Dagur: Ákvörðun Júlíusar setur fordæmi fyrir aðra

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í viðtali við RÚV, að ákvörðun Júlíusar Vífils hefði komið nokkuð á óvart. Mikilvægt væri að efla traust á stjórnmálunum í landinu.

Dagur B. Eggertsson
Auglýsing

Ákvörðun Júl­í­usar Víf­ils Ingv­ars­son­ar, um að segja af sér sem borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, kom nokkuð á óvart, en hún setur líka gott for­dæmi fyrir aðra. Þetta sagði Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri, í við­tali við RÚV. Hann árétt­aði síðan á Face­book, að hann teldi ákvörðun Júl­í­usar til þess fallna að auka traust á stjórn­mál­un­um, mikið verk væri óunnið í því efni.

„Sögu­legur borg­ar­stjórn­ar­fund­ur. Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son sagði af sér sem borg­ar­full­trúi í upp­hafi fund­ar. Jafn­framt barst inn á fund­inn yfir­lýs­ing frá Svein­björgu Birnu Svein­björns­dóttur borg­ar­full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins og flug­vall­ar­vina, sem er í barns­burð­ar­leyfi, þar sem hún óskar áfram­hald­andi leyf­is, ef á þarf að halda, á meðan hennar mál eru til skoð­un­ar. Borg­ar­full­trúar þökk­uðu Júl­íusi Vifli fyrir sam­starfið og að stíga skref til að efla traust á borg­ar­stjórn. Í því sam­bandi er þó ljóst að mikið verk er fyrir hönd­um. Traust á pólítik í land­inu öllu er því miður í lág­marki, og þar er borg­ar­stjórn því miður engin und­an­tekn­ing. Því þurfum við svo sann­ar­lega að breyta,“ segir Dagur á Face­book síðu sinni.

Júl­íus kvaddi sér hljóðs á í upp­hafi borg­ar­stjórn­ar­funds í morgun og sagði að ekki væri um félag að ræða heldur sjóð, sem m.a. færi ekki með fast­eign og ekki mætti veð­setja eignir hans, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Þrátt fyrir þetta ætl­aði hann að segja af sér emb­ætti. Í kjöl­farið þakk­aði hann öllum fyrir gott sam­starf, sér­stak­lega starfs­fólki borg­ar­innar og borg­ar­full­trú­um.

Auglýsing

Júl­íus gaf út yfir­lýs­ingu vegna máls­ins í síð­ustu viku þar sem hann sagði að sjóð­ur­inn hafi verið stofn­aður í sviss­neskum banka til að mynda eft­ir­launa­sjóð­inn sinn, en að honum hafi verið ráð­lagt að skrá stofnun hans í Panama. Sjóð­ur­inn lúti svip­uðu reglu­verki og sjálfs­eigna­stofn­un. Aflands­fé­lagið heitir Silwood Founda­tion. Nú hefur hann vikið vegna  máls­ins.

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík, ætlar ekki að snúa aftur til starfa fyrr en yfir­ferð innri end­ur­skoð­unar Reykja­vík­ur­borg­ar, um hags­muna­skrá­ingu borg­ar­full­trúa, er lokið en for­sætis­nefnd Reykja­vík­ur­borgar sam­þykkti til­lögu um að fela innri end­ur­skoðun og siða­nefnd Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, að taka til skoð­unar hags­muna­skrán­ingu borg­ar­full­trúa. „Ég styð slíka til­lögu og mun aðstoða fram­an­greinda aðila við þá vinnu í hví­vetna,“ segir Svein­björg Birna í yfir­lýs­ingu.

Í frétta­skýr­ing­ar­þætt­inum Kast­ljósi sl. sunnu­dag var fjallað um félög sem voru stofnuð meðan Svein­björg Birna var búsett í Lux­em­borg, áður en hún hóf afskipti af stjórn­málum á Íslandi. „Af því til­efni sendi ég reglu­verði Reykja­vík­ur­borgar og for­seta borg­ar­stjórnar bréf þar sem ég fór yfir þau við­skipti sem fjallað er um í  þætt­inum og bauðst til að veita frek­ari skýr­ingar teldi reglu­vörður þörf á því,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Svein­björg Birna snýr aftur úr fæð­ing­ar­or­lofi 13. júní, en mun ekki hefja störf á nýjan leik fyrr en skoðun á hags­muna­skrán­ing­unni er lok­ið. „Ég hef tekið þessa ákvörðun til að borg­ar­full­trúar Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina geti áfram veitt meiri­hluta borg­ar­stjórnar nauð­syn­legt aðhald. Fjár­hags­staða borg­ar­innar er sem kunn­ugt er slæm og við­var­andi tap á rekstri borg­ar­innar á sama tíma og dregið er úr þjón­ustu. Í mínum huga er þýð­ing­ar­mest að kjörnir full­trúar ein­beiti sér að leysa slík mál, frekar en að eyða dýr­mætum tíma í þref um skrán­ingu mína á hags­muna­skrá,“ segir í yfir­lýs­ingu Svein­bjargar Birnu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None