Bjarni segir Sigmund „í þröngri stöðu“ - Þurfa að ræða hvort stjórnin hafi styrk til að halda áfram

Bjarni Benediktsson ætlar að setjast niður með forsætisráðherra þegar hann kemur heim frá Bandaríkjunum og ræða framtíð ríkisstjórnarinnar. Bjarni svarar því ekki hvort hann styðji forsætisráðherra til að sitja áfram.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra, segir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­mað­ur­ Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, sé í þröngri stöðu og rík­is­stjórnin um ­leið vegna opin­ber­unar á eignum íslenskra ráða­manna í aflands­fé­lögum og málum sem því tengj­ast. Bjarni svarar því ekki hvort hann styðji for­sæt­is­ráð­herra til að ­sitja áfram. Það þurfi að setj­ast yfir það hvort rík­is­stjórnin hafi nægj­an­legan ­stuðn­ing og hvort rík­is­stjórnin treysti sér til að halda áfram, eftir atvik­um eftir „ákveðnar ráð­staf­an­ir“. „Ég ætla ekk­ert að leyna því að það er það sem við erum að ræða. Hvort við höfum styrk til að halda áfram,“ sagði Bjarni. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu. Þetta kom fram í við­tali við Bjarna í Síð­deg­is­út­varp­inu á Rás 2.

Þar sagði Bjarni að hann skilji að almenn­ingur sé sleg­inn ­yfir meg­in­efni Kast­ljós­þátt­ar­ins sem sýndur var í gær, og fjall­aði um eign­ir ­ís­lenskra ráða­manna í aflands­fé­lög­um. Hann og Sig­mundur Davíð hafi rætt sam­an­ einu sinni yfir helg­ina en ekk­ert í dag. Því er ljóst að Sig­mundur Davíð rædd­i ekki við Bjarna áður en að hann sagði að hann myndi ekki segja af sér í við­tali við Stöð 2 í hádeg­inu.

Bjarni segir að hann muni þurfa að setj­ast niður með­ ­Sig­mundi Davíð og fara yfir stöð­una strax og hann kemur heim, en Bjarni er staddur í Banda­ríkj­unum eftir að hafa misst af flugi fyrr í dag. Að sögn Bjarna ­tekur þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og rík­is­stjórnin það alvar­lega að fólk sé s­legið og að und­ir­aldan í þjóð­fé­lag­inu sé þung. „Við skynjum ágæt­lega umræð­una í þjóð­fé­lag­in­u.“

Auglýsing

Aðspurður um sína stöðu, en félag sem var að hluta til í eigu Bjarna, var einnig til umfjöll­unar í þætt­in­um, segir Bjarni að ekk­ert sé ó­skýrt um hans mál. Þeim við­skiptum sem félagið hafi verið stofnað utan um hafi lokið í nóv­em­ber 2008 og félagið verið sett í afskrán­ing­ar­ferli eftir það. Hann ­geri sér engu að síður grein fyrir að til­vist þess kalli á skýr­ing­ar.

Bjarni sagði erfitt að segja annað en að sú nei­kvæða umræða ­sem Ísland hefur orðið fyrir alþjóð­lega sé skað­leg. Hún sé hins vegar eng­inn endir heldur aðstæður sem bregð­ast þurfi við. 

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None