Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, er eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem talaði ekki um vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi í gær. Alls stigu 24 þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta og óundirbúnum fyrirspurnum í gær og lýsti yfir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar, var fjarverandi.
Sigmundur einn til andsvara
Þeir þingmenn sem töluðu í gær voru Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé, Birgitta Jónsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Svandís Svavarsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Valgerður Bjarnadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Katrín Júlíusdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Helgi Hjörvar, Björt Ólafsdóttir, Ögmundur Jónasson, Róbert Marshall og Páll Valur Björnsson stigu öll í pontu. Sigmundur Davíð svaraði fyrir óundirbúnar fyrirspurnir, sem sneru allar að Wintrismálinu.