl voru 11.530 tíst merkt með #cas­hljós en á árs­tíma­bili (3. apríl 2016 - 6. apríl 2017) hafði hashtagið verið notað 12.655 sinn­um. Þrátt fyrir áfram­hald­andi mót­mæli við Aust­ur­völl og fjöl­menn mót­mæli á laug­ar­deg­inum 8. apríl dróg úr umræð­unni á Twitt­er, enda mesti frétta­storm­ur­inn yfir­geng­inn. Umræðan náði mestum hæðum 5. apríl en þann dag var bein útsend­ing meira og minna yfir allan dag­inn úr mynd­veri Rík­is­út­varps­ins, frá Alþing­is­hús­inu og Bessa­stöð­um.Mynd 2. 

Auglýsing

Orð­ræðu­grein­ing á tíst­unum gefur til kynna að umræðan á Twitter hafi að mestu leyti snú­ist um spill­ingu og sið­ferði stjórn­mála­manna. Einnig lét fólk í ljós stolt yfir mót­mæl­unum og hvatti aðra til að mæta, m.a. með því að birta myndefni af mót­mæl­un­um. Margir höfðu einnig áhyggjur af orð­spori Íslands á alþjóða­vísu, en Sig­mundur Davíð skip­aði sér á lista meðal ein­stak­linga sem þekktir eru á heims­vísu fyrir spill­ingu. Þó um alvar­legt mál­efni væri að ræða voru Laddar þessa lands ekki feimnir við að slá á létta strengi og var mikið um orða­grín og mynd­grín (mem­e). Þessar nið­ur­stöður rýma við nið­ur­stöður Jóns Gunn­ars um þær ástæður mót­mæl­endur gáfu fyrir þátt­töku sinni í mót­mæl­un­um. Líkt og þar voru nöfn Sig­mundar og Bjarna oft nefnd, en nafn Sig­mundar kom fyrir 1680 sinnum og nafn Bjarna 644 sinnum í gagna­safn­inu.Mynd 3. Þó að minn­ingar um Bús­á­halda­bylt­ing­una hafi lík­leg­ast fyllt mót­mæl­endur af inn­blástri var ekki oft vísað í hana á Twitt­er, þó hún hafi vissu­lega borið á góma. Blaða- og frétta­menn fengu einnig hrós fyrir umfjöll­un­ina og var stjórn­ar­and­stöð­unni hrósað fyrir frammi­stöðu sína, m.a. á meðan útsend­ingu frá þing­fundi stóð. Einnig var krafan að kosið yrði sem fyrst en hún var tjáð með því að bæta hashtög­unum #kosn­ing­ar­strax, #kosn­ingar eða #xstrax við færsl­urn­ar. Þau voru merkt í 219 færsl­um.

Í upp­hafi var umræðan frekar mark­viss og mátti greina við­brögð fólks við fréttum í raun­tíma. Þegar dró á vik­una hafði umræðan að ein­hverju leyti misst marks, þ.e. fólk var ekki lengur að tjá reiði sína yfir spill­ingu, sið­ferði stjórn­mála­manna, for­rétt­indum þeirra ríku eða að hafa áhyggjur yfir orð­spori Íslands heldur frekar að deila frétt­um, myndum og mynd­skeið­um, m.a. af mót­mæl­un­um. Þó tístin hafi verið merkt merk­ing­ar­laus í þess­ari grein­ingu þýðir þó ekki að engin merk­ing sé á bak­við þau. Ein­stak­lingar hafa tekið með­vit­aða ákvörðun um að merkja tístið með hashtag­inu og taka þar af leið­andi þátt í umræð­unni á ein­hvern hátt.Mynd 4.

Útbreiðsla 

Víða bar á að erlendar frétta­síður not­uðu hashtagið í umfjöllun sinni og var tíst á hinum ýmsu tungu­mál­um, en meg­in­þorri tíst­anna var þó á íslensku. Margir íslend­ingar tístu einnig á ensku, m.a. þing­kona Pírata Ásta Helga­dótt­ir. Tístin hennar Ástu náðu nokkuð mik­illi útbreiðslu en hennar vin­sælasta tíst fékk 446 end­ur­tíst og 249 like. Vin­sælasta tístið fékk 737 like og 893 endur tístu (e. retweet) því, sem verður að telj­ast mikil útbreiðsla á íslenskan mæli­kvarða. Að með­al­tali fengu tístin 5,3 like og 1,4 end­ur­tíst m.v. tölur 6. apríl 2017. Tæp­lega 7 þús­und not­endur voru virkir í umræð­unni en mis­jafnt var hversu oft hver og einn tísti. 

Erfitt er þó að segja til um útbreiðslu en sér­stök for­rit þarf til að mæla hana svona langt aftur í tím­ann. Af þeim tölum sem liggja fyrir er þó hægt að álykta að útbreiðslan hafi verið nokkur í ljósi þess að frétta­stof­ur, inn­lendar sem erlendar not­uðu tíst­ið. Edward Snowden not­aði m.a. hashtag­ið. Snowden er þekktur fyrir þátt sinn í Wiki­Leaks og er með yfir 3,5 milljón fylgj­endur á Twitt­er.

 Margir merktu ekki aðeins færslur sínu með íslenska hashtag­inu um málið en hashtagið #pana­mapa­pers notað með yfir 2 þús­und færsl­unum og ná þannig meiri útbreiðslu en ella.  

Vísun í dæg­ur­menn­ingu

Áhuga­vert verður að telj­ast að not­endur vís­uðu mikið í vin­sæla þætti sem snú­ast einmitt um stjórn­mál og spill­ingu. Vísað var yfir 60 sinnum í House of Cards þætt­ina, en fjórða ser­ían af þátta­röð­inni kom inn á Net­flix mán­uði áður. Einnig var vísað í þætti á borð við Scandal, Walland­er, Borgen, South Park, Arre­sted Developem­ent og fleiri.

Eins og raun ber vitni eru Inter­net bylt­ingar sem þessar orðnar algeng­ar. Lítið má út af bregða og á auga­bragði er komið hashtag fyrir atburð­inn. Það er þó ekki gefið að notkun hashtags á sam­fé­lags­miðlum beri árangur í raun­heimum og er í raun erfitt að mæla árangur þeirra mark­visst. Rann­sóknir sýna að ákveðnar aðstæður þurfa að vera til staðar í sam­fé­lag­inu svo að bylt­ing­arnar beri árang­ur, ef til­gang­ur­inn er að breyta ein­hverju þ.e.a.s. Notkun sem þessi og aðrar í Inter­net­bylt­ingar í sam­fé­lag­inu, t.d. #metoo, #freethenipp­le, #éger­ekkitabú geta haft mikil áhrif ef þeir sem taka þátt í henni hafa sam­eig­in­legt stórt mark­mið og vilja til að fylgja því eft­ir. Sam­fé­lags­miðlar eru því fyrst og fremst verk­færi í höndum ein­stak­ling­anna til að tjá sig og skipu­leggja fjölda­hreyf­ingar sem þess­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar