Segir Sigmund afhjúpaðan sem loddara og vænisjúkan lygara

birgitta jónsdóttir
Auglýsing

Birgitta Jóns­dótt­ir, ­þing­maður Pírata, seg­ist vona að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra ­sjái sóma sinn í því að segja af sér áður en að þing­fundur hefst í dag. Það sé gríð­ar­leg ólga í sam­fé­lag­inu eftir að for­sæt­is­ráð­herra hafi verið „af­hjúp­aður í Kast­ljósi í gær sem lodd­ari og lyg­ari með væn­is­sýki á háu stig­i.“

Sig­mundur Davíð var að­al­um­fjöll­un­ar­efni sér­staks Kast­ljós­þáttar um aflands­fé­laga­eign íslenskra ­stjórn­mála­manna sem sýndur var í gær. Þar gekk hann meðal ann­ars út úr við­tali við sænska sjón­varps­mann sænska rík­is­sjón­varps­ins og Jóhannes Kr. Krist­jáns­son, ­rit­stjóra Reykja­vík Media, þegar hann var spurður út í aflands­fé­lagið Wintr­is. Fjórum dögum eftir að við­talið var tekið opin­ber­aði eig­in­kona Sig­mundar Dav­íð að hún ætti erlent félag í stöðu­upp­færslu á Face­book. Síðar kom í ljós að Wintris var einnig stór kröfu­hafi í bú allra föllnu bank­anna og að Sig­mund­ur Da­víð var sjálfur eig­andi helm­ings­hlutar í félag­inu þegar þeir kröfum var lýst. Fjallar var um málið í tugum fjöl­miðla út um allan heim í gær. Þeirra á með­al­ voru BBC, DR, NRK,SVT, The Guar­di­an, Aften­posten, Le Monde og þýska stór­blaðið Suedd­eutsche Zeit­ung, sem ­leiddi umfjöll­un­ina alþjóð­lega.

Birgitta birt­i ­stöðu­upp­færslu í morgun þar sem hún segir ábyrgð Sig­mundar Dav­íðs vera mikla ef hann segi ekki af sér áður en þing­fundur hefst í dag, en hann mun hefjast ­klukkan 15. Þar á Sig­mundur Davíð að vera á meðal þeirra ráð­herra sem svara ó­und­ir­búnum fyr­ir­spurn­um. Birgitta seg­ir: „Það er gríð­ar­leg ólga í sam­fé­lag­inu eftir að hann var afhjúp­aður í Kast­ljósi í gær sem lodd­ari og lyg­ari með væn­is­sýki á háu stigi. Að það væri af­hjúpað fyrir heims­byggð alla með vand­aðri umfjöllun allra helstu fjöl­miðla heims setur allar kenn­ingar Sig­mundar og félaga hans í Fram­sókn­ar­flokknum um að ­loft­árásir fjöl­miðla hér heima í annað ljós og meint písla­vætti þeirra tel­st til háð­ungar um heim all­an.

Auglýsing

Lítið hefur heyrst frá­ ­þing­mönnum Fram­sókn­ar­flokks­ins eftir að umfjöll­unin fór í loftið í gær­kvöld og ekk­ert við­bragð hefur komið frá for­sæt­is­ráð­herra sjálf­um. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sagð­i við RÚV í gær­kvöld að engar nýjar upp­lýs­ingar hefðu komið fram í þætt­inum en að fram­setn­ing þeirra upp­lýs­inga sem þar voru settar fram hafi ekki látið mál­ið líta vel út.

Ásmundur Ein­ar D­aða­son, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir það sama og Sig­urður Ing­i við Morg­un­blaðið í dag. Ekk­ert hafi efn­is­lega komið margt nýtt fram í Kast­ljós­þætt­in­um. Hann reikn­aði með að farið yfir málið á þing­flokks­fundi í dag.

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd kemur saman í hádeg­inu í dag til að ræða hæfi for­sæt­is­ráð­herra og aflands­fé­lög almennt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None