Þúsundir skrifa undir, mótmæla og styrkja Reykjavik Media

Yfir 20.000 manns hafa skrifað undir áskorun til forsætisráðherra um að segja af sér. Reykjavik Media hefur safnað um 70 prósent af takmarki sínu á Karolina Fund eftir gærkvöldið. Yfir 7.000 manns ætla að mótamæla á Austurvelli í dag.

Alþingi kemur saman klukkan 15 í dag og fram að því funda þingflokkar og stjórnarandstaðan um stöðu mála. Búist er við fjölmennum mótmælum á Austurvelli klukkan 17 þar sem afsögn forsætisráðherra er krafist.
Alþingi kemur saman klukkan 15 í dag og fram að því funda þingflokkar og stjórnarandstaðan um stöðu mála. Búist er við fjölmennum mótmælum á Austurvelli klukkan 17 þar sem afsögn forsætisráðherra er krafist.
Auglýsing

Söfn­unin tók stökk í gær­kvöldi 

Rúm­lega 22.200 manns hafa skrifað undir áskorun til Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar um að segja af sér. Söfn­un­in, sem er titluð „Sig­mundur Dav­íð, þér er hér með sagt upp störf­um!“ 

Vef­síðan fór í loftið 26. mars og fór nokkuð hratt af stað. Þó hægð­ist á fjölda und­ir­skrifta næstu daga, en eftir þátt Kast­ljóss­ins í gær settu rúm­lega 5.200 manns nafn sitt á list­ann. Í dag hafa safn­ast tæp­lega 2.000 und­ir­skrift­ir. 

24 studdu Sig­mund í gær

Önnur und­ir­skrift­ar­söfnun, „Við styðjum Sig­mund Dav­íð”, var sett á lagg­irnar á sama tíma. Rúm­lega þús­und manns hafa skrifað undir hana. Fjöldi und­ir­skrifta var mestur fyrstu þrjá dag­ana, en und­an­farna daga hefur hægt á henni. 24 skrif­uðu undir í gær eftir Kast­ljós og átta hafa skrifað undir í dag. 

Auglýsing

Fjöl­menn mót­mæli í dag  

Boðað hefur verið til mót­mæla á Aust­ur­velli klukkan 17 í dag. Fyrir Kast­ljós­þátt gær­kvölds­ins höfðu um það bil tvö þús­und manns boðað komu sína. Nú, um 15 klukku­stundum síð­ar, hafa 7.700 sagst ætla að koma á mót­mælin á Face­book og um 6.300 sýna við­burð­inum áhuga. Mót­mælin bera yfir­skrift­ina Kosn­ingar strax. 

Fjár­öflun Reykja­vik Media gengur vel 

Kast­ljós­þáttur gær­kvölds­ins var unn­inn í sam­starfi við Reykja­vik Media og ICIJ, alþjóð­leg sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna, upp úr mesta gagna­leka sem um getur í sög­unni. Reykja­vik Media, undir for­ystu Jóhann­esar Kr. Krist­jáns­sonar blaða­manns hóf söfnun á Karol­ina Fund í gær­kvöld eftir þátt­inn og ekki sól­ar­hring síðar hafa safn­ast meira en 77 pró­sent af tak­mark­inu, rúm­lega 30.000 evr­ur, eða rúm­lega 4,2 millj­ónir íslenskra króna. 

Erlendir fjöl­miðlar eru und­ir­lagðir af fréttum um gagna­lek­ann, sem hefur verið kall­aður Pana­mapa­pers. Gögnin koma úr lög­fræði­stofu á Pana­ma, Mossack Fon­seca. Erlendar fréttir af íslenska for­sæt­is­ráð­herr­anum eru yfir­leitt þar efst á baugi, ásamt Pútín Rúss­lands­for­seta. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None