Seðlabankinn vissi ekkert um tengsl forsætisráðherra við Wintris

Samkvæmt formlegum svörum Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Kjarnans, þá var ekki vitneskja um tengsl forsætisráðherra við Wintris. Einangraður hópur starfsmanna bankans hafði aðgang að gögnum um kröfuhafa.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Seðla­banki Íslands vissi ekki af tengslum Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra við félagið Wintris Inc. á Tortóla, sem var í helm­ing­seigu hans til 31. des­em­ber 2009 og eftir það í eigu eig­in­konu hans, en eins og fram hefur komið lýsti félagið um 500 millj­óna króna kröfu í slitabú hinna föllnu banka. 

Í form­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, kemur fram að Seðla­bank­inn hafi fyrst fengið upp­lýs­ingar um málið á dög­un­um, þegar upp­lýst var um það, en ákveðnir starfs­menn Seðla­bank­ans, sem höfðu aðgang að aðgangs­stýrðu svæði, hafi mögu­lega séð nafn félags­ins á skrá yfir kröfu­hafa í slita­bú­in. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri vildi ekki tjá sig um mál­ið, þegar leitað var eftir við­brögðum hans.

Fyr­ir­spurnin Kjarn­ans: Vissi Seðla­bank­inn af tengslum for­sæt­is­ráð­herra við Wintris, og síðan að félagið hefði lýst kröfu í bú föllnu bank­anna?  „Seðla­bank­inn vissi ekki af þessum tengslum sem spurt er um í fyrri hlut­anum [í fyr­ir­spurn­ni] fyrr en þau voru upp­lýst opin­ber­lega nú nýver­ið. Hvað síð­ari lið spurn­ing­ar­innar varðar þá höfðu nokkrir ein­stak­lingar á fáeinum sviðum í bank­anum aðgang að aðgangs­stýrðu svæði þar sem gögn um kröfu­hafa­skrá búa föllnu bank­anna voru vistuð og hafa því séð nafn umrædds félags ef það var á meðal ann­arra kröfu­hafa,“ segir í svari Seðla­bank­ans.

Auglýsing

Seðla­bank­inn segir að ekki hafi verið vit­neskja um þessi tengsl for­sæt­is­ráð­herra innan fram­kvæmda­hóps um afnám hafta, og þá hjá full­trúm seðla­bank­ans þar, eða hjá ein­hverjum sem starfar hjá eða fyrir Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ). Áréttað var að ekk­ert hefði verið vitað um þessi tengsl í Seðla­bank­anum

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans á dög­unum, er ekki til­greint nákvæm­lega í lögum og reglum hvernig inn­herja­reglur eigi við um stjórn­völd. Sam­kvæmt ákvæði laga um verð­bréfa­við­skipti ber stjórn­völdum sem fá reglu­lega inn­herj­a­upp­lýs­ingar í starf­semi sinni þó að fylgja reglum um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­ingar eftir því sem við á. Stjórn­völd bera hins vegar sjálf ábyrgð á því að meta hvort eðli og umfang starf­semi þeirra gefi til­efni til þess að reglum um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipti skuli fylg­t. 

Þetta kom fram í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hæfi Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra til að koma að ákvörð­unum sem tengj­ast slitum föllnu bank­anna í ljósi þess að eig­in­kona hans er kröfu­hafi í bú þeirra.

Sam­kvæmt svar­inu ráða ráða­menn því sjálfir hvort til­efni sé til þess að láta reglur um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­ingar og við­skipti inn­herja gilda um þá.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None