Enginn þingfundur verður haldinn á morgun og líklega ekki fyrr en vantrauststillaga á ríkisstjórnina verður tekin á dagskrá. Þetta staðfestu Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir, þingmenn VG, við blaðamann Kjarnans rétt í þessu.
Ekki er komið í ljós hvenær af því verður, en líklega verður það á miðvikudag eða fimmtudag ef ekkert breytist. Á vefsíðu Alþingis er búið að taka þingfund út af dagskránni á morgun, en þingfundur er enn áætlaður klukkan 15 á miðvikudaginn.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Auglýsing