Framsóknarmenn vildu ekkert segja við blaðamenn um niðurstöðu þingflokksfundar síns, sem var að ljúka í Alþingishúsinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði margt mjög skemmtilegt og áhugavert að gerast, og það væri alveg tilefni fyrir spenningi meðal fjölmiðlamanna sem reyndu að fá hann til að tjá sig. Hann vildi hins vegar ekkert segja meira. Hann sagðist ætla að ræða við blaðamenn fljótlega.
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að ríkisstjórnin sé ekki sér vitanlega fallin. Aðrir framsóknarmenn viðurkenndu að niðurstaða væri komin í málið en vildu ekki segja hver hún væri vegna þess að þeir væru bundnir trúnaði um það sem gerðist á fundinum.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er kominn á Bessastaði til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands.
Sigmundur Davíð segir margt áhugavert og skemmtilegt að gerast https://t.co/RGo3UR0HT7 pic.twitter.com/p7MINgpwKy
— Kjarninn (@Kjarninn) April 5, 2016