Bjarni segir Sigmund „í þröngri stöðu“ - Þurfa að ræða hvort stjórnin hafi styrk til að halda áfram

Bjarni Benediktsson ætlar að setjast niður með forsætisráðherra þegar hann kemur heim frá Bandaríkjunum og ræða framtíð ríkisstjórnarinnar. Bjarni svarar því ekki hvort hann styðji forsætisráðherra til að sitja áfram.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra, segir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­mað­ur­ Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, sé í þröngri stöðu og rík­is­stjórnin um ­leið vegna opin­ber­unar á eignum íslenskra ráða­manna í aflands­fé­lögum og málum sem því tengj­ast. Bjarni svarar því ekki hvort hann styðji for­sæt­is­ráð­herra til að ­sitja áfram. Það þurfi að setj­ast yfir það hvort rík­is­stjórnin hafi nægj­an­legan ­stuðn­ing og hvort rík­is­stjórnin treysti sér til að halda áfram, eftir atvik­um eftir „ákveðnar ráð­staf­an­ir“. „Ég ætla ekk­ert að leyna því að það er það sem við erum að ræða. Hvort við höfum styrk til að halda áfram,“ sagði Bjarni. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu. Þetta kom fram í við­tali við Bjarna í Síð­deg­is­út­varp­inu á Rás 2.

Þar sagði Bjarni að hann skilji að almenn­ingur sé sleg­inn ­yfir meg­in­efni Kast­ljós­þátt­ar­ins sem sýndur var í gær, og fjall­aði um eign­ir ­ís­lenskra ráða­manna í aflands­fé­lög­um. Hann og Sig­mundur Davíð hafi rætt sam­an­ einu sinni yfir helg­ina en ekk­ert í dag. Því er ljóst að Sig­mundur Davíð rædd­i ekki við Bjarna áður en að hann sagði að hann myndi ekki segja af sér í við­tali við Stöð 2 í hádeg­inu.

Bjarni segir að hann muni þurfa að setj­ast niður með­ ­Sig­mundi Davíð og fara yfir stöð­una strax og hann kemur heim, en Bjarni er staddur í Banda­ríkj­unum eftir að hafa misst af flugi fyrr í dag. Að sögn Bjarna ­tekur þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og rík­is­stjórnin það alvar­lega að fólk sé s­legið og að und­ir­aldan í þjóð­fé­lag­inu sé þung. „Við skynjum ágæt­lega umræð­una í þjóð­fé­lag­in­u.“

Auglýsing

Aðspurður um sína stöðu, en félag sem var að hluta til í eigu Bjarna, var einnig til umfjöll­unar í þætt­in­um, segir Bjarni að ekk­ert sé ó­skýrt um hans mál. Þeim við­skiptum sem félagið hafi verið stofnað utan um hafi lokið í nóv­em­ber 2008 og félagið verið sett í afskrán­ing­ar­ferli eftir það. Hann ­geri sér engu að síður grein fyrir að til­vist þess kalli á skýr­ing­ar.

Bjarni sagði erfitt að segja annað en að sú nei­kvæða umræða ­sem Ísland hefur orðið fyrir alþjóð­lega sé skað­leg. Hún sé hins vegar eng­inn endir heldur aðstæður sem bregð­ast þurfi við. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None