Allir þingmenn Framsóknarflokksins nema einn studdu tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fráfarandi forsætisráðherra, um að hann stigi til hliðar sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson tæki við. Þetta kom fram í viðtali við Sigurð Inga í Kastljósi í kvöld.
Sigurður Ingi vildi ekki greina frá því hvaða þingmaður þetta var. „Það er best að hann greini frá því sjálfur.“
Sigurður Ingi sagði að það kæmi vel til greina að kosningar verði fyrr en í apríl á næsta ári. Það sé eitt þeirra atriða sem verið er að skoða í stjórnarflokkunum tveimur.
Auglýsing