Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagðist í viðtali við RÚV í morgun að hún styðji forsætisráðherra. Hún sagði Framsóknarflokkinn meðal annars vera að fara að ræða „leynigesti RÚV“ á þingflokksfundi. Lesa má viðtalið í heild sinni fyrir neðan.
Viðtalið á vef RÚV:
Fréttamaður RÚV: „Styðjið þið formanninn ykkar?“
Sigrún Magnúsdóttir: „Vitaskuld. Hann er okkar leiðtogi og hefur sýnt það og sannað fyrir íslensku þjóðinni að vera það. Hefur gert mikið og gott starf.“
RÚV: „Hvað eruð þið að fara að ræða á þessum fundi núna?“
SM: „Atburði síðustu daga. Leynigesti RÚV og svona fleira.“
RÚV: „Fyrirgefðu, hvað segirðu?“
SM: „Leynigesti RÚV. Ég hélt að þið hefðuð gleymt leynigestinum núna. Ég hélt að hann væri alltaf fylgifiskur hjá ykkur. Að þið væruð í þeim leik ennþá. Að koma með leynigest svona óvænt. Það er skemmtilegt á svona fallegum degi.“