Seðlabankinn vissi ekkert um tengsl forsætisráðherra við Wintris

Samkvæmt formlegum svörum Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Kjarnans, þá var ekki vitneskja um tengsl forsætisráðherra við Wintris. Einangraður hópur starfsmanna bankans hafði aðgang að gögnum um kröfuhafa.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Seðla­banki Íslands vissi ekki af tengslum Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra við félagið Wintris Inc. á Tortóla, sem var í helm­ing­seigu hans til 31. des­em­ber 2009 og eftir það í eigu eig­in­konu hans, en eins og fram hefur komið lýsti félagið um 500 millj­óna króna kröfu í slitabú hinna föllnu banka. 

Í form­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, kemur fram að Seðla­bank­inn hafi fyrst fengið upp­lýs­ingar um málið á dög­un­um, þegar upp­lýst var um það, en ákveðnir starfs­menn Seðla­bank­ans, sem höfðu aðgang að aðgangs­stýrðu svæði, hafi mögu­lega séð nafn félags­ins á skrá yfir kröfu­hafa í slita­bú­in. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri vildi ekki tjá sig um mál­ið, þegar leitað var eftir við­brögðum hans.

Fyr­ir­spurnin Kjarn­ans: Vissi Seðla­bank­inn af tengslum for­sæt­is­ráð­herra við Wintris, og síðan að félagið hefði lýst kröfu í bú föllnu bank­anna?  „Seðla­bank­inn vissi ekki af þessum tengslum sem spurt er um í fyrri hlut­anum [í fyr­ir­spurn­ni] fyrr en þau voru upp­lýst opin­ber­lega nú nýver­ið. Hvað síð­ari lið spurn­ing­ar­innar varðar þá höfðu nokkrir ein­stak­lingar á fáeinum sviðum í bank­anum aðgang að aðgangs­stýrðu svæði þar sem gögn um kröfu­hafa­skrá búa föllnu bank­anna voru vistuð og hafa því séð nafn umrædds félags ef það var á meðal ann­arra kröfu­hafa,“ segir í svari Seðla­bank­ans.

Auglýsing

Seðla­bank­inn segir að ekki hafi verið vit­neskja um þessi tengsl for­sæt­is­ráð­herra innan fram­kvæmda­hóps um afnám hafta, og þá hjá full­trúm seðla­bank­ans þar, eða hjá ein­hverjum sem starfar hjá eða fyrir Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ). Áréttað var að ekk­ert hefði verið vitað um þessi tengsl í Seðla­bank­anum

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans á dög­unum, er ekki til­greint nákvæm­lega í lögum og reglum hvernig inn­herja­reglur eigi við um stjórn­völd. Sam­kvæmt ákvæði laga um verð­bréfa­við­skipti ber stjórn­völdum sem fá reglu­lega inn­herj­a­upp­lýs­ingar í starf­semi sinni þó að fylgja reglum um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­ingar eftir því sem við á. Stjórn­völd bera hins vegar sjálf ábyrgð á því að meta hvort eðli og umfang starf­semi þeirra gefi til­efni til þess að reglum um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipti skuli fylg­t. 

Þetta kom fram í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hæfi Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra til að koma að ákvörð­unum sem tengj­ast slitum föllnu bank­anna í ljósi þess að eig­in­kona hans er kröfu­hafi í bú þeirra.

Sam­kvæmt svar­inu ráða ráða­menn því sjálfir hvort til­efni sé til þess að láta reglur um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­ingar og við­skipti inn­herja gilda um þá.

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None